Saga - 2003, Page 235
RITDÓMAR
233
Vel sbr. t.d. Akranesvita, Garðskagavita, Gróttuvita, Kálfshamarsvita, Kirkju-
hólsvita, Knarrarósvita og Langanesvita. í slíkum vitum tókst sannarlega
að „sameina form, byggingartækni og notagildi í góða byggingarlist"
(bls. 201). Guðmundur kemst að þeirri niðurstöðu að þeir vitar sem
byggðir voru eftir teikningum Axels Sveinssonar vita- og hafnamálastjóra
séu mikilsvert innlegg í byggingarlistasögu þjóðarinnar og að fúnkisvitar
hans eigi sér vart sína líka meðal annarra þjóða (bls. 202).
Guðmundur og Kristján skrifa báðir skýran og læsilegan texta en sums
staðar er reyndar fjallað um svo sérhæfðan og snúinn búnað að ég átti
fullt j fangi með að átta mig á hvað sneri upp og hvað niður. Góðar Ijós-
Wyndir og skýrar teikningar hjálpa þó til að varpa ljósi á viðfangsefnið.
betta á t.d. við um kafla XI, „Ljóstæki og ljósmagnarar", en vafalaust er
hann fróðlegur aflestrar fyrir þá sem kunnugir eru linsum, speglum, raf-
wagni, gasi og öðrum innviðum vitanna.
Myndefnið er sérstakur kapítuh í þessu mikla verki og fer vel á því hve
uúkið rúm það fær. Þar er um að ræða ljósmyndir, teikningar og upp-
drætti, alls 461 mynd. Ljósmyndir og teikningar eru allt frá því að vera af
einstökum hlutum þess tæknibúnaðar sem í vitunum er upp í heilu
vitana. Það er eitthvað hrífandi við gamlar litaðar teikningar á gulnuðum
blöðum og setja þær skemmtilegan svip á bókina. Teikningarnar prentast
yfirleitt mjög vel, jafnvel svo að áhugasamir geta greint smæstu smáatriði
á þeim. Sama er að segja um ljósmyndir sem teknar hafa verið til að sýna
ýmsa hluti, smáa og stóra.
Sem fyrr segir tók Guðmundur Bernódusson margar ljósmyndanna en
einnig er fjöldi mynda eftir atvinnuljósmyndara, sem og áhugamenn um
þá iðju. Yfirleitt eru myndimar vel heppnaðar og inni á milli eru fyrirtaks
myndir af fallegum vitum, t.d. á bls. 218, 225, 237, 248, 292 og 293. Fáar
myndir eru tiltakanlega slæmar en þó má benda á slíkar myndir á bls. 240
og 349-351.
Myndatextar eru vel samdir og það er til fyrirmyndar og mikils hag-
ræðis fyrir útlendinga sem vilja kynna sér íslenska vitasögu að textamir
em einnig á ensku. Er enski hlutinn gjaman ögn ítarlegri en sá íslenski.
Þar að auki er útdráttur á ensku aftan við meginmál bókarinnar og í
honum er vísað í myndefnið.
Vitar á Islandi er mikil bók að rúmfræðilegu umfangi. Því fylgir sá
augljósi kostur að myndefnið fær rými til að njóta sín en á móti kemur að
bókin fer ekki vel í hendi, sérstaklega ekki til lengdar! Hún er fast að 2,4
kg eða rúmlega þrefalt þyngri en Islenska pjóðríkiÖ, svo dæmi sé tekið um
nýlegt sagnfræðiverk, og tæplega helmingi stærri. Augljóst er að mikil
vinna liggur í umbroti þessa mikla verks og þar hefur ágætlega til tekist.
Það lítur út eins og stílbrot að sá hluti textans sem Kristján skrifar skuli
vera í tveimur dálkum en sá hluti sem Guðmundur ritar í einum dálki.
Þetta truflaði mig þó ekkert, þvert á móti er þetta vel til fundin leið til að