Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 31
„ÚT VIÐ GRÆNAN AUSTURVÖLL“
Og fyrst farið er út í þá sálma: í fimmtu rímu,
fjárlagarímunni, stendur þessi vísa:
Matthías vorá vængjumþöndum
vatt sér snjall að hrúgunni.
Gullið kreisli í heljarhöndum
Haraldur inn ebreski.
„Matthías vor“ er vitasktild Matthías Jochumsson, þaö
er þarft verk Vilhjálms Þ, Gíslasonar að grafa upp og
birta áður óprentaða (að ég bezt veit) umsókn séra
Matthíasar um hækkaðan „skáldstyrk“ og sýnishorn af
smáskitlegu „fjárlagarexinu". „Haraldur inn ebreski” er
Haraldur Níelsson, síðar prófessor. Orðmyndirnar „inn
ebrezki“ eru hér bersýnilega til komnar til þess að
forðast ofstuðlun (eru raunar ævafornar í málinu, sjá t.d.
Fritzner). Vart mun þetta viðurnefni séra Haralds hafa
náð að festast i vitund landsmanna. Ég minnist þess
aðeins einu sinni, utan í Alþingisrímunum, og þá í
„apókrýfum" kviðlingi:
Haraldur inn ebreski og hringadokkin
bceði lögðust ber á stokkinn
úr bibltunni tók hann smokkinn.
Hér er enn glímt við ofstuðlun. Getur annars verið,
að þetta viðurnefni (eða uppnefni) klerks í vísunni sé
komið úr Alþingisrímunum? Vísuna kenndi mér Atli
Már, en honum hafði aftur kennt Guðmundur
Sigurðsson, listagóður hagyrðingur („Dýrt spaug“) og
allt eins líklegt, að hann hefði sjálfur kveðið; svo
mun þó ekki vera.6
„Matthías vor á værtgjum þöndum/vatt sér snjati aö hrúgunni"
Þessi einfalda skopmynd afþjóðskáldinu Matthíasi Jocumssyni
er úr „Æringja" gamanriti sem kom út aðeins einu sinni 1908.
Fyrir neðan myndina er kvæðið. „Friðriksmál " sem lýtur að
konungskomunni 1907 og er skopstæling á stórhátíða- og
eftirmælastíl séra Matthíasar eins og hann gerist verstur.
Á FJÁRLAGAVÖLLUM
Fimmta ríma er hin dæmigerða
„fjárlagaríma", en áður en skilist
er við þá fjórðu, skaðar ekki að
líta ögn á eitt dæmi þess, sem ég
hef áður nefnt eindregna,
pólitízka afstöðu. Vísanersvona:
Magnús skjaldsvein Flensborgfrá fékk
ergat þó lítt íþraut;
hildi sjaldan háði sá,
heima sat hann mest við „slöjd".
Magnús er margnefndur
Magnús Stephensen. Skjald-
sveinninn er Jón Þórarinsson,
próflaus menntamaður, sem
varð skólastjóri Flensborgar-
skóla og síðar fyrsti fræðslu-
málastjóri íslands. Hér jaðrar
orðið skjaldsveinn við það að
vera niðrandi, eða svo þykir
mér. í orðabók Menningar-
sjóðs, 1. útg., er það þannig
skýrt: „Sá sem ber skjöld e-s
annarsj vera s. e-s ganga erinda
e-s“ (I menntaskóla var manni
kennt, að þetta orðalag væri
sjálfur plebeiismusinn upp-
málaður, það ætti að segja reka
erindi e-s, hitt merkti allt annað
og væri einber dónaskapur).
Jón er lítilmótlegur pólitíkus
(gat lítið, þegar á reyndi) og
enginn bardagamaður (háði
sjaldan orrustu) en hímir heima
við yfir jafnnauðaómerkilegu
dútli og smíðakennslu (,,slöjd“).
Það er með öðrum orðum
hartnær níö í hverri ljóðlínu.
Nú veit ég ekkert hversu mikið
eða lítið Jón Þórarinsson átti
skilið af öllu þessu. Hitt fer
ekkert milli mála, að fyrri kona
hans var alsystir Hannesar
Hafsteins og seinni kona hans
dóttir Magnúsar bónda í Viðey,
Stephensens. Það hefur í þann
tíð verið leitun að manni, sem
var jafnnátengdur „lands-
höfðingjaklíkunni“. Skyldi þar
ekki vera komin altjent ein
skýringin á útreiðinni, sem
„smíðakennarinn“ fær? Sá er
grunur minn.
Það er raunar meira af þeim
legg að skafa. Jón halði um
þessar mundir 500 króna
árlegan styrk til smíðakennslu
sinnar. Þegar j^ess er gætt, að
árslaun skólastjóra Flens-
borgarskóla voru þá 1700
krónur, sést, hversu vel
landsstjórnin launaði skjald-
sveini sínum fylgdina, góða
eða illa. Mega það undur
heita, ef allir hafa verið
jafnhrifnir af j^essari
ráðsmennsku. - Það er Kristján
Bersi Ólafsson sem benti mér
á þetta.
Dr. Jón Þorkelsson mun í
daglegu tali hafa verið nefndur
doktor Forni eða bara Jón forni,
og mtin það algengara. I fimmtu
rímu fær hann tvær visur:
hildi sjaldan háði sá.
Nœst þeim dugði doktor Foivi,
dá'ltið varhann rykugur;
sagt eráþeim sama morgni
sást hann ganga óhultar.
Dróttir til hans dijúga bita
detta lét’ af borðum hám
því annars þóttust allir vita
hannyrkja mundi’ um þingið klám.
Ekki minnist ég þess að hafa
heyrt svo mikið sent eina
klámvísu eignaða dr. Jóni. Af
„þjóðkunnum vísum", sem
Vilhjálmur Þ. Gíslason segir, að
honum hafi verið eignaðar,
minnist ég aðeins einnar, það
er sú sem hann orti með
Þorsteini Erlingssyni: Þar sem
enginn Joekkir mann,/þar er gott
að vera./Því að allan
andskotann/er þar hægt að
gera. Svo mikið er þó víst, að
áhugamaður var hann um
slíkan kveðskap. Þannig er mál
með vexti, að bækur hans voru
seldar Háskólabókasafninu í
29