Saga - 2003, Blaðsíða 214
212
RITDÓMAR
hefur haft í mörg hom að líta. ísafjarðarsýsla er stór, ógreiðfær og langt á
milli hinna 15 þingstaða í sýslunni. Þau mál sem komu til kasta Markúsar
em af margvíslegum toga, t.d. jarðeigna- og landamerkjamál, vogrek,
hvalreki, orðbragð, framferði, áflog, eiðatökur, legorðsmál, blóðskammar-
mál, dulsmál, þjófnaðir, mannslát og sættir, svo að eitthvað sé nefnt.
Málin em misskemmtileg aflestrar, inn á milli em sannkallaðar perlur, t.d.
leit að strokufanganum Magnúsi Benediktssyni (bls. 61-66), ásakanir séra
Gísla Hannessonar á hendur séra Teiti Pálssyni vegna áfloga og kjólrifs
(bls. 78-79) og þjófnaðarmál Jóns Jónssonar (bls. 212-213), þar sem í
dómnum er bæði vísað í þjófabálk Jónsbókar og 1. og 6. bók Norsku laga
Kristjáns V. Hér kemur í ljós að Markús fylgir réttarfarsákvæðum Norsku
laga og hvað varðar sjálfan refsirammann, þá notast hann bæði við
Jónsbók og Norsku lög. Það var ekki fyrr en 1734 að refsirammi Norsku
Jaga í dráps- og þjófnaðarmálum fékk lögformlegt gildi á íslandi. Sættir
manna í millum fyrir atbeina Markúsar em athyglisverð mál, tíu slík mál
em í dómabókunum. Það væri athyglisvert að bera þetta saman við
tilraunir annarra sýslumanna í viðlíka málum.
Nokkrar getgátur og lesvillur sem ekki er hægt að útskýra með
skírskotun til samræmdrar stafsetningar, breyttra beygingamynda eða
tilrauna til að láta uppmnalegar orðmyndir halda sér, em í textanum og
þær sjást þegar hann er borinn saman við handrit. Þessar villur virðast þo
ekki vera merkingarbærar og breyta ekki samhengi textans. Dæmi um
þetta er á bls. 44 þar sem stendur landsleigubálki en í handritinu stendur
land[eyða]bálki. Það hefði farið betur að setja homklofa ([ ]) utan um leigu
(sbr. bls. 33). Á bls. 44 stendur Nikulássonar * en í athugasemdum við texta
stendur að í handriti standi Nikulás. Rétt er að þar stendur Nikulásar. A
bls. 299 stendur eiga að taka * en í athugasemdum stendur að strikað sé yfír
pá skal peim sem standa en í handritinu er ekki strikað yfir orðið standa,
það er tvítekið. Ég hef ekki rýnt í allt handritið ogborið saman við textann
heldur gripið niður hér og þar við athyglisverð mál og þar sem
athugasemdir við handritið em tilteknar.
Málaskrá í enda bókarinnar að fyrirmynd Lovsamling for Island og
Landsyfirréttardóma er einstaklega gott framtak. Fyrirhafnarlítið er hægt að
sjá hve oft og hvenær t.d. blóðskammar- og legorðsmál komu upp-
Notagildi bókarinnar margfaldast fyrir bragðið og úr verður prýðisgott
uppflettirit. Þing hafa verið haldin án þess að nokkur málarekstur fæn
fram, t.d. 29. maí 1711 á Nauteyri, 1. júní 1711 í Súðavík, 4. apríl 1712 og
6. maí 1713 í Unaðsdal. Sú staðreynd að enginn málarekstur fór fram á
þessum þingum er athyghsverð með tilliti til hugmynda um formlega og
óforrrilega stjóm á hegðun manna, þ.e. það aðhald sem lagabókstafurinn
hafði og vald húsbónda yfir heimilisfólki. Samantekt á þessum þingum i
málaskrá væri æskileg.
Dómabækur eru einstök heimild. Þær er hægt að nota til margs konar