Saga - 2003, Page 232
230
RITDÓMAR
spítalanum sem voru fluttir á Hressingarhælið í Kópavogi. Árið 1979 dó
síðan síðasti holdsveikisjúklingurinn á íslandi. Baráttunni við holdsveiki
á Islandi var lokið.
Bók Erlu Dórisar um holdsveikina á íslandi er sértækt fræðirit á sínu
sviði. Hún segir sögu þessa hörmulega sjúkdóms, baráttunni við hann á
hðnum öldum og hvernig sigrast var á honum. Málfar bókarinnar mætti
vera þjáha en bókin er þó einkar góð aflestrar af fræðiriti að vera, ekki síst
vegna þess að höfundur fléttar inn í ritið frásögnum af hinum sjúku og
afdrifum þeirra af mikilli næmni. Þessar frásagnir eru studdar fjölda
mynda sem gera þær enn áhrifameiri. Það fer einnig vel á að hefja hvern
kafla á versi úr sálmum Hallgríms Péturssonar og undirstrika þau þá
þungu undiröldu sem efni bókarinnar leiðir óneitanlega af sér. Þá eru
allar skrár og töflur mjög vel unnar og styðja vel við hinn ritaða texta.
Tilvísanir eru ítarlegar og vel uppsettar. Heimildaskrá er gerð af metnaði
og víða leitað heimilda, bæði í innlendum og erlendum fræðiritum, og
greinilega hefur verið lögð mikil vinna í að afla þeirra, einkum hinna
óprentuðu. Nafna- og myndaskrár eru einnig vel gerðar, að ógleymdum
myndatextum, sem eru bæði fræðandi og lýsandi. Bókarkápan hæfir rit-
inu einkar vel og eru ljósmyndir á bakhhð hennar mjög áhrifaríkar.
Bókina Holdsveiki á íslandi ætti enginn sem áhuga hefur á hehsufarssögu
Islendinga að láta fram hjá sér fara. Hún er mikilvægt innlegg í fræðin og
höfundi sínum til mikils sóma.
Kristrún Auður Ólafsdóttir
Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteins-
son og Kristján Sveinsson, VITAR Á ÍSLANDl-
LEIÐARLJÓS Á LANDSINS STRÖNDUM 1878-2002.
Siglingastofnun íslands. Kópavogi 2002. 435 bls-
Myndir, teikningar, uppdrættir, skrá um vitaverði/
útdráttur á ensku, mannanafnaskrá.
Margháttaðar samgöngubætur á láði, legi og í lofti hafa greitt þjóðinni leið
til framfara í strjálbýlu landi sem er allt annað en auðvelt yfirferðar. Þáttur
vitanna í þessari sögu er veigamikill. Þeir hafa einnig reynst sjómönnum
ómetanleg hjálpartæki í gegnum tíðina og með þeim hætti leikið mikii'
vægt hlutverk í uppbyggingu sjávarútvegsins.
Rit það sem hér er til umfjöllunar gaf Siglingastofnun íslands út 1
tengslum við 125 ára rekstrarafmæli íslenskra vita á þessu ári, 2003. ÝmiS'
legt hafði verið ritað um sögu íslenskra vita (bls. 11) en þó fyrst og fremst