Saga - 2003, Page 236
234
RITDÓMAR
koma að myndefni af smærra taginu á spássíum sem til verða þar sem
dálkurinn er aðeins einn, en mun meira er af slíkum myndum með texta
Guðmundar en Kristjáns.
Að lokum má geta þess að ég hnaut aðeins um nokkrar minniháttar
ritvillur og ónákvæmni á stöku stað.
Arnþór Gunnarsson
Þórunn Valdimarsdóttir, HORFINN HEIMUR. ÁRIÐ
1900 í NÆRMYND. Mál og mynd og Sögufélag-
Reykjavík 2002. 304 bls. Heimilda-, nafna- og mynda-
skrá.
I aðfaraorðum bókarinnar Horfinn heimur segist Þórunn Valdimarsdóttir
oft hafa þurft að skoða gömul blöð vegna rannsókna sinna í áranna rás en
sjaldan gefið sér tíma til að lesa annað en það sem leit hennar beindist að
hverju sinni. Hún segir að sig hafi samt dauðlangað til að „detta niður í
blöðin, lesa hvað sem er, framhaldssögur, nöldurgreinar, gamlar auglýs-
ingar" (bls. 9). Þessa tilfinningu þekkja væntanlega allir sem flett hafa
gömlum blöðum og tímaritum í leit að heimildum. Þórunn lét sér hins
vegar ekki nægja að dreyma heldur bjó til rannsóknarverkefni sem fól í
sér að hún þaullas landsmálablöðin sjö sem gefin voru út aldamótaárið
1900 í því skyni að skoða, skilja og miðla því samfélagi sem þá var, sam-
félagi sem stóð á tímamótum í tvennum skilningi, annars vegar á alda-
mótum og hins vegar á mótum kyrrstæðs sveitasamfélags fyrri alda og
iðnvædds nútímasamfélags. Blöðin sem Þórunn notar eru Austri og Bjarki
á Seyðisfirði, Stefnir á Akureyri, ÞjóÖviljinn á ísafirði og Fjallkonan, ísafold
og Þjóðólfur í Reykjavík.
En hvemig verk er hægt að búa til upp úr jafnfjölbreyttu efni og finna
má í þessum blöðum? Hvernig er hægt að gera efni sem þetta að læsilegri
og áhugaverðri samfellu en ekki bara „úrklippum", sem út af fyrir sig
geta verið skemmtilegt lesefni, heldur gera það að sagnfræði - sem þýðir
að vinna þarf úr efninu og setja það í samhengi. Það kom mér ánægjulega
á óvart að bók Þómnnar er ekki byggð upp á úrklippum heldur er hún
endursögn á blaðaefni sem er sett í samhengi við samtíma sinn, fortíð og
framtíð. Horfinn heimur er því sagnfræðirit þar sem Þómnn leggur sig
fram við að láta lesendur skynja og jafnvel skilja þennan löngu liðna tíma.
Eftir að hafa leyft sér svolítið hugarflug og tímaflakk með ritstjórana
sjö, fjallar Þórann um mikilvægi blaða og blaðaútgáfu fyrri tíðar en blöðin
voru þýðingarmikill farvegur frétta og menningar. Þómnn minnir á að