Saga - 2003, Page 211
RITDÓMAR
209
Vegna áhrifa klerka, hvort fyrirmyndin til skrásetningar hinna veraldlegu
rettinda hafi ekki líka verið sótt til lærðra klerka, jafnvel til Ara fróða og
Teits fóstra hans, þó svo að rökin fyrir eignarréttinum hafi verið af ver-
aldlegri toga. Eitt er víst að án bóklegrar þekkingar sem kom með kristni
hefði skrásetningin ekki geta hafist. Þessi bók Sveinbjamar Rafnssonar
um íslenska sagnaritun hefur bæði að geyma nýja grundvallarþekkingu á
sagnaritun íslendinga á 12. og 13. öld og þar búa undir nýjar áleitnar
spurningar sem knýja á um áframhaldandi rannsóknir af svipuðum toga.
Agnes S. Arnórsdóttir
TIL MERKIS MHT NAFN. DÓMABÆKUR MARKÚSAR
BERGSSONAR SÝSLUMANNS ÍSAFJARÐARSÝSLU
1711-1729. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 6. bindi.
Már Jónsson tók saman. Ritstjórar Davíð Ólafsson, Kári
Bjamason, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon.
Háskólaútgáfan. Reykjavík 2002. 410 bls. Athuga-
semdir við texta, mála-, mynda- og heimildaskrá.
Nú er komin út 6. bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar. Með þessari útgáfu á sér stað bæði áherslu- og stefnubreyting á
sýnisbókunum. í fyrri sýnisbókum hefur verið unnið með bréf, dagbækur
og skrif einstaklinga frá 19. og 20. öld í samræmi við upphaflegt markmið
ritraðarinnar, sem var að kynna persónulegar heimildir og styrkja þannig
áhuga fólks á einsögu og rannsóknum henni tengdri. í þessari bók hafa
sagnfræðingarnir Davíð Ólafsson og Már Jónsson gengið til liðs við rit-
stjóm. í bókinni em birt opinber gögn embættismanns og farið er lengra
aftur í tímann en áður. Það má því búast við aukinni fjölbreytni í textavah
í framtíðinni, einkum hvað varðar útgáfu á opinbemm textum frá 16., 17.
og 18. öld, auk texta frá 19. og 20. öld. Frekari útgáfa á heimildum frá 16.
og fram á 18. öld er þarft verk því þetta tímabil hefur ekki verið rannsakað
nægilega.
Meginefni bókarinnar er að sjálfsögðu dómabækur Markúsar
Bergssonar frá 1711-1729. Markús hefur vafalítið haldið dómabækur allan
þann tíma sem hann gegndi sýslumannsembætti, þ.e. til 1741, en bækur
Markúsar eftir 1729 em ekki varðveittar. Bókin inniheldur fyrst stutt
ávarp frá Sögufélagi Isfirðinga, en bókin er gefin út í samvinnu við
félagið. Þá fylgir formáli ritstjómar, en hér að ofan hefur verið drepið á
14-SAGA