Saga - 2003, Page 262
MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Eyjafjörður frá öndverðu er sýning sem segir sögu fjarðarins frá landnámi og fram
yfir siðaskipti. Áhersla er lögð á landnám, heiðna greftrunarsiði, miðaldaverslun og
kirkjur og klaustur í héraðinu.
Á sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn er rakin saga bæjarins. Mikilvæg temu
eru fiskveiðar, verslun, garðmenning, skemmtanalíf, líf og leikir barna o.fl.
Minjasafnsgarðurinn er einn elsti skrúðgarður landsins og var auk þess fyrsta
trjáræktarstöð í landinu. Þar er kirkja frá 1846 sem flutt var á safnasvæðið frá Svalbarði
við Eyjafjörð.
Safnið er opið frá 1. júní til 15. september frá kl. 11-17.
Yfir vetrarmánuði á laugardögum kl. 14-16 og eftir samkomulagi.
Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, 600 Akureyri. Sími 462 4162, akmus@akmus.is, www.akmus.is
LAUFÁS
Gamli bærinn í Laufási er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð,
en allmiklu stærri. Þar er safn gamalla muna sem tilheyra búsetu í bænum.
Opið alla daga frá 15. maí til 15. september kl. 10-18. Á veturna eftir samkomulagi.
Veitinga- og minjagripasala er í þjónustuhúsi.
Laufás, Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu, 601 Akureyri. Simi 463 3196.
Byggðasafnið Hvoll á Dalvík,
v/Karlsrauðatorg, 600 Dalvík
sími 4661497, 8921497
hvoll@dalvik.is
Opnunartímar:
Sumartími: frá 1 .júní - 1 .september,
opið frá Kl. 11 - 18 alla daga vikunnar.
Vetrartími: opið eftir pöntun og samkomulagi.
Safnið Hvoll á Dalvík er fjórþætt. Stærsti hlutinn er
hefðbundið byggðasafn sem hefur að geyma ýmsa
gripi, áhöld og innanstokksmuni tengda sögu og
menningu Dalvíkurbyggðar.
Á Náttúrugripasafninu er fjöldinn allur af uppsettum
fuglum. Einnig grasasafn, skeljasafn, eggja- og
steinasafn.
Hluti safnsins er tileinkað minningu þjóðþekktra
Svarfdælinga - Jóhanns Péturssonar, Svarfdælings
sem var um tíma stærsti maður í heimi,
Kristjáns Eldjárns forseta og Friðriks Friðrikssonar
æskulýðsfrömuðar.