Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 54

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 54
sem komin eru en það má segja út frá þessum úttektum sem gerðar hafa verið á öðrum klaustrum eins og Þingeyrarklaustri og Munka- þverá að sennilegt sé að klaustrið sjálft hafi verið framar en bæjarhúsin, þ.e.a.s. gangabær af sömu gerð og voru á stórbýlum þess tíma sem síðan tengist við kirkju og þar fyrir framan sjálf klausturhúsin. Það sér móta fyrir slíku húsi fyrir framan Viðeyjarstofu og sennilegt er að það sé þar. Núna er staðan sú að við erum um jxið bil hálfnuð með sjálf bæjarhúsin og erum búin að grafa upp fjölda grafa, þ.e. miðaldakirkjugarö og búin að finna rúst sem að öllum líkindum er af eldri kirkju á staðnum sem gengur undir núverandi Viðeyjarkirkju. Næsta sumar verður unnið í bæjarhólnum norðan Við- eyjarstofu, þar er aðal rústasvæðið. Við tókum prufuskurð framan við kirkjuna, sunnan við sjálft rústasvæðið og fundum þar horn á rúst sem að öllum líkindum er frá þessum tíma. haö er verkefni næstu tíu ár að fá heildarskipan á þetta. Hverl telurþú veragildi Við- eyjaruppgraftarins saman- borið viö aðra forn- leifauppgreftri hér á landi? Þetta er í fyrsta sinn sem grafið er á klausturstað. Svo er að nefna að yfirleitt er ekki veitt miklum peningum í forn- leifarannsóknir hér á landi og þar sem er grafið, er kannski fyrst og fremst |)ar sem leifar liggja undir einhverjum yfirvofandi skemmdum, annað hvort vegna ágangs náttúruafla eins og á Stóru-Borg þar sem bæjarhóllinn var að fara undir sjó eða þá eins og á Bessastöðum núna þar sem er verið aö grafa á svæði þar sem á að fara að byggja, þe. í sambandi við endurbyggingu Bessastaða. í Viðey var líka byrjunin sú að rannsókninni var hrint af stað vegna framkvæmda við endurbyggingu Viðeyjar- stofu, en í framhaldi af því var síðan tekin sú ákvörðun af borgaryfirvöldum að halda áfram rannsókn til að fá heildarmynd af svæðinu, því auðvitað fást ekki fullnægjandi upplýsingar einungis af afmörkuðum hluta klaustu- rsvæðis. Nú er búið að ákveða aö varðveita elstu rústirnar með því að tyrfa yfir jarðveginn en láta hleðslurnar vera sýnilegar eftir þvi sem við klárum að grafa. Svo er verið að ræða um að gera jafnvel eftirlíkingu af klaustrinu annars staðar. Það er að segja að varðveita sjálfar rústirnar á staðnum en hugsanlega gera eftirlíkingar af húsunum annars staðar í eynni, út frá þeim niðurstöðum sem við komum til með að fá úr greftrinum. Það er auðvitað alltaf dálítill skáldskapur eins og gengur og gerist en einmitt þess vegna finnst mér það góð hugmynd að byggja slíka eftirlikingu annars staðar en á sjálfu svæðinu. Mér finnst það mjög skemmtileg hugmynd að halda i rústirnar og sjá þar eitthvað sem er raunverulegt og hefur verið þarna og svo gengurðu eitthvað annað og sérð afraksturinn af rannsóknunum og kannski hvernig fræðimenn ímynda sér að þetta hafi veriö. Þetta er dýr rannsókn sem á eftir að taka langan tíma og mér finnsl mikilvægt að niðurstöðum hennar verði komið á framfæri á sem fjölbreyttastan hátt eins og með einhvers konar sýningu en ekki bara með útkomu einhverrar bókar eftir mörg ár. Hvernig er úrvinnslu úr svona greftri háttað? Sér Árbæjarsafn alfarið um hana eða koma fleiri aðilar par inn í? Meginhluti hennar fer fram á safninu en síðan hefur verið ríkt leitað eftir aðstoð sérfróðra aðila um alls kyns hluti. Þetta er orðin það viðamikil rannsókn að ef einhverjir ætluðu að sitja að úrvinnslunni einir tæki hún sjálfsagt um 200 ár og með slökum árangri. Þetta er orðið það breitt og það er engin leið að vera sérhæfður í öllum þáttum þannig að við höfum leitað álits sérfræðinga í keramiki, um krítarpípur og um ýmsa aðra flokka af fundum að ógleymdum vaxtöflunum sem Árnastofnun sá um að ráða í. Síðan koma aðrir inn í sambandi við teikningar og þar eru helstir styrktaraðilar sem sáu um hreinteikningar án þess að taka gjald fyrir. Við höfum líka samstarf við Þjóðminjasafn um forvörslu; það sá t.d. um að forverja vaxtöflurnar. En í starfinu er úrvinnslan kannski það veigamesta; uppgröfturinn sjálfur stendur í þrjá mánuði yfir sumarmánuðina en allur veturinn fer í úrvinnsluna og hún kemur til með að taka einhver ár eftir að rannsókninni er lokið. Hún snýst um forvörsluna, þ.e. varðveislu og frágang á mununum, úrvinnslu á teikningum, skráningu ljós- mynda, túlkun rústa og mannvistarleifa og síðan vinnu við skýrslu sem mér finnst mikilvægt að komi út reglulega. Þegar komið er út í svona viöamikla rannsókn er það forsenda fyrir því að geta sinnt jiessu af einhverju viti að setjast niður reglulega og koma þessu á blað og vinna úr því sem komið er. Það verður líka að vera hægt að fara til baka í rannsókninni síðar meir og sjá hvað var á seyði í frumgögnum fyrst eftir að vinna hófst. Ég held að það sé grundvallaratriði að unnið sé úr rannsókninni svo fljótt sem auðið er. Ttíluvert afútlendingum hefur slarfað við uppgrtíftinn, telurðu að það séað tíUu leyti 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.