Saga - 2003, Page 231
RITDÓMAR
229
stúkum víða í Evrópu til byggingar holdsveikraspítala á íslandi. Æðsti
maður dönsku Oddfellow-reglunnar, Petrus P.H. Bayer læknir, kom síðan
árið 1897 til íslands ásamt dönskum húsameistara til að kanna aðstæður
Vegna spítalabyggingar. Bayer læknir afhenti íslendingum síðan Holds-
Veikraspítalann í Laugamesi að gjöf við hátíðlega athöfn í júlí 1898. Skýrt
er frá stjóm spítalans, stofnun Oddfellow-stúku á íslandi og ráðningu
fyretu starfsmanna spítalans og menntun þeirra. Lög um einangrun
holdsveikra og flutning þeirra á opinberan spítala vom samþykkt að
norskri fyrirmynd og tóku gildi 4. febrúar 1898. í kaflanum er húsaskipan
spítalans nákvæmlega lýst, skýrt frá reglugerðum varðandi allan rekstur,
húsreglum varðandi sjúklinga og starfsfólk, erindisbréfum starfsfólks og
gerð grein fyrir fyrstu starfsmönnum spítalans, frá yfirlækni til vinnu-
nianna.
Greint er frá fjölda sjúklinga sem lögðust inn á spítalann í sjöunda kafla,
hkamlegu ástandi þeirra við komu, daglegu lífi sjúklinganna, öðmm
sjúkdómum sem hrjáðu þá og umönnun þeirra. Sagt er frá illa lyktandi og
rotnandi sámm hinna holdsveiku og hvemig hjúkmnarfólk reyndi af
fremsta megni að lina þjáningar þeirra. Rík áhersla var lögð á allt hrein-
læti en allir sjúklingar vom baðaðir einu sinni í viku og híbýli þrifin á degi
hverjum. Sjúklingar vom misvel á sig komnir og fengust vinnufærir karl-
ar við smíðar, netagerð og skógerð en konumar prjónuðu og spunnu.
Einnig var séð fyrir annarri afþreyingu fyrir hina sjúku, svo sem með bók-
lestri og tafl- og spilamennsku.
I síðasta kafla bókarinnar er fjallað um rannsóknir á holdsveikinni bæði
hérlendis og erlendis. Yfirlæknir spítalans, Sæmundur Bjamhéðinsson,
gerði margar rannsóknir og er fjallað um niðurstöður hans í kaflanum.
Einnig fjallar höfundur um ýmsar lyfjategundir sem reyndar vom á
spítalanum og náðu sumar þeirra að bæta heilsu sjúklinga en aðrar reynd-
Ust gagnslausar. Árið 1909 vom sett ný einangmnarlög holdsveikra. Þar
var kveðið á um að allir sem haldnir vom líkþrá eða blandaðri holdsveiki
skyldu leggjast inn á Holdsveikraspítalann eftir því sem rúm leyfði. Rökin
fyrir þessari lagasetningu komu frá Sæmundi Bjarnhéðinssyni yfirlækni
°g Guðmundi Björnssyni landlækni. Sjúklingum hafði fækkað til muna á
Holdsveikraspítalanum og töldu læknarnir að 23 hættulegir smitsjúkling-
ar væm enn þá úti í þjóðfélaginu en vegna gildandi laga væri ekki hægt
að skylda þá til innlagnar. Tveimur ámm eftir hina nýju lagasetningu
vom 16 nýir sjúklingar lagðir inn á spítalann. Árið 1921 hafði tekist að
koma öllum holdsveikisjúkhngum með líkþrá og blandaða holdsveiki á
Holdsveikraspítalann en þeir reyndust þá vera 27 talsins. Árið 1957
lagðist síðasti holdsveikisjúklingurinn á íslandi inn á spítala. Enginn
holdsveikur bjó þá utan sjúkrahúss og engin ný tilfelli hafa fundist síðan
þá. í lok kaflans er skýrt frá því þegar breska setuliðið tók Holdsveikra-
spítalann hemámi árið 1940 en þá vom enn þá 17 holdsveikisjúklingar á