Saga - 2003, Qupperneq 237
RITDÓMAR
235
blöðin eru ekki einungis mikilvægur spegill fræðimanna nútímans á
fortíðina heldur hafi blöðin verið „virkt afl í mótun samfélagsins" (bls. 27)
og að við þurfum að skoða þau og meta sem slík. Ef til vill hafa áhrif
þessara „venjulegu" dagblaða eða landsmálablaða ekki verið nógsamlega
skoðuð. Menn velta fyrir sér áhrifum tímarita um bókmenntir, sögu og
pólitfk og sjálf hef ég leitt hugann að menningarlegum og (kvenna)-
pólitískum áhrifum blaða eins og Kvennablaðsins, sem Bríet Bjamhéðins-
dóttir gaf út, og Arsrits Hins íslenska kvenfélags, svo aðeins tvær merkar
//kvennaútgáfur" aldamótaáranna séu nefndar. „Venjulegu" blöðin með
sínu fjölbreytta efni þar sem öllu ægði saman höfðu einnig áhrif á
umhverfi sitt með efnisvali og frásagnarhætti. Þau opnuðu glugga að
umheiminum, eins og Þómnn bendir á, og drógu upp myndir af mönn-
um, málefnum og framandi menningarheimum en að sjálfsögðu vom
allar þessar fréttir litaðar skoðunum blaðstjóranna sjálfra.
Þórunn kynnir lesendur fyrir ritstjómnum sjö og útskýrir fyrir hvað
þeir og blöð þeirra stóðu, hver var stefna þeirra og áherslumunur. Frá
sögu blaðanna, ritstjómnum og útsölumönnum líður frásögn Þómnnar
yfir í efni blaðanna sem hún leitast við að raða saman á þann hátt að einn
kaflinn taki fyrirhafnarlaust við af öðrum. Samgöngukerfi aldamótaár-
anna og fjarskipti fá sitt pláss, fiskveiðar og togarar, slysfarir og dauði,
sjúkdómar og lækningar, líknarstarf og læknisfræði, og framandi fréttir
frá útlöndum. Samfellan í frásögninni og uppbygging efnis er góð og
kaflarnir taka áreynslulaust hver við af öðmm, með einni undantekningu.
Kaflinn „Kyrrstaða og framfarir" er ósamstæður miðað við annað efni
bókarinnar og skilur ekki jafnmikið eftir sig og aðrir kaflar.
Arið 1900 hangir ekki í lausu lofti í frásögn Þórannar, án fortíðar eða
framtíðar, heldur varpar hún ljósi á forsögu þess sem birtist í blöðunum
þannig að lesendur skilja að allt á sér sögu, rætur í fortíðinni, og þar sem
það skiptir máh heldur hún áfram með söguna fram í tímann og segir
lesendum frá málalokum.
Stíll Þómnnar er persónulegur, hún skrifar frá hjartanu og er sjálf hluti
af frásögninni. Fortíð og nútíð kallast á: „Hvernig þolduð þið þetta basl?"
spyr Þómnn fortíðina og fortíðin svarar: „Af hverju eruð þið ekki
ánægðari með allt sem þið hafið?" (bls. 189). Þómnn hikar ekki við að taka
afstöðu og hún spyr lesendur spurninga sem hún ýmist svarar sjálf eða
lætur lesandanum eftir að svara. Hann þarf að meta kosti og galla nútíðar
og fortíðar, bera saman og átta sig á að fortíðin er hluti af nútíðinni.
Þórunn finnur til með fólki fortíðarinnar. Það er jafnvel erfitt að vera
Islendingur í dag og burðast með fortíðina á bakinu - sumt er enn of sárt:
hvernig talað var um Islendinga, hvernig farið var með fátæka og um-
komulausa, baslið við að eiga í sig og á. I útlöndum var það rasisminn og
virðingarleysið fyrir lífi óvinarins sem birtist í blöðunum hér eins og
annars staðar, grimmd og tilgangsleysi stríðs þar sem saklausir borgarar