Saga - 2003, Page 255
Frá Sögufélagi
2001-2002
ðalfundur Sögufélags 26. október 2002 var haldinn á merkisári í
l \ sögu félagsins: 7. mars 2002 fyllti Sögufélag hundrað ár. Verður þess
getið hér síðar í skýrslu stjórnar með hvaða hætti þessara merku tíma-
móta var minnst.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 20. október 2001, er kunnugt
um að eftirtaldir félagsmenn hafi látist: Böðvar Kvaran, Gunnar B.
Guðmundsson fyrrv. hafnarstjóri, Haraldur Jóhannsson hagfræðingur,
Hermann Pálsson prófessor, Guðbrandur Þorkelsson fyrrv. yfirlögreglu-
þjónn, Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, Ingólfur Sigurgeirsson
bóndi í Vallholti, Jens Pálsson mannfræðingur, Jón Guðnason prófessor
emeritus, Skúli Guðmundsson verkfræðingur og Sveinn Skorri Höskulds-
son prófessor emeritus. Með þeim Guðbrandi og Guðmundi Inga eru
fallnir frá þeir sem lengst höfðu verið félagar í Sögufélagi þegar
haldið var til afmælis þess fyrr á þessu ári. Fundarmenn vottuðu látnum
félögum virðingu með því að rísa úr sætum.
Stjóm félagsins þetta starfsár hafði verið kosin samkvæmt nýjum
lögum sem samþykkt vom á síðasta aðalfundi. Hún kom saman til síns
fyrsta fundar 1. nóvember og skipti þá með sér verkum. Ragnheiður
Kristjánsdóttir var kosin gjaldkeri og Hulda S. Sigtryggsdóttir ritari.
Aðrir í aðalstjórn em Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur og
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, en varamenn Björgvin Sigurðsson
sagnfræðingur og Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur. Þrettán stjómar-
fundir vom haldnir á starfsárinu, auk funda sem einstakir stjómarmenn
áttu saman um tiltekin málefni. Varamenn tóku að vanda þátt í stjómar-
fundum, nema hvað Björgvin Sigurðsson sótti ekki fundi seinni hluta
starfsársins.
Eins og fram kom í skýrslu forseta fyrir starfsárið 2000-2001, hafði þá
þegar verið ákveðið að gera breytingu á tímaritaútgáfu félagsins (sjá Sögu
XLI, bls. 304). Ný saga skyldi lögð niður og Saga gefin út í tveimur
tölublöðum árlega í staðinn, vor og haust. Á þessu starfsári kom því Ný
saga út í síðasta sinn, 13. árgangur ritsins, fjölbreyttur að vanda. Henni
ritstýrðu Guðmundur Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson ásamt
Hrefnu Róbertsdóttur sem hafði verið ráðin sem ritstjóri í stað Sigurðar
Ragnarssonar. Sömu ritstjórar sáu um vorhefti Sögu sem kom út í júní-