Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 60
En í ístandssögu
er ekki þvílík
offramleiösla ar
rannsóknumaö
viö séum ekki
fegin öllum
veigamikium
verkum þótt
misgóö séu aö
einhverju leyti.
þeim töm eftir langdvalir í
enskumælandi löndum - hjá
sumum er textinn líka vaðandi
i villum - heldur eru þeir að
hugsa um lesendur sem ógjarna
lesa sænsku (og meðal þeirra
má auðvitað telja marga ís-
lendinga). Yfirlitin yfir ritraðir
sýna líka, að margir Svíar skrifa
doktorsritgerðir sínar á ensku,
og inn á milli eru ritgerðir á
þýsku og frönsku. Háskóli
Islands tekur svosem líka gildar
doktorsritgerðir á ýmsum
málum; úr heimspekideild
minnist ég dæma á ensku,
þýsku og færeysku, en þar eru
höfundar að rita á móðurmáli
sínu. Þótt nú sé verið að taka
upp skipulegt doktorsnám í
sögu við Háskóla íslands sé ég
varla fyrir mér að þar skrifi
íslenskir stúdentar ritgerðir hjá
íslenskum kennurum öðru vísi
en á móðurmálinu. Og ættu
þó rökin fyrir enskunni að vera
enn sterkari í okkar fámenni
en þau eru við sænska háskóla.
Svíar halda, eins og við, í þá
gömlu reglu að doktorsritgerðir
séu prentaðar. Sú regla sannar
gildi sitt á þeim bókum sem
hér eru til umræðu. Jafnvel
bók Gísla Gunnarssonar, sem
varla var hætta á að ekki fengist
útgefin á íslandi, var fjögur ár
á leiðinni, og á þeim tíma voru
upplýsingar og túlkanir úr
ritgerðinni komnar til verulegra
áhrifa í íslenskri sagnfræði af
því að enska gerðin var
mönnum aðgengileg. Bók
Magnúsar Magnússonar, sem
erfiðara hefði verið að finna
útgefanda að, hefur einnig haft
áhrif og talsvert sést til hennar
vitnað,1 en óútgefin hefði hún
miklu minna nýst, jafnvel þótt
ljósrit heíðu e.t.v. komið á fáein
rannsóknarbókasöfn. Svipað
má segja um fleiri af þessum
bókum.
Til samanburðar má leiða
hugann að doktorsritgerðum
íslendinga frá breskum
háskólum, t.d. Þórs Whitehead
og Inga Sigurðssonar (svo að
dæmi séu sótt í „innsta hring“
stéttarinnar, þ.e. háskóla-
kennarana), sem miklu minna
verður vart við. Nema að því
leyti sem efniviður þeirra nýtist
í síðari verkum höfundanna, en
það tekur allt sinn tíma, og því
er betra að hafa til bráðabirgða
greiðan aðgang að doktors-
ritgerðinni í upphaflegri mynd.
Bretar munu hugsa þetta
þannig að ekki eigi erindi á
prent nema þær merkari af
doktorsritgerðunum. Og sé
þeim þá hollt að ganga í
gegnum hreinsunareld hjá
bókaforlagi þar sem höfundur
fær aðstoð og aðhald við að
sníða af vankanta. En í
íslandssögu er ekki þvílík of-
framleiðsla af rannsóknum að
við séum ekki fegin öllum
veigamiklum verkum þótt
misgóð séu að einhverju leyti.
Og útgáfa í fræðilegri ritröð
erlendis stendur ekki heldur
svo mjög í vegi fyrir því að
doktorsritgerð fáist þýdd og
endurskoðuð fyrir íslenska
lesendur, eins og í dæmi Gísla
Gunnarssonar, eða efni hennar
birt í öðru samhengi, t.d. í
tímaritum.
Vissulega bera sænskar
doktorsritgerðir með sér að
vera gefnar út á ódýrari hátt
en íslenskar jólabækur. Þetta
kemur þó minna að sök á
tölvuöld. Rit Péturs og Gísla
Gunnarssonar eru smækkuð
vélrit, heldur óséleg; rit
Magnúsar er millistig, vélritað
að hluta; en yngstu
doktorsritgerðirnar eru með
snotru prentletri, neðanmáls-
greinum og öðru sem við á.
Sagnfræðistofnun Háskólans
reyndi á sínum tíma að gefa út
ritröð sína, Sagnfræði-
rannsóknir, eftir vélriti, en
guggnaði á því fljótlega og
færði ritin í jólabókasnið. Nú
má e.t.v. hugsa það mál upp á
nýtt, a.m.k. fyrir hið
viðhafnarminna Ritsafn
Sagnfræðistofnunar.
VERKALÝÐSSAGA:
MAGNÚS OG STEFÁN
Eg taldi áðan rit þeirra Þorleifs
og Stefáns til verkalýðssögu.
Hin víðtæka hagsögukönnun
Magnúsar er líka einkanlega sett
fram sem baksvið við
verkalýðssöguna. Síðustu kaflar
hans fjalla um atvinnuskiptingu
(þar sem Reykvíkingum og
konum er sérstaklega gaumur
gefinn); laun og kjör;
framfærslumál, almanna-
tryggingar og atvinnuleysi; og
loks um þróun verkalýðs-
hreyfingarinnar fram á 4.
áratuginn. Síðastnefndur kafli
58