Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 80
Hvers vegna snúa
sagnfræöingar sér
ekki til forráöamanna
Sjónvarpsins og
rökstyöja nauösyn
þess aö koma á
auknu samstarfi.
vegar sagnfræðingar vilja ná
fram stefnubreytingu hjá
Ríkissjónvarpinu þannig að
þegar gerðir em sögulegir þættir
þá sé sjálfsagt mál að leita til
sagnfræðinga og þeir ráðnir til
samstarfs þá verður stéttin,
Sagnfræðingafélagið, að gera
eitthvað í málunum. Hvers
vegna snúa sagnfræðingar sér
ekki til forráðamanna Sjón-
varpsins og rökstyðja nauðsyn
þess að koma á auknu
samstarfi? I>iö getið líka gert það
sama og nýútskrifaðir leikarar
gera stundum. Þeir ganga á
röðina hjá fyrirtækjum sem
starfa að kvikntyndagerð, kynna
sig og segjast reiðubúnir til
samstarfs jíiegar tækifæri gefst.
Fólk lætur vita af sér.
Sagnfræðingar eiga líka að
snúa sér til kvikmyndafyrirtækja
í einkaeign. Þar eru ýmsir
möguleikar á samstarfi sem á
að geta orðið miklu öflugra en
veriö hefur. í kjölfar aukins
samstarfs þessara aðila gæti svo
komið meira frumkvæði frá
sagnfræðingum. Annað mál er
svo að kvikmyndagerð er dýrt
fyrirtæki og hvaðan eiga
peningarnir að koma?
Eggert: Frumkvæðið getur líka
komið frá einkaaðila. Ég þekki
dæmi þar sem sagnfræðingur er
fenginn til að skrifa handrit að
leikinni kvikmynd og nokkrum
sjónvarpsþáttum. Áhugi á
samvinnu virðist iðulega vera
meiri hjá einkafyrirtækjum.
Hins vegar er varla hægt að
tala um aukið samstarf á meðan
við einblínum nánst eingöngu á
hið ritaða mál. Megináherslan er
lögð á samningu texta, kunnáttu
við aö byggja upp ritgerðir og
þvíumlíkt. Þegar kemur að
myndmáli erum við enn sem
reifabörn.
Helgi: Ég held að þetta sé
okkur ekki eins framandi og
þú heldur. það er búið að halda
því nokkuð stíft að yngri
kynslóð sagnfræðinga að það
geti vel komið til greina að segja
sögu með myndum, láta myndir
Tækjabúnaöur sjónvarps er flókin og sífellt aö breytast. Ættu sagnfræðingar
aö kynna sér þau mál betur ?
tala. Mér sýnist að fólk sé fariö
að hugsa mjög mikið í
myndum. Við megum ekki tala
þannig að myndrænt efni sé
algerlega framandi fyrir
sagnfræðinga. Þetta er tímanna
tákn og Fledelius er dálítið
harður og er örugglega að
skamma einhverja gamla karla
sem hafa ekki hugsað
myndrænt.
Hér er i raun verið að tala um
tvö mál, annars vegar að búa til
þætti, hins vegar að „lesa“
kvikmyndir, átta sig á jiví
hvernig kvikmyndir eru gerðar
og horfa á þær með gagnrýnum
augum. Ég held að mjög brýnt
sé að koma inn á kvikmyndir
sem heimildir í aðferða-
fræðinámi við sagnfræði í HÍ.
Ég hefði mikinn áhuga á því að
komast yfir svona efni. hað er
t.d. búið að vinna gífurlega mikið
í áróðursmyndum nasista. Það
er ákaflega lærdómsríkt að fjalla
um falsanir alls kyns,- auk þess
sem það er skemmtilegt. Þetta
78