Saga - 2003, Page 256
254
FRÁ SÖGUFÉLAGI2001-2002
byrjun. Guðmundur Jónsson lét þá af ritstjómarstarfi eftir að hafa gegnt
því dyggilega frá 1995 að telja. í árslok 2002 lætur Guðmundur J.
Guðmundsson af ritstjórnarstarfi sem hann hefur gegnt samfleytt frá
1993, hvað Nýja sögu varðar, og frá 1995 að því er varðar Sögu. Em þeim
nöfnum færðar þakkir fyrir farsælt og óeigingjamt starf í þágu tímarita-
útgáfu félagsins. Stjómin ákvað að ráða Pál Bjömsson sem ritstjóra Sögu
við hlið Hrefnu. Vom hinir nýju ritstjórar boðnir velkomnir til starfa.
Vorhefti Sögu (XL:1 2002) birtist í anda nýrrar ritstjómarstefnu sem
mótuð var á síðasta starfsári og kynnt á síðasta aðalfundi. Stjómin hafði
þá undirbúið, í samráði við ritstjórn, að koma á laggirnar ráðgefandi
ritnefnd. Auk Sögufélags tilnefndu sex aðilar fulltrúa í nefndina, þ.e.
ReykjavíkurAkademían, Sagnfræðingafélag Islands, Félag sögukennara í
framhaldsskólum, Félag íslenskra safna og safnmanna, sagnfræðiskor
Háskóla Islands og Sagnfræðingafélag Akureyrar. Þessi ráðgefandi rit-
nefnd kom saman til síns fyrsta fundar í janúar og svo aftur í tengslum við
2. íslenska söguþingið.
Vorhefti Sögu bar allmjög svip þess afmælishalds sem áður getur. Einar
Laxness, fyrrv. forseti félagsins, tók saman af þessu tilefni ítarlegan annál
Sögufélags. I öðm lagi bar þetta tölublað mark nýrra áherslna í rit-
stjórnarstefnu, m.a. með birtingu yfirlitsgreina um strauma og stefnur í
sagnfræði og umræðugreina um álitamál í fræðunum. Þannig fjallaði
Guðni Th. Jóhannesson um nokkur þekkt yfirlitsrit um sögu 20. aldar og
tvær greinar birtust í efnisbálkinum „Viðhorf". Auk þess birtust í þessu
hefti fjórar rannsóknarritgerðir og ritdómar um ein tuttugu sagnfræðirit.
I útgáfustarfi félagsins á starfsárinu var annars mest kapp lagt á útgáfu
bókarinnar lsland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing.
Stjórn félagsins lítur á þessa útgáfu sem verðuga vörðu í tilefni af 100 ára
afmæli þess. Auk höfundarins sjálfs bar ritstjóm þriggja manna hitann og
þungann af undirbúningi ritsins fyrir prentun, Guðmundur Jónsson,
Gunnar Karlsson og Guðjón Friðriksson. Upphaflega var leitað til Eggerts
Þórs Bernharðssonar um myndritstjórn en hann fól hana í hendur
Jóhanni B. Jónssyni og Karólínu Stefánsdóttur sem sáu um að velja og
útvega myndefni. Guðjón Ingi Hauksson sá um hönnun, umbrot og kápu
en bókin var prentuð í Prentmeti. Öllum þessum aðilum em færðar
þakkir fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir fær Guðmundur Jónsson
sem leiddi ritstjómarvinnuna og átti raunar fmmkvæði að því að Sögu-
félag réðst í þessa útgáfu. Stjómin væntir þess að ísland á 20. öld verði
aufúsugestur á heimilum landsmanna og taki þar sess við hlið annars
mektarrits, þ.e. Islandssögu til okkar daga, en eftir henni er bók Helga Skúla
sniðin að allri ytri gerð.
Önnur útgáfubók Sögufélags á starfsárinu var Frá íslandi til Vestur-
heims. Saga Sumarliöa Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey eftir Huldu Sigur-
borgu Sigtryggsdóttur sagnfræðing. Að rannsókninni sem þetta rit er