Saga - 2003, Blaðsíða 210
208
RITDÓMAR
slíkt var vinsælt í samfélagi íslenskra höfðingja og presta. Vestur í
Borgafirði og á Mýrum voru hins vegar búnar til meira staðbundnar
sögur um kveðskap og þær felldar inn í Þangsbrands þátt (bls. 127).
Merkustu niðurstöður þessarar rannsóknar Sveinbjarnar tengjast þó
eðli og stöðu Islendingabókar sem sögulegrar heimildar. Með texta-
fræðilegum samanburði sínum færir höfundur rök fyrir því að niðurlag
Kristni sögu sé úr Islendingabók eldri og sama gildir um sameiginlega
leshætti Hungurvöku og síðustu kafla Kristni sögu sem eru ekki í
Islendingabók yngri (bls. 155). Þessi gamla íslendingabók, rituð af Ara
fróða á fyrri hluta 12. aldar, er því varðveitt í tveimur gerðum, að hluta í
eldri gerð, og heil, óskert en stytt, í yngri gerð. Ýmislegt hefur verið tekið
út í þeirri síðarnefndu, m.a. dauði Gissurar biskups árið 1118 og frásögn
af lærdómi ísleifs á Saxlandi. Greinilega hefur stefna Ara fróða um sam-
félagsmál verið náskyld guðsfriðarhreyfingunni (Pax Dei) á meginland-
inu á sama tíma en úr þessari hneigð er dregið í yngri gerð íslendingabók-
ar. Ástæðan tengist stöðu kirkjumála á Norðurlöndum og í Þýskalandi á
fyrri hluta 12. aldar (bls. 158-160). Kenning Sveinbjarnar er að pólitískir
og kirkjupólitískir atburðir og aðdragandi þeirra kunni að hafa haft áhrif
á gerð íslendingabókar yngri. Vandlega sé því þagað um þýsk tengsl við
erkibiskupsstólinn í Bremen í þeirri yngri.
Með þessari bók heldur Sveinbjörn Rafnsson áfram sinni ótrauðu bar-
áttu að greina íslenskar ritheimildir miðalda, að tengja íslenska ritmenn-
ingu við þá heild sem hún tilheyrir, nefnilega alþjóðlega kristna ritmenn-
ingu. Tína má saman mörg fleiri dæmi um þessa samtengingu í bók
Sveinbjarnar en hér hefur verið gert en mestu skiptir þó sú heildarmynd
sem Sveinbjörn nær að gefa af sagnaritun þessara tíma. Stöðugt breyttar
kringumstæður skópu gerðir hverrar sögu og nýir höfundar skrifuðu
fyrir aðra áheyrendur en þeir gömlu. Eins og Sveinbjörn bendir réttilega
á er nær ógemingur að öðlast þekkingu á öllum þeim kringumstæðum
sem sögurnar urðu til við (bls. 161) en þó má greina stærstu drætti, svo
sem þá trúarlegu og hugmyndafræðilegu. Mestu skiptir þó að skilja
hvernig kristindómurinn var forsenda þessarar sagnaritunar. Þess vegna
fékk Landnáma, sem upprunalega átti rætur sínar að rekja til eignarheim-
ildar íslenskra höfðingja, líka kristna sögugerð.
Hér hefði höfundur þó, að mínu mati, kannski getað tengt ennþá betur
saman þessar tvær hneigðir. f stað þess að halda því bara fram að
tilraunin til að tryggja sér eignarrétt sé alfarið tengd gömlum norður-
evrópskum eignarrétti mætti hugsanlega reyna að skilja þennan foma rétt
meira í tengslum við þau áhrif sem kirkjulegir menningarstraumar
höfðu almennt á samfélag 12. aldar og þar með einnig hvernig höfðingjar
reyndu að skilgreina eignarrétt sinn. Spurningin sem áfram mætti þvx
reyna að svara er hvort þessi elsta tilraun til skrásetningar á eignarrétti,
þ.e. hin elsta Landnámugerð, hafi ekki einnig hugsanlega verið skrifuð