Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 15
Saga Skálholts er í senn mikilvægur þáttur í kirkjusögu og þjóðarsögu.
Myndin er frá 1861 og sýnir glöggt hnignun staðarins.
þessi álitamál upp í hinni
yfirgripsmiklu spurningu, sem
varpað var fram hér að framan
um tilgang og hlutverk sagn-
fræðinnar.
Spurningum á borð við þá,
sem hér er vakin, mætti svara
með þeim hætti, að umfjöllun
sagnfræðinga um fortíð þjóð-
arinnar sé nauðsynlegur þáttur í
andlegri menningu landsmanna
á hverjum tíma og gegni þar
með líku hlutverki og
skáldskapur og bókmennir svo
nokkuð sé nefnt. Samband
sagnfræði og fagurbókmennta
hefur enda oft vakið líflega
umræðu. Þetta er þó ekki
viðhlítandi skýring á sérstöku
hlutverki sagnfræðinnar.
Við mörkun ritstjórnarstefnu
fyrir þá 1000 ára sögu kristni á
íslandi, sem drepið var á í
upphafi þessarar greinar, hefur
verkinu verið sett markmið í
nokkrum greinum. Fela þau
meðal annars í sér, að verkið
skuli fræða lesendur um
íslenska sögu út frá afmörkuðu
sjónarhorni og hjálpa þeim að
túlka íslenskt þjóðlíf og
menningu sem og eigin tilveru
á líðandi stundu. Þó svo hér
sé um markmið sérstaks ritverks
að ræða, er samið verður af
gefnu tilefni, geta þau ef til vill
þjónað sem drög að svari við
þeirri spurningu, sem varpað
var fram hér að framan og laut
að hlutverki sagnfræði og
sögulegra rannsókna almennt.
Hér á ég einkum við jiað
markmið að fræða lesendur um
fortíð þjóðarinnar og hjálpa
þeim að túlka íslenskt þjóölíf
og menningu sem og sína eigin
tilveru.
Í þessu felst, að sagnfræðinni
og iðkendum hennar er ætluð
tvö mjög ólík hlutverk. Annars
vegar er þeim ætlað að leggja
mikilvægan skerf af mörkum til
almennrar menntunar þjóð-
arinnar, en nokkur þekking á
lífi og högum þess fólks, er
lifað hefur í landinu á undan
okkur, sem og á joeirri sögu-
legu þróun, sem hefur skapað
íslenska samfélagið í núverandi
mynd, hlýtur að vera ómissandi
þáttur í þeim þekkingarforða,
sem ætla verður allri jijóöinni
hlutdeild í. Hér er því um
menntapóiitískt hlutverk að
ræða. Hins vegar er sagn-
fræðinni og sagnfræðingum
með ofangreindum mark-
miðum ætlað mikilvægt
menningarpólitískt, félagslegt
og sálfræðilegt hlutverk, sem
sé að leggja sitt af mörkum til
að svara spurningunni um það,
livað í joví felist að vera
íslendingur á hverjum tima. A
tímum, sem einkennast af
stöðugt víðtækari og nánari
alþjóðlegum samskiptum, er
tíðum stjórnast af hagsmunum
stórj^jóða og fara fram á
tungum þeirra, sem og af æ
örari þjóðfélagsþróun, er brýnt
að við náum að jnóa með
okkur trausta sjálfsmynd, er
hvílir á íslenskri ntenningar-
hefð. Með Jiessu er ekki mælt
með |wí, að sagnfræðin |)jóni
sem jijóðernisleg Irallest við
mótun menningar íslensku
jijóðarinnar og sjálfsmyndar
íslendinga. Það mundi óhjá-
kvæmilega leiða til einangrunar,
stöðnunar og íhaldssemi, sem
er skaðlegt á tímum hraðfara
þróunar, auk þess sem slík
þjóðernishyggja gæti haft mun
alvarlegri afleiðingar í för með
sér. Af þeim sökum skal tekið
heils hugar undir athyglisverðar
hugleiðingar Gunnars Karls-
sonar prófessors í greininni „Að
lœra af sögunni “, sem birtist í
vorhefti Skímis árið 1990. Þar
leggur hann áherslu á, að sagan
kenni okkur að möguleikarnir
(á að atburðir verði eða
aðstæður komi upp) séu miklu
ileiri og óútreiknanlegri en við
mundum ltalda, ef við værum
ekki meðvituð um neina sögu
(bls. 172). Af þessu álítur hann
okkur síðan geta lært „...að líta
á lífshætti okkar sem eina
meðal ótalmargra og kannski
engu mikilvægari eða betri en
hverja aðra. Við ættum að geta
notað söguna til að kenna
okkur að meta og virða aðra
tilveruhætti en okkar eigin“ (bls.
173-4). Þetta telur hann einmitt
vera þjóðfélagslegt hlutverk
sögunnar (bls. 175).
13