Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 59
nýjabragð er að í íslenskri sögu:
Gísli Ágúst fólksfjöldasögu, en
Stefán og Þorleifur verka-
lýðssögu
Gísli Gunnarsson fjallar (eins
og Björn Lárusson áður) um
17.—18. öld og Harald um 18.
öld; Pétur, Magnús og Gísli
Ágúst um 19.—20. öld; en Jreir
síðustu, Stefán, Þorleifur, og
Ingólfur að mestu, um hrein
20. aldar efni. Þannig birtist í
þessum rannsóknum vaxandi
áhersla á sögu síðari tíma, og
raunar eru enn í smíðum við
sænska háskóla doktorsritgerðir
um sögu íslands á þessari öld.
Áherslan er ekki síst á sögu
stétta og stéttasamtaka, sem
mega heita meginviðfangsefni
Magnúsar, Stefáns, lngólfs og
Þorleifs. Þorleifur er einn um
Jrað að leggja meginþungann á
tímabilið eftir 1940. En stéttir
og stéttasamtök áratuganna
1910—40 eru í sviðsljósinu hjá
þeim öllum fjórum, og er til-
gangur þessarar samantektar
öðru fremur sá að vekja athygli
á nýmælum sem það svið
varða.
ÞORLEIFUR: DÖNSK
GERÐ OG ÍSLENSK
Bók Þorleifs Friðrikssonar hefur
þá sérstöðu að vera upphaflega
rituð á íslensku fyrir íslenskan
markað (Gullna flugan. Saga
átaka í Alþýðuflokknum og
erlendrar íhlutunar um íslensk
stjómmál íkraftifjármagns, Örn
og Örlygur 1987; Undirheimar
íslenskra stjómmála. Reyfara-
kenndur sannleikur um pólitísk
vtgaferli, Örn og Örlygur 1988).
Síðan er hún þýdd til útgáfu í
danskri ritröð og þýðingin lögð
fram til doktorsvarnar í Lundi.
Gullna flugan og Undir-
heimarnir eru svo kunnar
bækur að óþarft er að rekja
efni J^eirra hér í neinum
smáatriðum.' Meginefnið, sem
tekur Undirheimana alla ásamt
síðustu köflum Gullnu
flugunnar, er sagan af stríöandi
fylkingum í Alþýðuflokknum og
AlJ^ýðusambandi íslands á
árunum 1952—56, Jr.e. frá því
að Hannibal Valdimarsson
verður fornraður Aljrýðu-
flokksins og þar til hann sest í
ríkisstjórn fyrir Aljrýðu-
bandalagið og er jafnframt
forseti ASÍ. Á undan fer
allrækilegur inngangur um
sögu Alþýðuflokksins frá
upphafi, einkum um átök og
ágreining innan hans. Rauður
þráður gegnum báðar bæk-
urnar er tengsl Aljrýðuflokksins
við erlenda jafnaðarmenn, sér
í lagi norræna, stuðningur
þeirra við hann og áhrif þeirra
á stefnu hans í viðkvæmum
málum.
Dönsk þýðing og doktors-
vörn gera bækurnar í sjálfu sér
hvorki betri né verri.2 En að því
leyti sem Þorleifur hefur
endurskoðað þær í jDýðingunni
á hún auðvitað að leysa
íslensku gerðina af hólmi.3
Það er þó fljótsagt, að þýðingin
er nauðalítið breytt, nema í
þeim atriðum sem nú skal
greina:
Stefán Hjartarson fjallar í
doktorsritgerð sinni að nokkru
leyti um sama efni og Þorleifur,
jafnvel á grundvelli sömu
heimilda, og gerir á nokkrum
stöðum athugasemdir við
Gullnu fluguna. Þessum
athugasemdum svarar Þorleifur
í dönsku útgáfunni, stundum
aðeins í tilvísunargreinum,
stundum í meginmáli, en
rækilegasta svar hans er þó í
ritdómi hans í Sögu (1990, s.
218—230) um bók Stefáns.Kafli
3.b i Gullnu flugunni,
„Alþýðuflokkurinn gengur í
alþjóðasamband sósíal-
demókrata" er t.d. aukinn
nokkuð í Jrýðingunni, bæði
með nýjum upplýsingum og
nánar rökstuddri niðurstöðu,
þannig að hann verður að
teljast úreltur, en líta ber á rit-
dóminn sem nýjustu umfjöllun
Þorleifs um efnið.
Fyrsti og síðasti kafli dönsku
gerðarinnar, „Indledning" og
„Afsluttende refleksioner", eiga
sér ekki hliðstæðu í íslensku
gerðinni. Talsvert af efni J^eirra
er Jdó bein þýðing á texta sem
stendur hér og þar í íslensku
bókunum. Helstu viðbæturnar
eru um „forskningssituationen“
(s. 17—20), þar sem Þorleifur
lýsir m.a. afstöðu rannsóknar
sinnar til verka Ólafs R.
Einarssonar, Magnúsar S.
Magnússonar og Stefáns F.
Hjartarsonar, og ný samantekt
(s. 274—282) um áhrif
norrænna jafnaðarmanna á
Alþýðuflokkinn, þar sem enn
er brugðist við sjónarmiðum
Stefáns og að einhverju leyti
svarað annarri gagnrýni á fyrri
bækurnar, þótt ekki sé berum
orðum að henni vikið.
Aðrar tilfærslur á efni eru
aðallega þær, að umfjöllun um
Alþýðuhúsið hf. (úr Undir-
heimunum, s. 117—123) ersett
á sinn stað í atburðarásinni og
tvö löng skjöl eru tekin út úr
meginmáli og birt sem viðbætir.
Smávegis er fellt brott í
Jrýðingunni, en varla neitt sem
um munar annað en umfjöllun
(Undirheimamir; s. 126—127)
um stjórnarmyndunina 1956 og
tvíbenta afstöðu AljDýðuilokksins
til fyrirheitsins um brottför
hersins, Joar á meðal löng
tilvitnun í samtal við Guðmund
I. Guðmundsson. Þetta virðist
Þorleifur nú hafa dregið til baka.
DOKTORSRITFORMIÐ
Hinar sjö bækurnar eru samdar
og gefnar út gagngert sem
doktorsrit. Bók Gísla
Gunnarssonar hefur þó komið
út endurskoðuð á íslensku ( Upp
er boðið ísaland. Einokunar-
verslun og íslenskt samfélag
1602—1787, Örn og Örlygur
1987); frumútgáfan má þar með
heita leyst af hólmi, a.m.k. fyrir
íslenska lesendur.
Af sex íslendingum er Stefán
Hjartarson sá eini sem leggur
sig eftir því að rita á sænsku.
Hinir nota ensku, alls ekki allir
vegna þess að hún hafi verið
AF
BÓKUM
En stéttir og
stéttasamtök
áratuganna 1910-40
eru t sviösljósinu hjá
þeim öllum fjórum,
og er tilgangur
þessarar
samantektar öðru
fremur sá að vekja
athygli á nýmælum
sem það svið varða.
57