Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 19

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 19
staðanna hefur e.t.v. haft betri tök á því að fylgjast með umræðum um bókmenntir en verkafólk í Reykjavík.’ En þegar aðrar listgreinar áttu í hlut var aðstaða Reykvíkinga betri - tækifærin í öllu falli fleiri. Árið 1919 markar tímamót í þætti myndlistar i menningarlífi bæjarins. í lok ágúst stóð Listvinafélagið fyrir almennri listsýningu, þeirri fyrstu hér á landi. Á henni gat að líta um 90 verk eftir 15 íslenska listamenn, málverk, teikningar og höggmyndir. Einn megin- tilgangur félagsins, sem stofnað var árið 1916, var að efla þekk- ingu og áhuga íslendinga á fögrum listum. Nú gafst Reykvíkingum kostur á að sjá verk flestra þeirra innlendu listamanna sem kenndir vom við myndlist. En lítum nánar á aðstöðu alþýðu manna til að nýta þetta tækifæri í miðstöð menningar á landinu. Sýningargestum var boðið að líta á sköpunarverkin fyrir 1 kr., en aö viðbættum 2 kr. höfðu þeir frjálsan aðgang allan sýningartímann. Áhugamenn um tónlist greiddu, í lok apríl sama ár, 3 kr. fyrir að hlýða á söng frú Dóru Sigurðsson í Bárunni. Dagvinnulaun reykvískra verka- kvenna voru 55 aurar á klukkutímann en stéttarbræður þeirra höfðu 90 aura. Reyk- víkingar gáfu 72 aura fyrir mjólkurpottinn í september.’ Krónan sem verkafólk varð að inna af hendi aftraði eflaust mörgum frá því að veita auganu unað. Maginn heimtar alltaf sitt fyrst. En Elka Björnsdóttir verkakona var ein þeirra sem lét ekkert halda aftur af sér. List sjónarinnar var á bernskuskeiði á íslandi. Það voru ekki nema um tveir áratugir síðan landnámsmenn nútíma myndlistar sýndu þjóöinni verk sín. Það hlaut að kosta alþýðu manna bæði æfingu og tíma að læra að njóta þessa nýja sjónarheims. Hvað var það sem hvatti reykvíska verkakonu til að gefa sér þennan tíma? Myndlistasýningar gáfu Elku iðulega tækifæri til að sjá Arið 1919markar tímamót í þætti myndlistar í menninggrlífi bæjarins. I lok ágúst stóö Listvinafélagið fyrir almennri listsyningu, þeirri fyrstu hér á landi. Krónan sem verkafólk varö aö inna af hendi aftraði eflaust mörgum frá því að veita auganu unaö. Maginn heimtar alitaf sitt fyrst. myndir frá stað sem nátengdur var uppvexti hennar og minningum. Átthagar hennar voru vinsælt viðfangsefni okkar fyrstu málara, en hún ólst upp á Skálabrekku í Þingvallasveit. Haustið 1900 var opnuð í Reykjavík fyrsta myndlista- sýning sem íslenskur lista- maður hélt hér á landi. Þar sýndi Þórarinn B. Þorláksson m.a. myndir frá Þingvöllum sem hann hafði málað um sumarið. Listamaðurinn þóttist jafnvel eiga nokkra fjárvon til áframhaldandi náms með því að velja sér viðfangsefni frá þeim stað sem tengdist sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar hvað sterkustum böndum.5 Ásgrímur Jónsson sýndi einnig Þingvallamyndir í Reykjavík fimm árum síðar.'1 Hann lagði sig snemma fram um að kynnast landinu sem best, ferðaðist víða og málaði. Löngu síðar lét Ásgrímur þessi orð falla um kynni sín af náttúru landsins:7 Ef til vill tekur Þingvöllur öllu fram að byggingu landslagsins, með hamrabelti og fjöll umhverfis sléttuna miklu, vatnið, gjárnar, mosann og skógarkjarrið. Ovíða eru ljósbrigðin sterkari en á joessum slóðum og engan stað hef ég séð haustfegurri. Kyrrðin, sem náttúrunni er eiginlegust á þeim árstíma, veröur hvergi hljóðari en þar vegna hinna stóru og voldugu forma, og pá er komin fylling og dýpt í þá liti, sem voru glærir og gagnsæir á vorin. Þessi orð varpa raunar ljósi á landlagsmálverkið, fyrstu áratugi aldarinnar, höfuðstraum myndlist- ar í landinu. Hrifningablandnar staðarlýsingar, jsar sem leitað var eftir blíðunni, unaðskyrrðinni í náttúrunni, einkenna fyrstu land- lagsverk Ásgríms og Þórarins." Fram undir 1920 voru þeir einu starfandi málararnirá íslandi. Sýn þeirra á íslenska náttúrufegurð endurspeglast í viðhorfum Elku. í augunt hennar var fegurðin Saltfiskur tekinn afbílum og staflaö viö Hauksbryggju hjá Kveldúlfi 1920-30. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.