Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 43
gegnum nefndina, sem heldur
fundi aðra hverja viku, má
segja að borgaryfirvöld fái
yfirsýn yfir j:>að sem
stofnanirnar eru að gera.
Nefndin skiptir sér ekkert af
daglegum rekstri heldur má
segja að þetta sé fyrst og fremst
einskonar stuðningur við
viðkomandi stofnanir t.d.
varðandi fjármál. Menning-
armálanefnd er ekki ætlað að
hafa frumkvæði að stefnu-
mörkun um starf þeirra
stofnana sem undir hana falla.
Hins vegar er henni ætlað að
staðfesta t.d. ráðningar í stöður
en þá er lögð fyrir hana tillaga
um ráðningu í ákveðna stöðu
sem hún getur síðan samþykkt
eða gert athugasemd við. Það
er líka menningarmálanefnd
sem hefur frumkvæði að því
hver er ráðinn í stöðu
forstöðumanns safnsins en þá
leggur hún tillögu um Joað fyrir
Borgarráð til staðfestingar.
Nefndin gétur líka lagt ýmislegt
til við stofnanirnar og haft
jxmnig áhrif.
Hverjir starfa svo á safninu
og bvaö aöhafast þeir?
Árbæjarsafn er sögusafn
Reykjavíkur og starfsemi þess
snýst þar af leiðandi um
rannsóknir og kynningu á
Reykjavíkursögu, bæði með
útgáfu, safnfræðslu og upp-
setningu sýninga.
Ef byrjað er á því sem lýtur
að endurbyggingu húsanna á
safninu, þá eru fimm smiðir
starfandi við hana en þó sinna
þeir fleiri störfum jafnframt i
hönnun og smíði fyrir sýningar,
að ógleymdum innréttingum á
geymslum. Á meðal þessara
fimm smiða er ráðsmaður
safnsins sem einnig sér um
gæsluna. Á skrifstofunni eru
fimm safnverðir núna en ný
staða var samþykkt nú nýlega.
Þessi hópur samanstendur af
sagnfræðingi sem aðallega hefur
umsjón með myndadeildinni en
einnig með gerð húsaskrár fyrir
Reykjavík, arkitekt sem hefur
með höndum bygginga-
sögulegar rannsóknir. Þær eru
oft unnar í samráði við
Borgarskipulag eins og til
dæmis rannsóknir á álcveðnum
hverfahlutum vegna endur-
skoðunar Aðalskipulags.
Arkitektinn hefur með höndum
hönnun og uppbyggingu
safnhúsanna og eins einstakar
úttektir á húsum sem koma inn
á borð til okkar varðandi t.d.
niðurrif eða flutning á húsum.
Annar safnvörður hefur umsjón
með minjageymslu, söfnun
gripa og skráningu þeirra. Sá
fjórði er sagnfræðingur sem
hefur með höndum
sýningarstarf safnsins. Hann
hefur umsjón með uppsetningu
og viðhaldi sýninga, það er að
segja eftirliti með textum og
endurskoðun og j:>ví að allt líti
eðlilega út og lagi það sem fer
á einhvern hátt úr skorðum.
Þar fyrir utan er safnkennari
sem hefur með safnfræðsluna
að gera, jafnt safnkennslu sem
og leiðsögn fyrir hópa að vetri
til. Safnfræðslan felur í sér
móttöku skólabarna og
safnkennslu í tengslum við
námsefni barna í skólum og
útbýr safnkennarinn námsefni
fyrir hina ýmsu aldurshópa.
Fyrir utan þessa fimm aðila
sem eru sérfræðingar safnsins
þá er starfandi forvörður í
tengslum við uppgröftinn í
Viðey sem sér um viðgerð og
viðhald fornleifanna sem finnast
við gröftinn. Þá er starfsmaður
á skrifstofunni sem aðstoðar við
skráningu safngripa og svo
Þessa mynd af bæjarhúsunum í Árbæ tók Ralph Hannam 1948, ári eftir að búskapur lagðist þar af.
41