Saga - 2003, Side 251
RITFREGNIR
249
stjórinn því úr hlaði með nokkrum aðfaraorðum. Tólfta erindið er sam-
antekt um efni ráðstefnunnar. Erindunum má skipta í tvo meginflokka.
I hinum fyrri er fjallað um kristin áhrif á mannanafnaforðann en í hin-
um síðari er viðfangsefnið kristileg eða öllu heldur kirkjuleg nöfn í
örnefnum.
í fyrri flokknum eru fjögur erindi. Guðrún Kvaran ræðir um kristin
áhrif á íslenskan nafnaforða og einbeitir sér að nöfnum frá fyrstu öld-
um kristninnar, rekur elstu heimildir og freistar þess jafnframt að
greina hvaðan þau eru komin: biblíunöfn (Gamla og Nýja testamentið),
heilagra manna nöfn, páfanöfn o.fl. og nöfn sem hefjast á nafnliðnum
Krist-. Gösta Holm rekur áhrif kristnitökunnar á nafngiftir í Norrland í
Svíþjóð. Ole-Jorgen Johannessen fjallar um kristileg mannanöfn í
Noregi á miðöldum og Anders Loov um suður-samísk nöfn frá því í
heiðni og til nútímans. Gunnstein Akselberg ritar um hinn kristna þátt
nafnaforðans, þróun hans og formgerð í norskum örnefnum.
í síðari flokknum ræðir Vidar Haslum um kirkju og prcst sem nafnlið
í norskum staðarnöfnum. Jónína Hafsteinsdóttir fjallar um orðið kirkja
sem nafnlið í örnefnum á Vestfjörðum. Hér er um tvo meginflokka að
ræða. Annars vegar eru kirkjubólsnöfnin sem eru bæjarnöfn og hins
vegar „önnur" nöfn sem skipta má í nokkra undirflokka þar sem kirkju-
örnefnið lýtur t.d. að eign kirkju (Kirkjubjarg, Kirkjuland), leið til kirkju
(Kirkjugata, Kirkjuvað) eða nágrenni við kirkju (Kirkjuhlíð, Kirkjuholt,
Kirkjulækur) og fleira. Kirkjubóls-nöfnin eru áhugaverð, einkum dreif-
ing þeirra. Þau eru afar algeng á Vestfjörðum en einungis fá ein utan
þeirra/ þ.e. á Suðvestur- og Vesturlandi annars vegar og Austfjörðum
hins vegar. Þau eru með öllu óþekkt utan íslands. Bent Jorgensen fjall-
ar um dönsk kirkjunöfn í þúsund ár og Susanne Vogt um dönsk
klaustranöfn og afdrif þeirra eftir siðaskiptin. Svavar Sigmundsson
ræðir um staðarnöfn sem hafa kirkjuleg embættisheiti sem nafnlið,
fyrra lið nafns. Hér er um að ræða orð eins og biskup, prófastur, prestur,
djákni, munkur og nunna. Biskups-nöfn eru einkum bundin við mörk
biskupsdæmanna, áningarstaði á vísitasíuferðum, en önnur eru nátt-
úrunöfn, draga nöfn af líkingu fyrirbæris í landslagi við biskup í
skrúða. Presta-örnefnin eru líklega fjölskrúðugust og skiptir Svavar
þeim í nokkra undirflokka: leiðir presta, andlátsstaður prests, eign eða
afnot presta og fleira. Einnig er orðið prestur náttúrunafn, eins og
biskup. Djákna-nötn eru nokkur en prófasts-nöfn eru sjaldgæf. Tíða-,
kirkju- og messu-nöfn koma víða fyrir, ábóta-, nunnu- (og systra-) nöfn
eru nokkur. Á korti sem fylgir greininni má sjá að örnefni með biskup-
að fyrra lið eru mörg á landinu: þau hnappast á utanverðu Suðurlandi
og dreifast um Vestur- og Norðurland og austur á Fljótsdalshérað og
Firði en hverfa þegar dregur suður á Austfirði og eru sárasjaldgæf í
Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu.