Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 51
er það gert upp sem safngripur.
Þá er fyrst og fremst lögð
áhersla á sögu þess en ekki
verið að hugsa neitt um
notagildi þess sem íbúðar-
húsnæðis. Eitt af því sem
arkitektinn sem nýtekinn er til
starfa á safninu kemur hug-
sanlega til með að gera, er að
annast ráðgjöf um endur-
byggingu gamalla húsa fyrir
hverja þá sem í slíku standa.
Það er þó allt saman í mótun
ennþá.
Hvemig er háttaö ferlinu í
kerfinu og ákvaröanatöku
fyrir einstök hús?
Samkvæmt nýjum þjóð-
minjalögum þá eru öll hús sem
byggð eru fyrir 1900 undir
ákvæðum þeirra og það þýðir
að það má ekki breyta
húsunum, rífa þau eða flytja
þau nema að fengnu samþykki
Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Öll hús sem eru byggð fyrir
1850 eru alfriðuð á staðnum.
Þá má ekkert hrófla við þeim;
það er á þeim sjálfvirk friðun. í
borginni gengur þetta þannig
fyrir sig að það er sótt um leyfi
til niðurrifs til Bygginganefndar
sem vísar umsókninni til
Umhverfismálaráðs, sem er
pólitísk nefnd, sem aftur fær
umsögn Árbæjarsafns um
varðveislugildi húsanna og
tekur tillit til þess í sinni
umsögn til Borgarráðs, þ.e.
hvort veitt verður leyfi til
niðurrifs eða ekki. Síðan er þar
fyrir utan starfandi svokölluð
Þriggjamannanefnd um
verndun borgarminja sem í sitja
borgarminjavörður, forstöðu-
maður Borgarskipulags og
borgarverkfræðingur. Það er
nefnd sem á að fjalla um
verndun borgarminja og marka
einhverja stefnu í húsa-
verndunarmálum í borginni.
Hún er svo til nýskipuð; hefur
verið starfandi í rúmt ár.
Finnst þér vera lekiö
nœgilega tnikiö tillit til
vemdunarsjónarmiða?
Ég held að það sé að breytast
mikið frá því sem áður var. Það
má náttúrlega endalaust segja
að ýmislegt megi betur fara.
Hins vegar lteld ég að bara á
síðasta ári hafi hlutir gerst sem
eru í rétta átt. Það er t.d. nýtt
að við séum farin að geta tekið
virkan þátt í skipulagsstarfinu í
borginni með auknu samstarfi
við Borgarskipulag. Ef við
tökum sem dæmi Vesturbæinn
sem nýlega var verið að hefja
endurskoðun á, þá var umsögn
höfð til hliðsjónar í úttekt sem
safnið vann um það hvaða hús
og minjar ætti að halda í. En
auðvitað kemur það alltaf fyrir
öðru hverju að það eru
hunsaðar tillögur frá okkur.
Teluröu aö þólitík hafi ráöiö
umrœöunni unt húsvernd-
unamiál í of miklum tnœli?
Ja, áður kannski en ég verð ekki
mikið vör við það í dag. Það
hefur orðið svo mikil
umhverfisvakning bæði hér og
annars staðar og húsvernd er
kannski orðin hluti af því. Ég er
þó ekki að halda því fram að
húsvernd sé eitthvað seni allir
eru orðnir sammála um. Það eru
mjög skiptar skoðanir um hana
ennþá, en mér finnst samt að
mál séu að þokast í rétta átt hvað
varðar að taka tillit til þess sem
skiptir máli.
Hvemig er svo samstarfiö í
þessari Priggjamanna-
nefnd?
Þaö hefur verið ntjög gott. Það
hefur oft verið að frumkvæði
Árbæjarsafns sem eitthvað er
tekiö fyrir í nefndinni og það
hefur verið tekið mjög gott tillit
til okkar tillagna. Við höfum
nánast verið sammála í öllum
atriðum, þannig að þetta hefur
gengið alveg ótrúlega vel. Það
hefur verið mikill styrkur og
orðið til þess að auðvelda
baráttuna fyrir húsunum í
Reykjavík. Það sem kannski
helst gerir þessa Þriggja-
mannanefnd mikilvæga er að
við erum ekki lengur bara að
svara beiðnum um umsagnir,
þar sem við erum eingöngu að
segja já eða nei við niðurrifi,
heldur erum við með einhverja
stefnu í gangi sem við erum að
vinna eftir. Við erum að leggja
til ákveðna hluti í stað þess að
gefa jákvæðar eða neikvæðar
umsagnir um tilverurétt
einstakra húsa, hingað og
þangað, þar sem við ráðum
engu um hvað er tekið fyrir.
Hver er sú stefna sent
Þriggjamannanefnd hefur
kontiö sér niöur á?
Við erum öll sammála um það
að það eigi að halda í þennan
gamla kjarna í miðbænum og
ekki bara hvert hús fyrir sig
heldur að það séu einhver
tengsl innbyrðis. Sem dæmi má
nefna að reynt verðtir að halda
í húsin sem eru í kringum
Torfuna í Lækjargötu og halda
tengslunum frá Dómkirkjunni
yfir í Alþingishúsið og þessa
gömlu húsaröð í Kirkjustræti
sem var í niðurrifshættu út af
A1 þ i n g i s h ú s s b y g g i n g u n n i
fyrirhuguðu. Það var að tillögu
okkar að þau hús fengu að
standa áfram, meðal annars til
að mynda tengsl upp í
Grjótaþorp. Það er mikilvægt
að það séu samfelld tengsl á
öllu þessu svæði. Það er líka
samkomulag í nefndinni að
stefna að því að í stað þess að
rífa hús eða flytja á safn sé
betra að fylla í skörð innan
þessa ákveðna kjarna með
húsum sem af einhverjum
ástæðum verða að víkja. Þar
erum við ekki að meina að fylla
upp í skörð bara til þess að
fylla upp t skörð, heldur er
þarna átt við að hús sem verða
að víkja, eins og ísafoldarhús
við Austurstræti og Zimsen
húsið, að þau verði frekar flutt
til innan þessa svæðis. Þetta
kemur líka í veg fyrir að það
verði byggð ný hús í þessi
skörð sem er að finna á svæði
sem á stánda gömul hús og
stuðlar þannig að því að
undirstrlka þessa gömlu byggð
49