Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 47
okkur og það má kannski líka
hafa það til vitnis um að fólk
virðist líta á Árbæjarsafn sem
borgarsafn.
Er hugsatilegt að dæmigerl
einbýlishús frá sjöunda
áratugnum verði að finna á
safninu þegar fram líða
stundir?
Ég sé nú ekki fram á það. En
samtímasöfnun snýst auðvitað
ekki bara um að safna því sem
verið er að nota í dag, heldur er
átt við síðustu áratugi; tímabilið
eftir stríð. Við erum reyndar að
láta okkur dreyma um að setja
upp sýningu á næsta ári um
sjötta áratuginn og fara þá um
leið af stað með söfnun á munum
frá þeim tíma.
Eti ertu sátt við þá ímynd
sem að safnið hefur ttteðal
almennings?
Safnið er náttúrlega í upp-
byggingu ennþá, það jxirf að
bæta heilmikið; það þarf
kannski að fræða almenning
meira um livað er um að vera.
Þetta er orðið gamalt safn, yfir
þrjátíu ára gamalt, og það eru
margir sem að kannski
heimsóttu það fyrir mjög löngu
síðan og átta sig ekki á því að
það eru orðnar ýmsar breytingar;
safnið hefur vaxið og þróast og
áherslur hafa breyst. Það þarf
jtví stöðugt að hafa kynningu í
gangi, stöðugt að skerpa
hugmyndir fólks um þá starfsemi
sem þar fer fram, því hún er
alltaf að breikka og aukast.
Sennilega verður maður aldrei
fyllilega ánægður. Aðsókn hefur
hins vegar stóraukist síðustu ár
og Jtað bendir auðvitað til að
safnið nái betur til fólks en áður.
Finttst þér samt áberandi að
fólk hafi úreltar hugmyndir
um safnið og komi ekki af
þeim söktim?
Mér finnst jtað stundum,
sérstaklega þegar ég heyri fólk
segja „Ég hef ekki komið þarna
síðan ég var krakki", „Ég hef ekki
komið þarna í tuttugu ár“og |tá
virðist jtað ímynda sér að safnið
sé ennjrá eins og það var þá. Eitt
af því sem veldur þessu er kannski
það að fólk sem hefur starfað á
söfnum gegnum tíðina hefur oft
verið grúskarar og fræðimenn
sem hafa viljað vera óáreittir í
sínu grúski og hafa kannski ekki
mikið verið að leggja upp úr
kynningu og að leitast við að
vekja athygli fjölmiðla og
almennings á því sem fer fram
innan safnanna. Það er kannski
fyrst með þeirri kynslóð sem er
starfandi á söfnum í dag sem
hugmyndir eru að breytast hvað
þetta varðar. Þetta er þjónusta
við almenning og það verður að
koma því áleiðis og það þarf að
virkja fjölmiðla og vekja áhuga
joeirra á joví sem fram fer. Það
þarf t.d. að huga að því í okkar
sýningarundirbúningi og
sumarstarfsemi að reyna alltaf
að vera með eitthvað sem er
fréttnæmt til að ná til fjölmiðla.
Ett ttú hafið þið farið inti á
nýjarbrautirá síðustu árunt,
með svonefndum starfs-
döguni og fleiri sýningum,
Elvert var markmiðið með
þvt og hvet'tiig hefur tekist
til?
Safnið er búið að vera í
uppbyggingu og er enn og
verður það næstu árin. Það er
kannski búið að ná því stigi
núna að það er komið þarna
skemmtilegt umhverfi sem býður
upp á óþrjótandi möguleika,
bæði hvað varðar sýningar og
safnfræðslu. Það þýðir að við
getum farið að leggja meiri
áherslu á hvað hægt er að gera
á þeim vettvangi. Meðal annars
þess vegna hefur verið farið
Félagar úr gllmudeild Ármanns I hráskinnsleik á Árbæjarsafni 4. ágúst Wál.Gllmudeild Ármanns, sem er elsta
íþróttafélag landsins, hefur lagt sig eftir vitneskju um fornar íþróttir landsmanna og kynnt þær meö sýningum.
45