Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 14
af þeim tímabilum, þegar ný
viðhorf og ef til vill ný
heimsmynd ryður sér til rúms.
Ein af ástæðunum fyrir þessu
metnaðarfulla mati á sam-
tímanum er sú staðreynd, að
iðkendur ýmissa fræðigreina
standa nú á nýjum mörkum
hvað varðar leiðir til að afla
nýrrar þekkingar og að hagnýta
hana í tæknilegum tilgangi.
Hér er ekki lengur um að ræða
mörk hins mögulega og
ómögulega, heldur hins æski-
lega og óæskilega, leyfilega og
óleyfilega eða hins rétta og
ranga, svo gripið sé til
orðaforða siðfræðinnar. Hér er
einkum átt við ýmsar greinar
líf- og læknisfræði, líftækni og
líffæraflutninga. Þróun á
þessum sviðum hefur, vakið
upp mikinn fjölda nýrra og
áður óþekktra álitamála, sem
taka verður á með siðfræöilegri
greiningu, stefnumörkun og
lagasetningu. Endurmat á áður
viðurkenndum gildum og
viðmiðum hefur þegar hafist og
kemur meðal annars fram í
breytlum skýringum á mörkum
lífs og dauða, sem byggja á
nýrri þekkingu á starfsemi
mannsheilans og taka tillit til
forsendna líffæraflutninga.
Sú víðtæka umræða, sem átt
hefur sér stað um vísinda-
siðfræði á síðustu áratugum,
hlýtur að vekja ýmsar áleitnar
vangaveltur meðal hug-
vísindamanna. í fyrsta lagi
hlýtur sú staðreynd, að
umræðan hefur að mestu snúist
um málefni raun- eða
náttúruvísinda, að benda til
þess, að þar hafi framfarir verið
hraðstígari en á sviði
hugvísinda. Þá kann þessi
staðreynd einnig að segja mikið
til um mat stjórnvalda,
fjölmiðlafólks, almennings og
jafnvel visindamanna sjálfra á
því, hvaða fræðigreinar séu
áhugaverðastar og leggi mest
af mörkum í baráttu manna fyrir
stöðugt aukinni þekkingu og
bættum lífsskilyrðum. Þá hefur
nokkurrar stöðnunar gætt í það
minnsta hér á Iandi, hvað
varðar rannsóknarsiðfræði
hugvísinda. Meðan þeir, sem
fjalla um siðfræðileg álitamál á
sviði raunvísinda brjóta heilann
um æskilega afstöðu fræði-
greina sinna til lífs og dauða,
hættir hugvísindamönnum til að
láta gamalkunnar spurningar
rannsóknarsiðfræðinnar halda
fyrir sér vöku. í hópi
sögusiðfræðinga glíma menn
löngum við það, hversu lengi
ýmsar tegundir heimilda jourfi
að liggja í þagnargildi. Þá snýst
umræðan tíðum um, hversu
nærri friðhelgi einstaklingsins
sagnfræðileg rannsókn megi
ganga. Það eru þó fleiri og
brýnni álitamál, sem
sögusiðfræðingar þyrftu að láta
koma til sinna kasta og hafa
beinni áhrif á tilverugrundvöll
sagnfræðinnar og vinnubrögð
innan hennar sem og á
sjálfsmynd sagnfræðinga og
verkefnaval þeirra. Er þar með
komið að spurningunni um
það, hver sé hinn eiginlegi
tilgangur sagnfræðilegra rann-
sókna.
Þessari yfirgripsmiklu spurn-
ingu má í raun sníða af-
markaðri búning, sem sýnir,
hversu beint samband hún
hefur við daglegt starf sagn-
fræðinga og annarra þeirra, er
ástunda líkar greinar. Nú á
tímum fer allur kostnaður í
sambandi við rannsóknir
hraðvaxandi. Þó þetta eigi
einkum við um rannsóknir á
sviði raunvísinda, er sú tíð
löngu að baki, að hug-
vísindamenn þurfi fátt eitt
annað en frið og fjöður til að
stunda fræði sín. Samkeppni
um fjármuni þá, sem ætlaðir
eru til rannsókna fer því
síharðnandi bæði milli fræða-
sviða og einstakra rann-
sóknarverkefna. Við slíkar
aðstæður er ekki óeðlilegt, að
iðkendum hinna ýmsu fræða
sé gert að færa fram nokkurn
rökstuðning fyrir ágæti verka
sinna og réttlætingu fyrir því,
að til þeirra sé varið fé, sem
mögulegt væri að veita til
ótölulegs fjölda annarra
verkefna. Allir þeir, sem leggja
stund á sögulegar rannsóknir
hljóta því fyrr eða síðar að svara
ágengum spurningum af
eftirfarandi tagi: Hvað hafið þið
fram að færa í samfélagi
fræðanna, er gerir það að
verkum að þið getið vænst þess
að tillit sé tekið til verkefna
ykkar við skiptingu þeirra
takmörkuðu fjármuna, sem
ætlaðir eru til rannsókna? Hvað
réttlætir það, að farið sé fram á
fjárveitingar til rannsókna á
löngu liðnum atburðum eða
horfnum sögulegum aðstæðum,
meðan enn vantar mikið á að
full-nægjandi þekking liggi fyrir,
er hagnýta megi í baráttu við
sjúkdóma, sem enn eru ó-
læknanlegir, til að sporna við
uppblæstri á viðkvæmum
beitilöndum eða náttúruperlum,
bæta stöðu ofnýttra fiskistofna
eða skapa yngstu kynslóðum
þjóðarinnar bætt uppeldis- og
menntunarskilyröi, svo bent sé
á nokkur brýn rannsóknarsvið,
sem ekki hefur verið sinnt sem
skyldi hér á landi? Öll ganga
Nú á dögum þurfa hugvísindamenn
meira en Jriö og fjööur" til aö stunda
fræöisín. Oldin varönnurþegarOddur
þýddi Nýja Testamentið.
12