Saga - 2003, Page 242
240
RITDÓMAR
inn dálítið samansúrraður á köflum þegar farið er yfir löng tímabil í sam-
felldum texta, stiklað á mörgum atriðum til að lýsa meginstraumi - eins
og í kaflanum „Nútíminn í lífi fólks". Þetta er meira áberandi í frásögnum
af þróun samfélagsins á síðari helmingi aldarinnar þegar framvindan er
hröð og höfundur vill koma mörgu að. En þegar á heildina er litið kemur
höfundur því vel til skila sem mótaði tíðarandann og frásögnin flæðir
eðlilega - best í lýsingum á fábrotnum lifnaðarháttum fyrir seinna stríð.
Maður áttar sig dálítið betur á því hversu mörg furðuleg sérkenni sam-
félagsins sem maður ólst upp í eru horfin (sem betur fer) og um leið hvað
maður er að verða gamall (því miður).
Ritdómari er dálítið efins um framsetningu efnisins - matreiðslu text-
ans. Langan og samfelldan textann hefði mátt brjóta meira upp með
rammaefni um persónur, fyrirbæri eða atburði sem tengjast meginmáli-
Það er augljóslega meðvitað að láta ritið ekki líkjast bókum á borð við
Island í aldanna rás, sem birtir fremur sýn blaðamanns (Ifluga Jökulssonar)
en sagnfræðings á liðinn tíma. í þessu riti hefur textinn átt að fá að njóta
sín, túlkun höfundur á framvindu sögunnar, en þetta á að vera yfirlitsrit
og þess vegna er sjálfsagt að hafa framsetningu þannig að yfirlitið verði
sem gleggst. Það fæst tæplega glöggt yfirlit á þessari öld myndarinnar
með harðsoðnum textanum einum. Margar ágætar ljósmyndir prýða
vissulega bókina, sumar fágætar. Það er dálítið sitt á hvað hvernig áferð
er á myndunum - antíkbrún eða svarthvít. Það hefði mátt fara betur yfir
myndatexta. Þess er ekki getið í skýringu við mynd af aðalsamninganefnd
verkalýðsfélaganna frá árinu 1955 (bls. 318) að Benedikt Davíðsson varð
síðar forseti ASÍ eins og Björn Jónsson og Snorri Jónsson, sem getið er.
Glöggur maður sér ekki frekar en ritdómari Magnús Jónsson frá Mel yst
til hægri á mynd af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1956 (bls. 327), og ekki
heldur að það sé Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, sem situr
afsíðis við þá Kjartan Jóhannsson og Indriða H. Þorláksson á mynd úr
Borgartúni 6 árið 1987 (bls. 474), þar sem verið er að kynna staðgreiðslu-
kerfi skatta (Jón Sigurðsson hefði aldrei setið afsíðis við slíkt tækifæri!)-
Nóg um svona sparðatíning en aftur að textanum.
Ef texti á einn og sér að halda lesanda við efnið þarf hann að vera
áhrifaríkur. Þá þarf höfundur að birta lesandanum nýja sýn á viðfangs-
efnið. Þegar best lætur er textinn einmitt þannig í bók Helga Skúla, en
hann hefði vafalaust getað gengið lengra í túlkun og skýringum - °S
orðið enn skemmtilegri fyrir vikið, en þá hefðu auðvitað fleiri orðið ósam-
mála honum. Það kemur víða fram að höfundur er næmur á það hvað
einkenndi tíðarandann en hann hefði að ósekju mátt draga úr eigin
umburðarlyndi gagnvart öllu því dellumakeríi sem hér viðgekkst drjúgan
hluta aldarinnar í skjóli samtryggingar og einangrunarhyggju - langt
umfram það sem nágrannaþjóðir okkar þurftu að þola. Höfundur sýnh
mörgu þessu skilning og vekur ekki sérstaka athygli á mistækri hagstjóm