Saga - 2003, Side 233
RITDÓMAR
231
um fyrstu áratugina. Vitar á íslandi bætir miklu við þá sögu, bæði í máli og
ruyndefni, og má með sanni segja að útgáfan hafi verið tímabær.
Siglingastofnun réð í fyrstu tvo höfunda til verksins, þá Kristján
Sveinsson sagnfræðing og Guðmund L. Hafsteinsson arkitekt, og hófust
þeir handa í ársbyrjun 2000. Þeir skiptu þannig með sér verkum að
Kristján sá um rannsókn heimilda á skjalasöfnum, leitaði nauðsynlegra
ritheimilda og ræddi við heimildarmenn en Guðmundur kannaði
teikningar og uppdrætti, ljósmyndir, viðhaldsbækur vitanna og fleiri
heimildir sem snerta byggingarsögu þeirra. Þeir Kristján og Guðmundur
rita hvor um sig meginmál bókarinnar en þriðji höfundurinn,
Guðmundur Bernódusson rafvirki á Siglingastofnun, gekk tii hðs við tví-
menningana og tók bróðurpartinn af þeim ljósmyndum sem teknar voru
af vitunum fyrir þessa útgáfu. Kristján sá að mestu leyti um ritstjóm
verksins. Ekki verður betur séð en samvinna höfundanna og verkaskipt-
ing hafi tekist með ágætum.
Höfundar spyrja engra rannsóknarspuminga í formála en leitast „við
að draga fram þróunarlínur og tengja starfsemi Vitastofnunarinnar
meginstraumum í íslensku samfélagi sem og almennri tækniþróun en
síður er dvalið við hlut einstaklinga þótt vonandi birtist einstakir áhrifa-
valdar í þessari sögu eins ... greinilega og tilefni er til, en persónusaga er
þessi saga ekki" (bls. 13). í stuttu máli sagt tekst höfundum þetta ætlunar-
verk sitt með prýði.
Kristján byrjar á að gera stutta en glögga grein fyrir sögu vita og
sjómerkja á heimsvísu og rekur síðan sögu íslenskra vitamála allt frá þeim
fúna að menn tóku að undirbúa byggingu fyrsta vitans um miðjan áttunda
áratug 19. aldar. Góð samfella er í textanum þótt ýmis þáttaskil í þessari
sögu brjóti hana upp og verði tilefni kaflaskipta, svo sem tilkoma gass
sem Ijósgjafa, notkun jámgrinda í vitabyggingar og lokin á uppbyggingu
vitakerfisins umhverfis landíð 1954. í framhaldi af þessu er greint frá
ýmsum tækninýjungum í vitarekstrinum, stjómkerfisbreytingum, rekstri
vitaskipanna, starfi vitavarða o.fl. Nokkrar skýringar á vitahugtökum
(bls. 26-27) koma að góðum notum. Innan um er eins konar ítarefni og
hóðleikur í stuttum rastagreinum og er það vel valið efni sem léttir yfir-
bragð bókarinnar.
Kristján styðst talsvert við eldri rit um vitasöguna, ekki síst bók
Thorvalds Krabbe vitamálastjóra, Vitar á íslandi í 50 ár, og önnur skrif
hans. Óprentaðar heimildir á Þjóðskjalasafni íslands, skjalasafni Siglinga-
stofnunar og fleiri skjalasöfnum hafa reynst notadrjúgar og mynda oftar
en ekki uppistöðu einstakra kafla. Bréf sem fóm á milli manna sem komu
að uppbyggingu vitanna em skemmtilega notuð, m.a. upplýsa þau um
viðhorf manna til vitamálanna og lesandinn skynjar vel hve umfangs-
ttrikið og erfitt verkefni það var að lýsa strendur landsins. Auðvitað er
sjálfsagt að höfundar sagnfræðiverka leggist í stranga heimildarannsókn