Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 33
einnig rétt, að „ísfirðingar álma-
Gaut/ætluðu’um nótt að hýða“.
Og meira en ætluðu, það var
opinbert leyndarmál, að Lárus
var hýddur á Þorláksmessu-
kveldi, en móðir mín fékk eitt
sinn skemmtilega staðfestingu á
því. Hún var stödd „á einhverju
Fram-balli“ eins og hún orðaði
það. Þá bauð henni upp ungur
maður og sagði sem svo: „Ég
verð að fá að dansa við yður, frú
María, því að faðir minn var einn
af þeim sem flengdu hann Lárus“!
Að þessum atburði lýtur vísa
séra Sigurðar í Vigur. Hún er í
vísnabók Skúla og eignuð þar
séra Sigurði; svo sagði mér Jón
Guðnason.
Það er sorglegt synclagjald,
og sýnistfjúka í skjólin,
að eiga rassskelt yfiivald
á ísafirði um jólin.
Ég heyröi það tingur, frá rnóður
minni trúlegast, að Lárus hefði
hvergi hvikað frá því, að
Theodora hefði ort vísuna og
vantaði ekki hrokann í
rökstuðninginn: Allir vissu, að
Skúli gat ekki barið saman vísu
nema með harmkvælum, en að
honum frágengnum væri frú
Theodora eina manneskjan á
ísafirði, sem trúandi væri til að
vita það, að „rassskeltur" væri
með þremur s-urn.8
í elleftu rímu eru þessar vísur
lagðar í munn Lárusi:
Kenndi Hannes Hafstein mér
haglega' í blöö aö yrkja;
Ijóö mín skulu hraustan her
hressa, magna og styrkja.
Vilji eitthvert illfygli
ofan í mig fara,
þá skal ég í Þjóöólfi
því með stöku svara.
Þeir voru mágar, Lárus og
Hannes; l'yrri vísan lýtur að því,
að Lárus gekk með skáldagrillur
eins og margur maðurinn,„fékkst
nokkuð við kveðskap, t.d.
Heineþýðingar" (V.Þ.G.). Síðari
vísan styðst við atvik í
réttarhöldunum í Skúlamálunum.
Lárusi þókti bústýra Skúla,
Guðbjörg Jafetsdóttir, full-
„ÚT VIÐ GRÆNAN AUSTURVÖLL“
einarðleg og sagði: „Ætlið þér
ofan í mig, kvenmaður"? Hún
svaraði að bragði: „Nei þangað
langar mig ekki”!
Þetta er sögn móður minnar.
Annað sinn var það, að Lárus
spurði með þjósti: „Hvernig
voru brauðin, sem fanginn
fékk“? „Spyrjið bakarann að
því“ svaraði Guðbjörg, en
bakarinn mun hafa verið einn
af fáurn fylgismönnum Lárusar
í kaupstaðnum.
Og enn er kveðið:
Hef eg og meö höfðingjum
heldur verið talinn
og í nefnd í útlöndum
öðrum fremur valinn.
Þetta er enn lagt Lárusi
í munn. Eins og hann stendur,
er seinni partur þessarar vísu
illskiljanlegur; Vilhjálmur Þ.
Gíslason ber það ekki við að
hafa uppi skýringar. Það er
sögn móður minnar, eftir frú
Theodoru, að Lárus hafi orðið
þessari vísu reiðastur. Hún lúti
að “Raskhneykslinu” svonefnda.
Lárus hafi verið einn aðal-
maðurinn í aðförinni að
Þorsteini Erlingssyni og “nefnd
í útlöndum” vísi beinlínis til
þess. Ég læt þetta úrlausnarefni
öðrum eftir, að minnsta kosti
að sinni; víst væri það þarft
verk að rannsaka „Rask-
hneykslið" niður í kjölinn.
Orðið þessari vísu „reiðastur"
stendur hér, og vel má svo vera,
en Kristján Bersi benti mér á
aðra vísu, rétt á sarna stað, sem
Lárus hefði mátt þykkjast við og
ekki minna, hún er þessi:
eitruð hún er sneiðin, sem að
Lárusi er rétt: „Ég skal vera faðir
fús/föðurleysingjanna“.
„OG FEGURÐIN MUN
RÍKJA EIN“
Það er í elleftu rimu sem
upphefst fegurðarfjálgleikinn um
Hannes Hafstein:
Sá var fyrða fríöastur
fallega mjög sig barhann,
kemþa'á velli, knálegw;
konunglegur var hann.
Vilmundur landlæknir á að hafa
látið svo um niælt, að hann hefði
aldrei heyrt neina konu tala um
alla þessa fegurð, hinsvegar
hefðu karlarprástagazt á henni.
Þetta taldi Vilmundur bera vott
um „latent hómósexúalisma" í
íslensku þjóðinni! („blundandi
kynvillu" mætti kannski þýða
það). Þetta er sögn Sverris
Kristjánssonar, sagnfræðings, en
ekki snertir það Aljoingis-
rímurnar. Stundum er sent maður
skynji skensið en geti ekki
almennilega fest á því hendur.
Svo leynir J^að sér e.t.v. ekki á
öðrum stað:
Hermann digurþrífork þreif á þingið reið hann;
selir grétu gleðitárum,
gœgðust uþþ úr köldum bámm.
Vöðuselur var þar stór og varð að oiði:
„Hermann frœndi, íþingsalþínum
þú skalt heilsa brœðrum mínum.
Veriu sœll, þér óskum allir auðnu’oggetigis.
Á þvi vota áttu heima,
aldrei máttu þessu gleyma.
„Eg verð að fá að
dansa við yður, frú
María, þvíað faðir
minn var einn af
þeim sem flengdu
hannLárus“I
Mitt skal öllum opið hús
engum mungát banna;
ég skal verafaðirfús
föðurleysingjanna.
Hér er bersýnilega einhver
ótuktarskapur á ferð, en hver?
Kristján heldur, og rámar í að
hafa heyrt jtví fleygt, að Lárus
sem þá var sýslumaður
Snæfellinga, hafi legið á því
lúalega að draga von úr viti að
skipta dánarbúum og jtá
væntanlega engu tapað á þeim
| drætti. Sé þetta rétt, skilst, hve
Dauf mun vistin þykja þérá þumt landi,
verði þér ei vœri, þáflýja
vínlands skaltu til hins nýja“.
Hermann jiessi er Hermann
Jónasson á Þingeyrum, þekktur
maður á sinni tíð. „Orðin um
vöðuselinn eiga að vera skens
upp á svip hans og fas“ segir
Vilhjálmur Þ. Gíslason. Látum
svo vera, en hvers vegna að fara
eins og köttur í kringum heitan
graut um þaö sem skín út úr nær
hverju orði í vísunum fjórurn hér
að ofan, að maðurinn var
„Ætlið þér ofan í
mig, kvenmaður"?
Hún svaraði að
bragði: „Nei
þangað lanaar
mig ekki“!
31