Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 9
ÓSTJÓRNLEG LOSTASEMI KARLA Á FYRRI TÍÐ
1792 og fullyrti að samfarir fælu
í sér kúgun kvenna vegna þess
að karlar tengdu athöfnina
ávallt við þrælkun og yfirráð.
Sanifarir væru valdbeiting karla
og sýndu afl þeirra og áfergju."
Nýverið tók bandaríska
kvenréttindakonan Andrea
Dworkin í sama streng. Hún
segir að samfarir opinberi það
vald sem karlar hafa yfir
konum. Ekki að þær séu
endilega alltaf það sem
þjóðfélagið lítur á sem
nauðgun, en áreiðanlega
nokkuð sem ekki verður komist
hjá að viðurkenna sem yfirráð.1'
Samkvæmt kristinni hug-
myndafræði hefur málum verið
þannig háttað frá upphafi vega.
Að mati guðfræðinga á 13- öld
voru hinar fyrstu samfarir
Adams og Evu í Paradís
gleðisnauðar, líkastar handa-
bandi.16 Eins taldi séra Páll
Björnsson í Selárdal um miðja
17. öld að samfarir Adams og
Evu í Paradís hefðu farið fram
„án nokkurar aldingarðsins
saurgunar“ og Adam hefði verið
„fullur af heilögum anda“ við
verkið. I’að var í samræmi við
orð Biblíunnar: „Og þau voru
bæði nakin, maðurinn og kona
hans, og blygðuðust sín ekki“
(1. Mós. 2, 25) Líklega hefðu
kirkjunnar menn helst viljað
hafa þetta svona áfram, en
syndafalliö spillti fyrir og eftir
að hin fyrstu hjón voru rekin á
braut úr Paradís þróaðist allt til
verri vegar. Syndin kom í
heiminn og kynlíf varð af hinu
illa. Refsing Evu var að hún
skyldi þjást við fæðingu barna
og vera undirgelin karli sínum:
„með þraut skalt þú börn fæða,
og þó hafa löngun til manns
þíns, en hann skal drottna yfir
þér.“ (1. Mós. 3, 16) Konur áttu
að taka því fagnandi sem að
höndum bar, líkt og María mey
þegar hún tók við syni Guðs.
Orö engilsins voru ótvíræð:
„Heilagur andi mun koma yfir
þig og kraftur hins hæsta mun
yfirskyggja |iig, fyrir því mun
og það, sem fæðist, verða
kallað heilagt, sonur Guðs.“
María tók þessu þegjandi og
hljóðalaust: „Sjá, ég er ambátt
Drottins; verði mér eftir oröum
þínum.“ (Lúk. 1, 35-38) Evu var
refsað fyrir að fara eigin leiðir,
en María var hlýðin og farnaðist
vel. Hún þráöi það sem henni
var skipað.1" Slíkt var hlutskipti
kvenna. Þær áttu að vera
undirgefnar og sáttar við lífið.
Hafa fáir orðað jressa hugsun
betur en mexíkóska Nóbel-
skáldið Octavio Paz í bókinni
Völundarhús einsemdarinnar
frá 1950: „Konur eru minna
veröar fyrir þá sök að þegar
þær gefa sig einhverjum á vald
opna þær sig. Þetta er þeim
meðfætt og fylgir kynferðinu,
því þær leyfa því sem er fyrir
utan að þrengja sér inn í einrúm
sitt. Það er sár sem aldrei
,/19
grær.
Refsing Adams var aftur á móti
fólgin í því að hann skyldi neyta
brauðs síns í svita síns andlitis
og yrkja jörðina með erfiði. Ekki
lagði Guð álög á kynhvöt hans
og annarra karla berum oröum,
en til marks um frumkvæðið
sem Adam átti að hafa í þeim
efnum má vísa til annarrar
setningar í Sköpunarsögunni:
I „Þess vegna yfirgefur maður
Gefur þaö ekki
auga leið aö
ævarandi
girndarbruni eða
gredda hafi veriö
rökrétt afleiöing
af bölvun
Drottins yfir
Adam?
7