Saga - 2003, Page 219
RITDÓMAR
217
v®ru aðgengilegar fyrir aðra fræðimenn í öðru formi en á myndritum eða
kortum. Ólöf ber saman upplýsingar um ungbamadauða frá þremur
svæðum, þ.e. Gullbringu- og Kjósarsýslu, Þingeyjarsýslum og Rangár-
vaUasýslu, þ.m.t. Vestmannaeyjum. Þar koma margar athygUsverðar
staðreyndir fram. Tölur frá árunum 1840-1850 sýna að það var mikill
Wunur á milli sýslna. Mestur var ungbarnadauðinn í RangárvaUa-,
^orgarfjarðar-, Mýra-, SnæfeUsnes- og Hnappadals-, Dala- og Skagafjarð-
arsýslu en minnstur í ísafjarðar-, Norður-Þingeyjar-, Múla- og Austur-
SkaftafeUssýslu. Þetta kallar auðvitað fram ýmsar spumingar um þennan
mun á miUi sýslna. Ekki minnkar forvitni manns þegar birt er sóknakort
fyrir landið með sömu upplýsingum fyrir árin 1840-1852. Það sýnir að það
gat verið mikiU munur innan sýslna þannig að alhæfingar um sýslur
Verður að taka með varúð en þó er Vesturlandið næsta einsleitt. Það hefði
verið fróðlegt að fá slíkar upplýsingar um hverja sókn yfir lengra tímabil
en //Work with parish registers is very time consuming" (bls. 123) svo að
höfundur ákvað að nota einungis ákveðin svæði. Þetta kemur ekki að sök
fyrrr verkið í heild en vissulega hefði verið áhugavert að fá upplýsingar
Ur hverri sókn vegna þess hve munurinn var stundum mikUl milli sókna,
Jafnvel þeirra sem virðast vera mjög líkar með tilliti tU þéttleika byggðar,
búskaparhátta og staðhátta. Hér er allt reiknað fram og aftur og sett upp
1 töflur og myndrit og er sú vinna til fyrirmyndar. AUa tölfræði hefur Ólöf
a hreinu en þegar þarf að skyggnast bak við tölumar og notast við aðrar
heimildir til að kanna líf fólks er stundum annað uppi á teningnum.
Eins og komið hefur fram gengur Ólöf út frá því sem staðreynd að
konur hafi ekki haft börn á brjósti á fyrri hluta 19. aldar en það hafi á hinn
bóginn verið orðin nokkuð almenn venja um aldamótin 1900 eins og glöggt
komi fram í minnkuðum ungbarnadauða. Brjóstagjöf hafi ekki komið af
sjalfu sér heldur hafi þurft að reka áróður og uppfræða konur um
gagnsemina og þar hafi ljósmæður leikið stórt hlutverk. Þetta er líklega
rett ályktun en höfundur á mjög erfitt með að sanna mál sitt. í þeim hluta
bókarinnar þar sem fjallað er um hlutverk ljósmæðra, menntun þeirra og
starf verður ásetningurinn um að gera hlut þeirra sem mestan mjög
aberandi. Það er miður því vissulega hefði verið ástæða til að fjalla af
athygli og vandvirkni um hlut ljósmæðra í bættu heilbrigði allra lands-
rnanna og þá sérstaklega minnkandi ungbamadauða. Það er engin ástæða
t'l að bera ljósmæður saman við lækna og fara í meting milli
heilbrigðisstétta. Það er staðreynd að læknar og ljósmæður höfðu litla
þekkingu á heilbrigðismálum á þessum tíma miðað við það sem síðar
Varö. Því verður ekki breytt. Þó að sett séu lög, eitthvað sé uppgötvað eða
sannað og því síðan komið á framfæri á prenti þýðir það ekki sjálfkrafa að
allir meðtaki „boðskapinn" og fari eftir honum. Almennt séð er sú
Urvinnsla heimilda sem sýnir fram á mikilvægi ljósmæðra ekki með þeim
hætti að eðlilegt geti talist.