Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 22

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 22
Margrét Guðmimdsdóttir fátæki piltur flutti þó með sér býsna þungan sjóð til Kaupmannahafnar. í farteskinu hafði Tryggvi allar íslendinga- sögurnar, Eddurnar og Sturl- ungu.22 Hann var greinilega mjög vel birgur af andlegu fóðri þótt brauðið kynni að skorta. Þeir Tryggvi og Finnur leigðu saman herbergi þennan fyrsta vetur í Kaupmannahöfn. Um sumarið hélt Tryggvi til Islands. Hann varð eflaust að afla skotsilfurs til að geta haldið áfram námi, en var staðráðinn í að koma aftur að hausti. Finnur sparaði sér hins vegar ferðina heim. Hann fékk vinnu hjá Mikkelsen hirðgullsmið með aðstoð Ríkarðar bróður síns.23 Undanfarin tíu sumur hafði Finnur sótt sjó heima á íslandi en nú sat hann í Höfn og smíðaði orður og tignarmerki. Umskiptin voru auðvitað gríðarleg en sumardvölin í Kaupmannahöfn varð honum þó ekki að skapi. Finnur var ófús að verja öðru sumri í Höfn, „fékk víst nóg af því“, hefur Hjörtur eftir honum í bréfi til systur sinnar.24 Asmundur stundaði aðeins nám í Höfn þennan eina vetur. Hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að leita til Svíþjóðar eftir kennslu í höggmyndalist. Veturinn varð Ásmundi þó fengsamur. Hann trúlofaðist Gunnfríði Jónsdóttur sem starfaði við saumaskap í Höfn. Gunnfríður fylgdi Ásmundi næstu árin, vann áfram að saumum og létti hönum mjög róðurinn fjár- hagslega.23 Dvölin í Kaup- mannahöfn varð Ásmundi þrátt fyrir allt happadrýgri en félögum hans á mynd- listarbrautinni. UTANFERÐ UNDIRBÚIN Haustið 1919 rættist von sem Hjörtur Björnsson haföi lengi alið í brjósti, hugurinn stóð til annarra landa og nú fékk hann óvænt tækifæri til að sigla.2'1 beir Ríkarður og Einar Jónsson myndhöggvari lögðu að honum að fara til Kaupmannahafnar og læra gifsiðn. Listamennirnir höfðu fram að þessu steypt myndir sínar sjálfir. Einar vildi gjarnan fá aðstoð við handverkið, sem tók upp tíma hans. Námið gaf Hirti möguleika á dálítilli vinnu jafnhliða skurðinum og var auk þess stutt. Það kostar gríðarlega vinnu að ferðbúast þó ekki sé nema til nokkurra mánaða. íslenskir piltar fór ekki af stað út í heim með „nærföt til skiptanna og tvo vasaklúta", jafnvel þótt þeir væru af alþýðufólki komnir. Þunginn af undirbúningnum lá á herðum kvenna. Ferðin var afráðin mitt í haustönnum og aðeins tæpur hálfur mánuður til stefnu. Elka byrjaði þegar að skipuleggja allan útbúnað bróður síns. Föt varð að þvo, strjúka og merkja, vinna band í ullarfatnað, prjóna og sauma. Kunningjakonur voru kallaðar til hjálpar og þær prjónuðu sokka, saumuðu skyrtur og merktu fatnað piltsins. Þegar Hjörtur fór var hann „nokkurn veginn útbúinn að fötum“, með næstu skips- ferðum sendi Elka það sem ekki tókst að ljúka við m.a. tvær ullarskyrtur, nankinsbuxur, handklæði og vasaklút. En þaö var að fleiru að hyggja þegar mæður, eiginkonur eða systur undirbjuggu utanferðir strákanna. Guðs blessun og góðar óskir hafa örugglega fylgt Hirti, en sennilega einnig varnaðarorð. Elka hefur vissulega haft áhyggjur af hvað biði bróður síns í stórborginni og viljað undirbúa hann sem best undir það sem koma skyldi. í Kaupmannahöfn bar auðvitað ýmislegt nýstárlegt fyrir augu 22 ára sveitapilts frá Islandi. Þá þegar mátti líta í gluggum Hafnar „hefti með kápu- myndum af stúlkum án pjötlu upp á kroppinn."27 Stuttu eftir að Hjörtur sigldi varð Elka sér út um bók Guðmundar Hannessonar, Sam- rœðissjúkdómar og vamir gegn þeún. Hún hefure.t.v. ekki treyst sér til að afhenda Hirti bókina augliti til auglitis, en hitt er víst að bókin var send út með annarri ferð til Kaupmannahafnar. Elka byrjaði þegar að skipuleggja allan útbunað bróður síns. Föt varð að þvo, strjúka og merkja, vinna band í ullarfatnað, prjóna og sauma. Boðskapur bókarinnar og áminning var veganestið sem Eíka gaf bróður sínum. Hjörtur þakkaði fyrir sig - en fjölyrti ekkert frekar um leiðar- stjörnuna. Skilaboöin um þann háska sem mætti karlmönnum í utanferðum voru skýr. Guðmundur segir gríðarlega hættu stafa af þeim „aragrúa skækja“ sem fylla stórborgir og hafnarbæi. Hann telur „það sama sem smitun að hafa afskipti af skækjum og lauslátum stúlkum, sem maður veit engin deili á.“ í bókinni hvetur Guðmundur ungmenni, sérstaklega námsmenn og íþróttamenn, til skírlífis og segir: „aldrei er unga fólkið stæltara, heilbrigðara og færara í hvern sjó, en einmitt meðan það er algerlega skírlíft."28 Kynferðis- nautn sundri og lami kraftana eins og sveitamenn sjá dæmi af hrútum sínum. í lokakafla bókarinnar er dá- litill leiðarvísir um hvernig hægt er að verja tímanum á erlendri grund. Fyrst vísar Guðmundur á sveitirnar, en segir að borgir séu fullar af fjársjóðum, leikhúsum, söguhöllum og listasöfnum. En lærdómsríkast sé hins vegar að kynnast íbúunum. Utanferðir ættu menn að nýta til að afla sér menntunar, fjár og frama eins og forfeðurnir gerðu.29 Boð- skapur bókarinnar og áminning var veganestið sem Elka gaf bróður sínum. Hjörtur þakkaöi fyrir sig - en fjölyrti ekkert frekar um leiðarstjörnuna. EKKI VERRA EN HJÁ PILTUNUM í REYKJAVÍK Bréf leiða okkur beint inn í andrúmsloft þess tíma sem þau eru skrifuö á. Með hjálp þeirra er hægt að draga fram mynd af daglegu lífi, hugarfari og samskiptum bréfritara - mynd sem nær sannari litum en flestar aðrar heimildir gefa kost á. En einkabréf eru aldrei eintal sálar - nema auðvitað ef maður sendir sjálfum sér bréf. Þau varpa |)ví einnig ljósi á þann sem við tekur, með frá- sagnarefnum og því sem ekki er nefnt. Bréf Hjartar Björnssonar til systur sinnar varpa þannig ljósi á við- takandann.30 Hann er greinilega oft að svara spurningum Elku, en bréf hennar eru því miður 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.