Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 42
HRÁSKINNSLEIKUR, FRIÐUÐ HÚS
OG FORNLEIFAR
Rætt við Margréti Hallgrímsdóttur borgarminjavörð
5agnfrceði hefursnúist að
mestu um hið ritaða orð,
gerir það enn og á
sjálfsagt eftir að gera það um
ókominn tíma. Þetta á bœði við
um heimildir, sem og fratn-
setningu á niðurstöðum. í
fréttahréfi Sagnfrœðingafélags
íslands síðla vetrar, kvartaði
formaðurþessfélags hins vegar
yfir því að sagnfrœðingar
einblíndu um of á þrentað mál
til að reiða fram niðurstöður
sínar og fyndist jafnvel annar
háttur, í þessu tilviki sýningar,
annarsflokks.
Ef til vill má segja að
horgarminjavörðurReykjavíkur
sé sá sem mest hefur af óhefð-
bundnum heimildum og öðruvísi
framsetningu að segja. Á
Árhœjarsafni er reynt að gefa
innsýn ífortíðina meðsýningum
og safnið heftt r töluverð afskiþti
afþvífyrirhceri ú rfortíðin n i sem
fólk hefur mestfyrir augum dags
daglega; gömlum húsum. Þá
hefur á vegum safnsins verið
ajlað vitneskju um eldri tíð með
fomleifauþþgreftri í Viðey ífjögur
ár.
SAFNIÐ
Hvert er starfssviö og
hlutverk borgarminja-
varðar?
Starfið felur fyrst og fremst í sér
starf forstöðumanns á
Arbæjarsafni og umsjón með
rekstrinum þar og síðan með
minjavörslu í borginni. En það
síðarnefnda sérstaklega krefst
samstarfs viö borgaryfirvöld og
ýmsar stofnanir innan
borgarinnar, einkanlega þærsem
hafa með skipulag bæjarins að
gera, svo og minjavörslu í
tengslum við það. Undir
minjavörsluna falla bæði forn-
minjavarsla og húsvernd, þ.e.
allt sem að lýtur að sögulegum
minjum innan borgarmarkanna,
hvort sem eru fornminjar, hús
eða munir. Forstöðumanns-
hlutverkið á safninu felst kannski
fyrst og fremst í að skipta verkum
með þeim sem eru sérfræðingar
áhverjusviði; hann þarf að meta
hvað falli í hvers hlut eftir sviði
hvers um sig. Starfsviðið er mjög
breitt. Borgarminjavarsla getur
falið í sér rannsóknir á sviöi
arkitektúrs, fornleifafræði og
byggðasögu svo fátt sé nefnt og
því má segja að áherslur milli
þessara einstöku þátta fari mikið
eftir því hver gegnir starfinu
hverju sinni og hvaða hugmyndir
hann hefur um hlutverk safnsins
og áherslur. Það er engin von til
þess að borgarminjavörður geti
sinnt öllum þessum hlutverkum
sjálfur. Vegna þess hve breitt
svið safninu er ætlað að ná yfir,
verður hann að fá sérfræðinga
með sér sem hver um sig getur
borið ábyrgð á sínu verksviði.
Fyrir hverjum er borgar-
minjavöröur ábyrgur?
Par má nefna Þjóðminjaráð, sem
hefur yfirumsjón með þjóð-
minjavörslu í landinu, síðan
auðvitað borgaryfirvöld. Stjórn
safnsins er í höndum Menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkur
sem íjallar um öll menningarmál
innan borgarinnar í umboði
Borgarráðs en undir hana falla
listasöfn Reykjavíkur, menn-
ingarmiðstöðin í Geröuberj>i,
Borgarbókasafn og svo Ar-
bæjarsafn, þ.e. allt sem lýtur að
menningarstarfsemi. í nefndinni
eru fimm pólitískt kjörnir
fulltrúar en síöan mæta á fundi
hennar forstöðumenn stofnana
sem undir nefndina heyra. í
40