Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 24

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 24
Margrét Guðmundsdóttir Kartöflur gufusoönar í almenningseldhúsinu viö Möllegade árið 1918. enn ekki fengið sér neitt til að láta í ofninn. Á kvöldin sat Hjörtur oft uppi við teikningu og skriftir þar til honum var orðið kalt. Þá fór hann í rúmið og las, lýsingin var innifalinn í leigunni og hana þurfti ekki að spara eins og hitann." Á stríðsárunum voru sam- þykkt lög sem heimiluðu stjórnvöldum í Danmörku sérstakar ráðstafanir til að halda verði á helstu lífsnauðsynjum niðri. En 1. september 1919 voru þau afnumin og eftir það hækkaði verðlag á matvöru mikið. Verð á eldsneyti hækkaði þó langmest. í árslok 1920 var verðlag á matvöru í Kaup- mannahöfn 176 % hærra en árið 1914 en eldsneyti hafði hækkað um 478 %.» Hjörtur hafði ekki hraustan maga, en átti ekki í neinum erfiðleikum með að læra átið hjá Dönum. Finnur hafði verið kokkur á skútu 13 ára gamall og gat státað af fjögurra tíma kennslu í matseld.36 Hjörtur kynntist þó ekki matargerðarlist vinar síns þennan vetur. Finnur benti honum hins vegar á stað þar sem best væri að borða - þar sem mest fengist fyrir peningana: „hann sagði að maður æti ekki „hrúgu af „serviettum" og hóp af frammistöðuþrælum með logagylltum hnöppum." Árið 1917 komu borgaryfirvöld í Höfn á fót matsölu fyrir almenning, að áeggjan stjórn- valda. Þar var hægt að fá tviréttaða heita máltíð á mjög vægu verði.37 Finnur vísaði Hirti þangað, í Folkekokkenet. „Þar er seldur matur helst til verkamanna, góður og aðeins 1,25 máltíðin sem kostaði meir en helmingi meira og væri helming minna á matsölu- húsum. Ríkið sér um þessa sölu og þar borðar allskonar fólk fyrir utan verkamenn." (22.10.1920) Áður en Hjörtur fór til vinnu á morgnana keypti hann sér böggul af smurðu brauði á 70-80 a., sem hann át í hádeginu. Meistarinn bauð upp á kaffi. Eftir vinnu kl. 6 borðaði hann á matsölunni. Þar var boðið upp á sitt af hverju t.a.m. baunir og svínaflesk, nautakjöt, fisk, kál og sætsúpur. Þeir Finnur keyptu í félagi brauö og oftast pott af mjólk á dag, sem þeir gæddu sér á kvölds og morgna. Fæðið kostaði Hjört eitthvað á þriðju krónu á dag og þótti honum ekki dýrt.w Herbergisfélagarnir urðu að halda í hverja krónu. En Hjörtur naut þess að Finnur þekkti vel til í Kaupmannahöfn og var orðinn sjóaður í stríðinu fyrir hversdagsþörfunum. Ung- karlarnir kvörtuðu ekki yfir atlætinu í Höfn. Þeir bjuggu auðvitað mjög þröngt en voru vanir því að heiman. Karlmenn, hvort heldur synir kotbænda eða stóreignamanna, þurftu ekki að j^jónusta sig sjálfir, A kvöldin sat Hjörtur oft uppi viö teikningu og skriftir þar til honum var oröið kalt. Þá fór hann í rúmiö og las, týsingin var innifalinn í leigunni og hana þurfti ekki aö spara eins og hitann. Herbergisfélagarnir urou aö halda í hverja krónu. En Hjörtur naut þess aö Finnur þekkti vel til í Kaupmanna- höfn og var oröinn sioaour í striöinu fyrir hversdags- þörfunum. heima eða að heiman. Herbergisfrúin þjónaði félögunum prýðilega en örugglega ekki af eins mikilli natni og mæður eða systur. Þegar Elka var búin að rekja úr bróður sínum garnirnar um aðbúnað strákanna kvað hún upp þennan dóm: „Það er ekki verra en piltarnir hér verða við að búa og betra en hjá sumum.“39 LEIKER OG STÖRF Hjörtur var ánægður með meistara sinn í iðninni og námið gekk vel. Vinnustofan var lítil, aðeins meistarinn sjálfur og tveir synir hans, annar uppkominn en hinn 14 ára. „Karlinn lætur sér mjög annt um að ég geti lært sem mest”, skrifar Hjörtur, „en lætur mig alveg sjálfráðan hvenær ég kem og fer á daginn, eða hvernig ég hef það.“ Synirnir voru báðir mjög viðkunnanlegir og blátt áfram að sögn Hjartar og móðir þeirra tók honum sem „gömlum vin“. Lærlingurinn frá íslandi naut þess að vinna hjá litlu fjölskyldufyrirtæki. Finnur mátti hins vegar gjalda fyrir þjóðernið á vinnustofu Mikkelsen hirðgullsmiðs. En hann var ekki í vandræðum með að svara fyrir sig. Vinnufélagar Finns reyndu aðeins einu sinni að gera gys að Islendingnum.10 í layrjun desember var Hjört- ur farinn að fá 10 kr. vikulaun, „lítið dregur vesælan það er þó fyrir húsaleigunni.“'11 Þá var meistarinn búinn að skrifa Einari Jónsson og lýsa yfir mikilli á- nægju með lærlinginn.*7 Hjörtur hélt vel um peningana, sparaði 40 aura á dag með því að fara fótgangandi til vinnu en taldi slíkt ekki eftir sér; verð að ganga greitt til að komast Jiað á hálftíma, en maður hefur ekki nema gott af því að hreyfa sig það kvölds og morgna, reyndar get ég ekiö með sporvagni nærri alla leið, en mér finst ekki taka jnví og svo dregur það sig saman þó ekki sé nema 20 aurar í hvert skipti. (12.11.1920) Það tók tíma að kynnast 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.