Ný saga - 01.01.1991, Side 61

Ný saga - 01.01.1991, Side 61
er yfirlit á aðeins 40 síðum, en hann er efnismikill, ekki aðeins samantekt á fyrri skrifum fræðimanna, heldur reistur á mikilli og sjálfstæðri heimildakönnun, einkum um verkalýðshreyfinguna í Reykjavík. Raunar er það undrunarefni um rannsókn Magnúsar í heild, svo vítt svið sem hún spannar og að ýmsu leyti ósamstætt, hve rækilega hann hefur náð að leita heimilda og hve vel hann virðist þekkja til ýmissa sér- sviða, t.a.m. tækniatriða útgerðarsögunnar. Magnús eyðir ekki lengra máli en þarf á hin pólitísku tengsl verkalýðshreyfingarinnar og bætir á því sviði litlu við fyrir íslenska lesendur. Verkalýðssaga Þorleifs snýst hins vegar langmest um pólitískt skipulag hreyf- ingarinnar og flokkspólitískan reipdrátt innan hennar. Einkum á það við um fyrri hluta bókar- innar þar sem hratt er farið yfir; eftir 1950 veitir hún einnig talsverða innsýn í hið faglega starf hreyfingarinnar, kjaradeilur og fleira. Sömuleiðis beinist þunginn í rannsókn Stefáns að pólitískum ágreiningi komma og krata fram að klofningi Alþýðuflokksins 1938, og er bók hans lang- rækilegasta úttekt sem til er á því efni, reist á feykimikilli rannsókn og, að ég best fæ séð, gætilegum ályktunum. Stefán beitir mikið samanburði við reynslu verka- lýðshreyfingar í öðrum löndum og kenningar um hana. Að nokkru þjónar þetta þeim tilgangi að gefa íslenskum atburðum merkingu fyrir erlendum lesendum, en er einnig fróðlegt frá íslenskum sjónarhóli. Einnig tengir Stefán verkalýðssöguna grandgæfilega við þróun þjóðfélagsgerðar, og lætur þá að líkum að Magnús S. Magnússon verður honum drýgstur heimildarmaður. Þannig beinist rannsókn Stefáns öðrum þræði að viðti sviði, en hins vegar gerir hann sérstaka rannsókn á Norðurlandi (þar er margt fróðlegt til saman- burðar við lýsingu Magnúsar þar sem Reykjavík er í brennidepli) og verkalýðshreyfingunni þar.5 Aðal „persóna" bókarinnar verður eiginlega Verkalýðs- samband Norðurland$ höfuð- vígi kommúnista í verka- lýðshreyfingunni. í köflunum um Norðurland kemst lesandi Stefáns í nánd við „grasrótina“, daglegt starf verkalýðsfélaga á umbrota- og örlagatímum. Hér eru það tvö svið sem mesta athygli fá. Annars vegar tvenn stórátök, Nóvudeilan og Borðeyrardeilan (Dettifoss- slagurinn), sem voru eins konar eldskírn hinnar kommúnísku verkalýðsforustu á Norðurlandi. Hins vegar klofning nokkurra verkalýðsfélaga, einkum á Norðurlandi, sem Stefán staðfestir að var yfirvegað viðbragð Alþýðusambandsins Islenskir kommúnistar I baráttuhug. Saga stétta og stéttabaráttu á fyrri hluta 20. aldar er meginviðfangsefnið i fjórum af þeim doktorsritgerðum sem fjallað er um I greininni. AF BÓKUM / köflunum um Noröuriand kemst lesandi Stefáns í nánd við „grasrótina", daglegt starf verkalýðsfélaga á umbrota- og örlagatímum. 59

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.