Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 64

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 64
Gísli Ágúst Gunnlaugsson LJÓS, LESTUR OG FÉLAGSLEGT TAUMHALD Þeir sem leggja stund á félagssöguleg rannsókn- arefni hafa í æ ríkari mæli fjallað um áhrif umhverfis á lífshætti fólks á fyrri öldum. Eftir að rannsóknir höfðu varpað skýrara ljósi á formgerð sam- félaga fyrr á tíð hafa spurningar um hvernig var að alast upp og lifa í þessum samfélögum orðið tilefni umfangsmikilla rann- sókna.1 Hvernig mótaði mis- munandi umhverfi viðhorf manna og lífsviðhorf? Hvers konar „alþýðumenning" varð til í ólíkum staðfélögum? Hvaða skorður settu viðtekin gildi hegðan manna? Hvaða refsingar, formlegar eða óformlegar, lágu við því að brjóta gegn þeim gildum sem í heiðri voru höfð? Hvaða aðferðir voru notaöar til að festa þessi gildi í sessi? Viðgangurhugarfarssögu beggja vegna Atlantsála hefur einnig orðið til þess að spurningar sem þessar hafa færst í forgrunn rannsókna og fræðilegrar umræðu. Hérlendis hafa viðamiklar rannsóknir á formgerð bænda- samfélagsins litið dagsins ljós undanfarin ár. Við höfum í vaxandi mæli velt fyrir okkur hvernig það var að búa í íslensku samfélagi á síðari öldum. í þessu viðfangi hafa rannsóknir á félagslegu taumhaldi, formlegu og óformlegu, litið dagsins ljós.2 Pétur Pétursson og Loftur Guttormsson hafa m.a. rann- sakað hlutverk kirkjunnar í uppeldi barna og ungdóms og hvernig viðteknum sam- félagsgildum var viðhaldið í bændasamfélaginu.' Márjóns- son hefur kannað afstöðu til siðferðismála/ Guðmundur Hálfdanarson og Helgi Þor- láksson hafa fjallað um viðhorf til barna,5 undirritaður um ást og hjónabönd'’ og aflrrot og refsingar.7 Fleiri athuganir mætti nefna þótt hér verði látið staðar numið. Þessi dæmi ættu að duga til þess að sýna að íslenskir sagnfræðingar hafa að hætti erlendra starfsbræðra þeirra, í vaxandi mæli tekið að kanna ríkjandi þjóðfélags- viðhorf og lífsskilyrði í samfélagi fyrri alda. Hér er ætlunin að víkja að efni sem tengist náið þessari fræðilegu áherslu, nefnilega hlutverki ljóss í viðhaldi félagslegs taumhalds. Hér verður því haldið fram að yfirfærsla og styrking ríkjandi samfélagsviöhorfa og gilda hafi m.a. farið fram í íslensku baðstofunni með upplestri bókmennta sem einkum voru til jiess fallnar að styrkja guðsótta, góða siði og húsbóndavald. Þetta var að sjálfsögðu einungis einn þáttur í miklu víðtækara kerfi félagslegs taumhalds - mikil- vægur hlekkur engu að síður - og hann studdist að verulegu leyti við yfirráð húsbóndans yfir ljósinu. Á síðustu áratugum 19. aldar bendir margt til að húsbóndavald hafi farið þverrandi, en einmitt á þeim tíma glötuðu húsbændur smám saman yfirráðum yfir ljósinu. LJÓS OG LESTUR íslenskar baðstofur voru dimmar vistarverur en ljósmeti tiltölulega dýrt. Þegar vetrar- myrkrið grúfði yfir og í hönd fór tímabil tóvinnu og heimilisiðnaðar varð að lýsa þær upp til að vinnufært yrði. Ódýrasta og algengasta ljósmetið hjá flestum sem til jíiess náðu var lifrargrútur og lýsi en tólgarkerti dýrari. Sparlega var farið með ljósmetið og oftast var einn A síðustu áratugum 19.aldar bendir margt til að húsbóndavald hafi farið þverrandi, en einmitt á þeim tíma glötuðu húsbændur smám saman yfirráðum yfir Ijósinu. Voru kvöldvökulestrar tæki í höndum húsbænda og klerka til aö halda alþýöunni niöri? Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.