Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 45

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 45
vegar var enginn ráðinn í stöðuna fyrr en 1974 þegar Nanna Hermannsson var ráðin. Hver var þróunin í sain- bandi viö flutning hiísa í safniö; hvaöa hús voruflutt þangaö? Húsin sem flutt voru í safnið eiga að vera fulltrúar fyrir ákveðinn stíl eða tímabil í byggingarsögu Reykjavíkur og stefnan er að flytja þangað fulltrúa fyrir hvern þátt. Það á þannig ekki að vera tilviljanakennt safn; það á að sýna þá þróun sem átt hefur sér stað í byggingasögunni. Þessari stefnu hefur verið reynt að fylgja þótt hún hafi reyndar ekki verið mörkuð í upphafi. Við erum ekki að berjast fyrir því að fá hús í safnið heldur teljum við best að varðveita húsin á sínum upphaflega stað ef tök eru á. Það er þannig frekar í neyðartilvikum sem hús koma á safnið í dag. Það má því ekkert frekar búast við að fleiri hús komi þangað en nú er, það fer dálítið eftir því hvernig mál þróast. Að vissu leyti má segja að tilviljun hafi ráðið nokkru um hvað kom á safnið í upphafi en samt hefur alltaf verið fylgt vissri stefnu. Ef svo hefði ekki verið væri safnið nú mun ómarkvissara og meira samansafn en það er í dag. Þetta er tiltölulega góð keðja sem þarna hefur komið saman en auðvitað tekur það sinn tíma að koma á slíkri stefnu. Tilviljun hefur þó ráöiö nokkru um hvaöa muni er aöfinna á safninu? Það er rétt að það hefur aldrei verið sinnt markvissri söfnun á munum, nema að Reykvík- ingafélagið stóð á sínum tíma að söfnun á ljósmyndum. Það hafa ekki verið tækifæri að sinna söfnun á markvissum nótum; ekkert af stærri söfnunum á landinu hefur gert það vegna þess einfaldlega að ekki hafa verið tök á því. Fyrir slíkt þarf mikið geymslurými og það þarf að vera búið að skrá það safn sem fyrir er. Það er reyndar stefnan hjá flestum eða öllum sem tengjast söfnum að fara að sinna markvissri söfnun en það sem hefur borist Árbæjarsafni hingað til er að mestu það sem fólk hefur viljaö gefa því og það er auðvitað sitt úr hverri áttinni. Hafiö þiö tekiö viö öllu sent boöiö hefur veriö? Nei, auðvitað vitum við nokkurn veginn hvað er á safninu, þó svo að ekki sé enn búið að tölvuskrá allt og því veljurn við auðvitað úr það sem við höldum að eigi erindi í minjasafnið. Á þann hátt höfum við reynt að halda okkur við markvissa söfnun að einhverju leyti en það erum samt sem áður ekki við sem höfum frumkvæðið, heldur gefendur. Þó hefur stundum verið reynt að safna markvisst fyrir einstakar sýningar, eins og til dæmis fyrir hernámssýninguna í fyrra og jólasýningarnar, en þá var auglýst eftir hlutum sem því tengdust. Það er fyrst og fremst í kringum slíkt sem söfnun fer fram að frumkvæði safnsins. Hvernig niyndiröu segja að ástandiö á Árbœjarsafni vœri varöandi geytnslumál tniöaö viö þaö setn gengur og gerist? Ég myndi telja ástandið gott. Við erum með gott húsnæði til að geyma í en oft á tíðum eru safnageymslur í lélegu húsnæði; í kjöllurum eða uppi á lofti einhversstaðar. Við erum hinsvegar með geymslur sem standast nútímakröfur, á sjálfri safnlóðinni. Áður vorum við með stóran hluta af minjasafninu á Korpúlfs- stöðum við hræðileg skilyrði en nú er nýlega búið að tæma Veski sem í voru kvittun frá 1923 og strætisvagnamiöar. Strætisvagnaakstur hófstí Reykjavík 1931 enmiðarnireru dæmium forgengilega hlutiurdaglegu lifi sem erfitt getur veriö að hafa upp á slðar. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.