Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 85
Blómatíð í bókaey hét þáttur sem Helgi Þorláksson gerði um spgu Flateyjar
á Breiöafirði og sýndur var í Sjónvarginu fyrr á árinu. I sögulegum
sjónvarpsþætti um Flatey hlýtur aðalleikarinn að vera eyjan sjálfmeð husum
og minjum sem eru til vitnis um ákveðin tímabil. Við gerð sjónvarpsefnis er
lykiatrioi að hugsa myndrænt og láta myndirnar ekki drukkna I orðum.
lagður..
Helgi: „í skugga hrafnsins" er
ofboðslegt rugl um þjóð-
veldistímann. Við sagnfræðingar
erum að reyna að leiða í ljós
hvað gerðist og hvað sé sannast
og réttast. Viö erum að reyna
komast sem næst réttum
skilningi á því sem gerðist, losa
okkur við ranghugmyndir og
reynum að forðast að láta
samtíma okkar liafa of mikil áhrif
á það sem við erum að gera. Ut
frá því sjónarmiði er rangt að
halda úreltum söguskilningi að
þjóðinni. Þetta finnst okkur sem
sagnfræðingum en eg held að
almenningur láti sér fátt um
finnast. Ætti sagnfræðingum að
standa á sama?
Erlendur: Það fer auðvitað eftir
eðli verkefna hvort sagn-
fræðingar fá þar aðgang eða
ekki, hvort þeir eigi þar nokkurt
erindi.
Hvareiga þeir erindi og hvar
ekki?
Erlendur: Ef markmiðið er að
reyna að lýsa veröldinni eins og
hún var á tilteknum tíma sem
réttast, þ.e.a.s. ef menn eru að
fjalla um fortíðina af pví að þeir
hafi einhvern áhuga á fortíðinni
sem slíkri og að hún sé ekki
leiktjald fyrir eigin fantasíu,- þá
eiga þeir erindi. Það er mikill
munur á heimildarþætti og
leikinni kvikmynd.
Eggert: Undanfarin tíu ár hafa
verið gerðar ótrúlega margar
leiknar kvikmyndir hér sem
fjalla um söguleg efni, u.þ.b.
jDriðjungur íslenskra kvik-
mynda. Ég held að við gerð
þeirra hafi ekki verið leitað
liðsinnis margra sagnfræðinga.
Helgi: Það getur verið
mikilvægt upp á að skapa rétt
andrúmsloft, hafa umhverfið
rétt o.s.frv. Ég held að áhyggjur
kvikmyndagerðarmanna beinist
mjög mikið að búningum,
vopnum og þess háttar atriðum.
Ég veit að mjög mikið er leitað
á Þjóðminjasafnið til að fá
ráðgjöf þaraðlútandi. Mér finnst
mikilvægt að atriði varðandi
umgjörðina séu gerð rétt og að
borin sé virðing fyrir tímanum.
Einhvern veginn verður maður
að leysa jretta vandamál, vera
nákvæmur og bera fullkomna
virðingu fyrir tímanum en gera
samt góða mynd sem gaman
er að horfa á. Þarna finnst mér
vera verkefni fyrir okkur að
hugleiða og leysa. Meistari
Þórbergur segir að nákvæmni
geti verið aðlaðandi og
skemmtileg. Vönduð vinnu-
brögð borga sig alltaf.
Þiö leggiö mikla dherslu á
aö menn kynni sér þaö
myndefni sem til er. Hvemig
er varðveislu lifandi ntynda
háttaö hér á landi? Hversu
góöan aögang höfunt viö aö
slíku efni?
Erlendur: Ástandið í þessum
efnum er langt frá því að vera
nógu gott. Einfaldast af öllu
væri að allt myndefni væri til á
myndböndum þannig að fólk
gæti gengið í eins konar
myndbandabanka til að kanna
jtað, en áður en það getur orðið
þarf kostnaðursöm viðgerð
efnisins að fara fram. Mikið af
efni sem safnast hefur til
Kvikmyndasafnsins hefur verið
í alls konar ásigkomulagi og
það er dýrt að leysa öll þau
vandamál sem þar blasa við í
sambandi við gerð gamalla
kvikmynda. Talsverð viðgerð
hefur farið fram og verið fært
yfir á myndbönd en það er
tætingslegt og mikið verk
óunnið. Þetta er fáliðuð stofnun
og erfitt að gera allt sem gera
þarf. Eitthvað er enn til af efni á
Fræðslumyndasafninu. Svo er
Sjónvarpið orðið opnara fyrir
því að veita aðgang að því efni
sem þar er. Það var eiginleg
alveg lokað fyrir almenningi
fram á siðustu ár.
Hefur Sjónvarþiö mótaö
eitthvetja stefnuívaröveislu
tnynda?
Erlendur: Það mál er eiginlega
kapítuli út af fyrir sig og efni í
sérumræðu. Fólk heldur oft að
Sjónvarpið sé eins konar
myndaalbúm þjóðarinnar sem
safnað er í og að þar verði til
mikið safn af merkilegu efni.
Auðvitaö verður þar til
merkilegt safn en gífurlega
margt fer samt forgörðum. Það
er á vitorði margra að hjá
Mér finnst mikilvægt
aö atriöi varðandi
umgjöröina séu gerö
rétt og aö borin sé
viröing fyrir tímanum.
Einhvern veginn
veröur maöur að
leysa þetta
vandamál, vera
nákvæmur og bera
fullkomna virðingu
fyrir tímanum en gera
samt góöa mynd sem
gaman er aö horfa á.
83