Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 20

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 20
Margrét Guðmimdsdóttir hjört og blíð, mild og mjúk, hrein og tær. Þetta eru þau lýsingarorð sem Elka grípur oftast til þegar hún lýsir fegurð náttúrunnar. Pað er nánast eins og hún sé að lýsa ósnortinni stúlku, enda kvenkennir Elka gjarnan náttúruna: „fagurt um að litast í dag, sól í heiði og Fjallkonan sviphrein mjög, hún er nú þegar hálfbúin sparifötum sínum.“9 Aðdráttarafl æsku- stöðvanna var mest í birtu og veðurblíðu: „Mig langar ekkert í sveitina núna, hún er ekkert skemmtileg núna blessuð í sólskinsleysinu, vatnslöðrinu og golunni.“'° Elka unni sveit sinni og landi en hún hafði hins vegar enga ást á sveitalífinu. Hið „leiða og vitlausa hokur“", föður hennar freistaði ekki en það gerði menning bæjarins, ekki síst fyrirlestrar og mynd- listasýningar. Logn kallaði fram fegurðartilfinningu en tryllingur í veðrinu vakti henni ótta. Elku var mjög annt um gróðurríkið. Hún ræktaði pottablóm af umhyggju og stundaði garðrækt á leiðum ástvina í kirkjugaröinum við Suðurgötu. í augum Elku var Fjallkonan fögur gróandi en ekki harðhnjóskuleg. Iifsafkoma landsmanna, land- ið og hafið, búpeningur og saltfiskur var undir góðu skapi Fjallkonunnar kominn. Viðhorf Elku til náttúrufegurðar voru auðskilin og sennilega almenn. Gróður lands og lista voru samtengd i fegurðarvitund hennar. Alþýðukonur af sömu kyn- slóð og Elka Bjömsdóttir nutu yfirleitt ekki tilsagnar í dráttlist. Hún 61 engu að síður þá von í brjósti að læra eitthvað í teikningu. Stefán Eiríksson myndskeri rak heimaskóla í Reykjavík og hafði að jafnaði 40-50 nemendur á hverjum vetri. Haustið 1918 gekk þessi 37 ára gamla verkakona á fund Stefáns og falaðist eftir námi í teikningu. Elka naut aldrei kennslu í dráttlist, hvorki hjá Stefáni né öðrum, sennilega borin von verkakonu á fertugsaldri. Það getur hins vegar verið hugnun að sjá bestu draumana rætast í öðrum. Hún fylgdist af lifandi áhuga með þeim mönnum sem helguðu sig myndlistinni á næstu árum. Þannig reyndi þessi alþýðukona að blása byr undir vængi listamannsefnanna. Elka kynntist nokkrum þeirra og leggur til dálítið band í vefinn af fyrstu sporum þeirra. GENGIÐ Á YIT ÍS- LENSKRAR NÁTTÚRU Þeir sem ekki fá svalað löngun sinni til náms, leggja stundum ríkt á urn að þeirra nánustu fái að njóta menntunar. Elka gerði sér vonir um að bræður hennar gætu lært „eitthvað nytsamt og gott“.12 Árið 1918 hvatti hún Hjört, yngsta bróður sinn, til að læra eitthvert handverk. Hann hugðist leita til meistara í húsgagnasmíði, „þó ekki fyrr en ég veit hvernig þér líst á þetta“, skrifar hann systur sinni.1' Það varð hins vegar að ráði, sennilega fyrir áhrif Elku, að Hjörtur hóf nám í myndskurði hjá Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara. Hún sá listamannsefni í bróður sínum. Iðnnám hafði greitt mönnum veginn lil myndlistarinnar, m.a. þeim Einari Jónssyni og Ríkarði sem báðir höfðu byrjað í tréskurðinum. Það má jafnvel kalla reglu, fremur en undantekningu, að listamenn úr alþýðustétt leggðu fyrir sig iðnnám áður en þeir hófu myndlistarnám. í lok október 1918 hóf Hjörtur nám og líkaði vel strax í upphafi. Andrúmsloftið á vinnustofu Rikarðs var líflegt og skemmtilegt. Þangað komu margir listamenn og kappræddu um list. Á gelgjuárunum vandi Halldór Laxness meðal annarra komur sínar á útskurðarstofuna og þar segist hann liafa lært að rífast um list.” Á fyrstu misserunum eignaðist Hjörtur tvo góða félaga, þá Finn bróður Ríkarðs og Ásmund Sveinsson. Þeir voru í þann mund að Ijúka iðnnámi, Finnur í gullsmíði en Ásmundur í myndskurði hjá Ríkarði. Báðir hugðust sigla til frekara náms í myndlist að hausti. Áður en Hjörtur Björnsson v/ð myndskurö. Hann lést aö Vifilsstööum 1947 aðeins 46 ára. Þaö getur hins vegar veríö hugnun aö sjá bestu draumana rætast í öörum. Hún fylgdist af lifandi áhuga með þeim mönnum sem helguöu sig mynd- listinni á næstu árum. iðnaðarmennirnir ungu hófu leitina að landinu þar sem myndlistin átti heima, gengu þeir á vit íslenskrar náttúru. Garparnir sem lögðu af stað úr Reykjavík klukkan hálf sex aðfaranótt 1. júlí árið 1919 voru fjórir; Hjörtur, Ásmundur, Finnur og bróðir hans Karl. Ferðinni var heitið í „austurveg“ til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi og inn með Langjökli, ef veður leyföi. Þeir vom tæpa fjóra sólahringa í ferðinni og báru sig hið fagmannlegasta að öllu. Fyrstu nóttina gistu þeir að Skálabrekku og á heim- leiðinni í Konungshúsi á Þingvölkim, rétt yfir lolá nóttina. Þess utan gáfu þeir svefni lítinn tíma, fengu sér aðeins smá lúra undir beru lofti, en gengu þess meira. Vatn var tekið úr ám eða undan fönnum. Þegar kuldinn svarf að tíndu þeir kolviði og kyntu bál sér til hita. Það vafðist jafnvel ekki fyrir þeim að þvo af sér ferðarykið. Félagarnir komu fram milli Haukadals og Helludals um sólaruppkomu. „Þar fengu þeir 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.