Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 75
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN OG HÚSFREYJAN Á BESSASTÖÐUM
Hún hefur aflað sér ítarlegrar
vitneskju um rás viðburða og
sársaukinn leynir sér ekki. Hún
skrifar Grími Thomsen 25.
febrúar 1850: „Bóndi nokkur að
nafni Indriði, bróðir Konráðs,
er sagt hafi verið einn af
oddvitunum Friðriksgáfu-
ferðarinnar. En faðir Konráðs,
nafntogaður maður Gísli
Konráðsson, hafði samið
seðlana, sem þeir klíndu á
gitterverkið. Sagt er líka, að
þingmaður Skagfirðinga Jón
Samsonsson, hafi verið
hjálplegur í þessu hroða og
voða verki. Ef þú skrifaðir
assessor Jónassen, þá er það
sá, sem þessu er kunnugastur.
Eitthvert próf var tekið í þessu
í Skagafirði, en sagt er, að fáir
hafi mætt, sízt höfuð-
mennirnir".29 Síðar í sama bréfi
segir Ingibjörg: „En með hjartað
sundurslitið af sorg minnist ég
breytni Skagfirðinga við bróður
minn sál. Slysalegt er, að
Islendingar skuli útskúfa svona
þeim manni, sem í fleiru en
einu tilliti var afbragð og sómi
síns föðurlands. Vona ég að
sanngjarnari eftiröld minnist
hans og viðurkenni hans
framúrskarandi dugnað og
mannkosti".30
HNEYKSLIÐ í
DÓMKIRKJUNNI
Annað reiðarslag fékk
fjölskyldan veturinn 1850.
Annar tengdasona Ingibjargar,
Ásmundur Jónsson varð
dómkirkjuprestur í Reykjavík
1846 eftir að hafa j^jónað í
Odda um árabil. Það gerðist í
messu í Dómkirkjunni í febrúar
1850 að Sveinbjörn Hall-
grímsson þá ritstjóri Þjóðólfs
stóð upp, kvaddi sér hljóðs og
kvartaði yfir því að þjónandi
prestur væri óhæfur, þar sem
ekkert heyrðist í honum við
messugjörð. Þetta þótti hneyksli
en leiddi til j)ess að Ásmundur
sagði upp starfi og hélt aftur til
Odda.JI Ingibjörg er fáorð um
þennan atburð. Hún skrifar í
bréfi til Gríms Thomsen 25.
febrúar 1850: „Ég Jiegi um allar
frelsishreyfingar í Reykjavík, því
ég veit, að mágur þinn skrifar
Kvenskörungurinn Þorbjörg Sveins-
dóttir (1828-1903) var brautryöjandi
i kvenréttindabaráttu hér á iandi og
haföi auk þess brennandi áhuga á
sjáifstæöisbaráttu þjóöarinnar. Hún
varö fyrstmanna tiiao sauma bláhvita
fánann og láta draga hann aö húni í
Reykjavík 2. ágúst 1897.
þér þær allar, svo þægilegar
sem joær eru“.-'2 Þarna er Ingi-
björg ekki aðeins að vísa til
atburðarins í Dómkirkjunni,
heldur væntanlega einnig til
Pereatsins sem gekk yfir
þennan vetur.
Ingibjörg er orðin kona full-
orðin, hún situr enn á Bessa-
stöðum. Grímur sonur hennar
býr í útlöndum og gerir Jraö
gott. Ingibjörg skrifar honum
áfram og alltaf fylgist hún með
landsins gagni og nauðsynjum
á sinn hátt. Verslunarfrelsi er í
augsýn, en um það er eins og
annað sem um er rætt og efast.
I bréfi til Gríms frá 10. nóv.
1854 gætir nokkurs nöldurtóns:
„Þú ert að minnast á fríu
verslunina. Gott væri hún yrði
farsælli en þær breytingar, sem
hafa orðið síðan 1840 og nú
eru farnar að sýna sig“3J og
tveimur árum síðar þegar þetta
mikla baráttumál þjóðfrelsis-
aflanna - frjáls verslun - er
komið í höfn, skrifar Ingibjörg:
„Lítið Joykir mönnum nú koma
til fríhöndlunarinnar það sem
af er.“M
ÞJÓÐÓLFUR FINNUR
SKYLDU SÍNA AÐ
ÁREITA MARGA
Glöggir lesendur hafa eflaust
tekið eftir jwí að ekki hefur
verið minnst á þá atburði sem
Ertgan veginn var
hún uppreisnar-
kona. Hún leggur
áherslu á aö menn
eigi aö vera trúir
sínum kóngi.
„Ég þegi um allar
frelsishreyfingarnar í
Reykjavík, því ég
veit að mágur þinn
skrifar þér bær allar,
svo þægilegar sem
þæreru".
hér gerðust árið 1851, er
Þjóðfundurinn svokallaði sem
svo miklar vonir voru bundnar
við fór út um þúfur. Ástæðan er
sú að Ingibjörg minnist ekki á
hann einu orði í bréfum sínum.
Það er merkilegt jwí margsinnis
kemur fram að hún er í vinfengi
við innstu koppa í búri svo sem
þau Hólmfríði Þorvaldsdóttur
og Jón Guðmundsson ritstjóra
Þjóðólfs. Jón tekur fyrir ltana
bréf til Kaupmannahafnar og
hún sendi jieim hjónum kveðju
þegar þau voru ytra, en Jón var
þá að leita leiðréttinga sinna
mála eftir að hann var sviptur
sýslumannsembætti i kjölfar
Þjóðfundarins." Ingibjörg skrifar
t.d. um Jón í bréfi til Gríms
Thomsen 25. febrúar 1856: „Það
þykir mér eiga vel við, að þú
eignir mér Jón Guðmundsson,
joví hann vill hjálpa mér í öllu,
sem í hans valdi stendur. Þjóðólf
veit ég lítið um. Þó held ég hann
sé nú meinlaus".* Það var annað
hljóð í strokki Ingilijargar í garð
Þjóðólfs 1851 er hún skrifaði
Þóru bróðurdóttur sinni: „Hér
eru enn flestir látnir í friði um
stund, nema hvað Þjóðólfur
finnur skyldu sína að áreita
marga, ekki minnst land-
stjórnina“.37 Þegar þetta bréf var
ritað var Jón Guðmundsson í
Kaupinhafn en áöurnefndur
Sveinbjörn Hallgrímsson sá um
Þjóðólf.
Þá minnist Ingibjörg oft á
Kristján Kristjánsson sýslumann,
síðar amtmann í bréfunum, en
hann var um skeið ritari Gríms
amtmanns á Möðruvöllum.
Kristján var rekinn úr starfi
sýslumanns um skeið vegna
framgöngu á Þjóðfundinum.
Honum var fyrirgefið af
stjórnvöldum, en ekki Jóni
Guðmundssyni, hver sem
ástæðan var fyrir [wí. En -
Ingibjörg minnist ekkert á
Þjóðfundarmálin I hinum
prentuöu bréfum, livaö sem
síðar kann að koma í ljós.
Þaö er forvitnilegt að skoða
að lokum hvaða viðhorf kemur
fram hjá Ingibjörgu til
yfiivaldanna. Engan veginn var
hún uppreisnarkona. Hún
leggur áherslu á að menn eigi
að vera trúir sínum kóngi. Eftir
73