Saga - 2003, Page 248
246
RITFREGNIR
annálar fjalla um, bara með því að blaða í gegnum skrána fær maður hug-
mynd um hvað annálahöfundar hafa lagt áherslu á að segja frá; margar
tilvísanir bera því vitni hvað fréttnæmt hefur tahst. Þannig virðast lausa-
menn ekki vera sérlegt umræðuefni í annálunum á þessu 400 ára tímabili
(aðeins 9 tilvísanir, bls. 242) en morð og víg mun fréttnæmari; orðið morð-
mál fær tilvísanir sem ná yfir tvo dálka, (bls. 247-248), svo að dæmi sé tek-
ið af handahófi. Veðurfar á þó sennilega vinninginn í tilvísunum (bls.
276-282). Loks er í Lykilbók 2 heimildaskrá, bæði yfir prentaðar og
óprentaðar heimildir, sem annálaútgáfan byggir á. í bókarlok er síðan
skrá um efni textahefta Annála 1400-1800, sem er mjög þægilegt að hafa,
einkum fyrir þá sem einungis eiga annálana óinnbundna.
I heild má segja að hér hafi verið unnið mikið stórvirki. Vinnan hefur
tekið langan tíma og í formála kvartar Einar S. Arnalds yfir áhugaleysi
sjóða á að styrkja verkefni sem þetta, sem þó hefur geysilegt gildi fyrir alla
rannsóknarvinnu. Hann rekur annál verksins allt frá því er Einar Bjarna-
son hleypti því af stokkunum árið 1963. Síðan tók Eiríkur Jónsson lektor
upp þráðinn og fekk til hðs við sig samkennara sinn Ásgeir Guðmunds-
son. Kona Ásgeirs, Sigurveig Alexandersdóttir vélritaði síðan upplýsing-
arnar á spjöld. Eftir lát Ásgeirs gekk Einar S. Arnalds til hðs við Eirík og
nú hefur þessu Grettistaki verið lyft.
Skrár eru lykihinn að verkunum, án þeirra þreifa menn sig áfram í
bhndni og verða að treysta á eigið vit og heppni. Hér er því kominn
langþráður lykill að annálunum, sem á eftir að auðvelda notendum aha
vinnu með þessar mikilvægu heimildir um íslandssögu síðari alda, og
hann mætti gjarnan gera aðgengilegan á tölvutæku formi.
ÖUum sem unna íslenskum fræðum ber að gleðjast yfir þessu mikla
átaki.
Ragnheiður Mósesdóttir
WRITING PEASANTS. STUDIES ON PEASANT
LITERACY IN EARLY MODERN NORTHERN
EUROPE. Ritstjórar Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt
og Bjom Poulsen. Landbohistorisk Selskab. Árósum
2002. 284 bls.
Hér er á ferðinni athyglisvert rit. Hópur fræðimanna frá HohandL
Norður-Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og íslandi fjaUar í 12 ritgerðurn
um bókmenningu sveitafólks í þessum löndum á nýöld. Að stofni tU er
þetta hópur sem hefur hist af og tU frá 1983 tíl að rökræða um þetta efni.
Inn í máhð hefur nú blandast umræðan um einsöguna, sem gerir efnið
enn meira spennandi.