Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 79

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 79
taki þátt í að semja handrit að myndum, séu með í ráðum? Getum við ætlast til að þeir verði sérfróðir um tæknileg atriði og geti sameinað þetta tvennt? Hægt er að ímynda sér að það yrði sérverkefni einhverra sagnfræðinga að sameina sagnfræðina og tæknina. Flest okkar vita svo lítið um sjónvarp og gerð sjónvarpsefnis að við erum hjálparvana án samverkafólks sem sér um hina tæknilegu eða myndrænu hlið. Fledelius leggur einmitt svo mikla áherslu á að sagnfrœðingar verði að hugsa allt öðru vísi en áður. Þeir verði að læra hand- bragðið, kuntia eitthvaðfyrir sér í myndgreiningu og fagurfrœðt Kannski á hatttt fyrst og fremst við að sagnfræðingar hafi það mikið vit áþessit aðþeirgeti nýtt sér sérfræðiaðstoð? Eggert: Það er ekki hægt að gera þá kröfu að sagn- fræðingurinn hafi vald á allri tækninni en mikilvægt er að hann og „pródúsentinn“geti talað saman. Sagnfræðingurinn má ekki vera algerlega undir verndarvæng „pródúsentsins". Þá þarf sagnfræðingurinn að kunna að „lesa“ myndir, greina jiær og vinna með þær sem heimildir. Fyrsta skrefið er að kenna fólki að horfa á myndir. Erlendur: Rithöfundarhæfi- leikar nýtast sagnfræðingum því þá ná þeir betur til fólks. Kvikmyndin er að þessu leyti sambærileg við bókmenntirnar. Mér hefur alla tíð fundist að kvikmyndafræði, kvikmynda- saga og myndmál, þyrfti nauðsynlega að vera fastur þáttur í uppeldi okkar og menntun. Fyrir nokkrum árum var ég ásamt félaga mínum með þátt í sjónvarpi, Kvikmynda- þáttinn, þar sem við reyndum að draga athygli fólks að myndmáli. Við vonuðum á sínum tíma að þessi þáttur yrði fastur liður í dagskrá Sjónvarpsins, að á eftir okkur tækju við nýir menn og að sjónvarpið yrði ævinlega með fræðslu um þetta efni. Miðað við hvað fólk horfir mikið á myndir j:>á er óviðunandi með öllu að ekki skuli vera nein kennsla í kvikmyndafræði. Þetta á að vera partur af menntun sérhvers manns. Minn draumur var sá að Kvikmyndasafnið næði að vaxa úr grasi og verða bakhjarl við skólakerfið við fræðslu í kvikmyndafræðum. Hvað tneð sagnfræðinga sérstaklega?A kennsla í tækni setn viðketnur kvik- myndagerð að vera hluti af menntun hvers sagnfræð- ings? Erlendur: Þeir þyrftu a.m.k. að vera tilbúnir í slaginn með sjónvarpsmönnum, kvikmynda- gerðarmönnum, og geta komið með ábendingar sem taka mið af myndmáli en ekki texta á bók. Ég tel mikilvægt að menn hafi kynnst vinnu með myndmál. Ég hef áhyggjur af því að samfélagið nýti ekki sagnfræðinga til þess að hafa áhrif á Jiað hvað fari á þessa myndmiðla því það er enginn sem ber ábyrgð á Jwí. Það er Er sjónvarp besta leiöin til aö ná til fólks? ein allsherjar tilviljun sem skýtur skökku við á þessum skipulagstímum. Eggert: Mikilvægt skref er að kynna þessi mál, t.d. fyrir sagnfræðinemum. Síðastliðinn vetur sýndi ég nemendum í aðferðafræði við Háskólann atriði úr fjölda mynda, heimildarmynda og leikinna mynda, sem ég hafði klippt saman, samtals um 70 mínútur. Öll voru atriðin til marks um einhver mistök. Fæstir nemendanna höfðu hugleitt hvort eitthvað væri rangsnúið í myndunum. Flestir höfðu séð þættina þegar þeir voru á sínum tíma sýndir í sjónvarpi og ekki tekið eftir neinu. Þetta er sjónvarpskynslóð, fólk um og yfir tvítugt, og virðist nánast fullkomnir þiggjendur. Sumir sögðu að nú horfðu þeir á heimildarmyndir í sjónvarpinu með allt öðru hugarfari en áður. Þetta er fyrsta skrefið, bæði hjá nemendum og sagnfræðingum, að efla gagnrýna hugsun gagnvart myndmáli. Þegar farið er að rýna í margar þessara heimildamynda sem gerðar liafa verið þá eru þær irýsna slappar. Eru sagnfræðingar ekki alltof feitnnir við sjónvarþ og kvikmyndir? Þeir semja bækur og ritgerðir ett veigra sér við því að fara ttþþ í sjónvarþ og bjóða fratn krafta sítta. Vex þetta þeint ekki meira í attgum ett ástæða er til? Þarna er einhver veggur á tnilli. Stundum er eins og hinir sjóttrænu tniðlar séu fyrir utan sjóttdeildarhring sagn- fræðinga. Erlendur: Það er erfitt fyrir hvern sem er að snúa sér að stórri stofnun. Gagnvart sjónvarpi er ójxiríi að vera með feimni, sérstaklega ef menn hafa þaulkannað eitthvert efni sem er vel úrvinnsluhæft í sjónvarpi. Menn verða að láta vita af sér; það er bara spurning um einstaklingsframtak. Ef hins I Ég tel mikilvægt aö menn hafi kynnst vinriu með myndmál. Ég hef áhyggjur af því að samfélagið nýti ekki sagnfræðinga til þess að hafa áhrif á það hvað fari á þessa myndmiðla því það er enginn sem ber ábyrgð á því. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.