Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 32
Jón Thor Haraldsson
Osló. Á spássíuna í
ljóðahókum góðskáldanna hafði
hann skrifað ærna fjöld
klámvísna eftir hlutaðeigandi
höfunda. Friðrik hórðarson
ljósritaði þetta allt og sendi
Þjóðskjalasafninu. - Og fékk
ákúrur fyrir lijá lands-bókaverði
að senda þeim þetta, ekki sér:
„Landsbókasafnið á líka
handrit!" (Sögn Friðriks. Sjá og
Gunnar Sigurðsson (safnaði):
Apoktyfar vísur, Rv. 1938, bls.
26-27).
KVENNAFAR ENN OG
VON, AÐ LINNI NÚ
SENN
Krókinn vildi’ af kappi tnala
kvennaljóminn Indriði;
þegar álli lil að taka,
tómhljóð var í skúffunni.
Um þessa vísu hefur Vil-
hjálmur Þ. Gíslason þetta eitt
fram að færa: „Kvennaljóminn
Inclriði J. Einarsson skáld og
revisor, og er átt hér við endur-
skoðunarstörf". Ekki verður
það nú beinlínis lesið út úr
vísunni, en hitt er rétt, að
Indriði var oft nefndur Indriði
revisor eða bara „revisorinn".
Það gerðu að minnsta kosti
grannar hans í Vonarstræti 12,
húsi Skúla Thoroddsens: „Er
búið að reisa tröppuna fyrir
revisorinn"? var frú Theodóra
vön að spyrja á gamlárskvöld.
Indriði þurfti að klöngrast yfir
girðingu til þess að geta gengið
í kringum hús sitt og sagt:
„komi þeir sem koma vilja“
o.s.frv. Þetta er sögn Maríu
Skúladóttur Thoroddsens. Hver
veit annars nema orðið
„kvennaljómi" hafi verið
eitthvert dulið skens, einhver
hálfkveðin vísa. Eg hef að
minnsta kosti krotað á
spássíuna: „Eitthvað heyrði ég
um það í ungdæmi mínu, að
Indriði hefði átt viðhald í
Hafnarfirði, gengið þangað úr
Reykjavík og kallað það
„heilsubótargöngur". - Og getur
ekki gagnslausari fróðleik né
ómerkilegri, jafnvel þótt satt
væri.
Svona rétt að síðustu: Að
sögn Kristjáns Bersa Ólafssonar
stóð faðir hans, Ólafur Þ.
Kristjánsson, á því fastar en
fótunum, að þekkt vísa úr 1.
rímu væri ódulbúið skens um
gamlan graðnagla, og dæmi nú
hver fyrir sig; að sögn V.Þ.G.
merkir „Yggjar kvon“ jörð:
Hollur tiggja', ervar til von,
vanur fénu að býta
rammur Yggjar reið þar kvon
riddarinn Tryggvi Gunnarsson.
Gvendi á Sandi sveið í lófann,
synjuðu þeir urn skáldslyrkinn.
„Gvendur á Sandi“ er auð-
vitað Guðmundur Friðjónsson.
Að sögn frú Theodoru
Thoroddsens sátu þeir Valdimar
Ásmundsson og Guðmundur
skólaskáld yfir þessum fyrriparti
og gátu ekki botnað, svo vel
væri. Þá „snaraðist inn“ Einar
Hjörleifsson og bætti við:
Irtdriði þurfti að
klöngrast yfir
girðingu til þess
að geta gengið í
kringum hús sitt
og sagt: „komi
þeir sem koma
vilja" o.s.frv.
Einn með hnýtlum höndutn skóf hann
himingrautar-þottinn sinn.
Þetta á að vera „skens um
skáldmái Guðmundar” segir
VilhjálmurÞ., ugglaust með réttu
(bls. 123). Af sama toga er
spunnin vísa, sem móðir mín
kenndi mér en vissi ekki höfund
að; hún fær að fljóta með:
/ sóthríð í eldhúsi
er það fríða valkvendi.
Eldar lýðum ómeti
og eigrar á gríðarstuttþilsi.
Það er annars fróðlegt að bera
saman umsóknir Matthíasar
prests og Guðmundar bónda.
Ólíkt er meiri reisn yfir
skáldbónda en skáldjöfri, en út í
þá sálma verður ekki farið.
Hver veit annars
nema orðið
„kvennaliómi" hafi
verið eitthvert
dulið skens,
einhver
hálfkveðin vísa.
SKÚLAMÁLIN
í elleftu rímu kemur til
sögunnar Lárus H. Bjarnason.
Sá var af Magnúsi Stephensen
sendur á ísafjörð, fyrst vegna
máls Sigurðar „skurðs" en síðar
til að rannsaka alla
embættisfærslu Skúla
Thoroddsens sýslumanns og
hrekja hann úr embætti.
Verður að gera ráð fyrir því,
að saga sú sé lesanda í öllum
meginatriðum kunn. Fjórar
vísur fyrst:
SendurLárus vestur var
vígamóði fylllur;
móti Skúla brandinn bar
barðist eins og trylltur.
Komst í marga þunga þraut
þrekinn Baldur skíða;
ísfirðingar álma-Gaut
œtluðu’ um nótt að hýða.
Segirfomum sögum í,
sem að ýmsir triia,
að Lánis hugðust heljatþý
úr hálsliðunum snúa.
Lygi sjálfsagt er það allt
um þann kaþþa friðan,
en eitt er víst, að höfuð hallt
hefur 'ann borið stðan.
Ilvað síöustu vísuna varðar
er þess að geta, að Lárus bar
bókstaflega „höfuð hallt“, eins
og greinilega sést af ljós-
myndum.
Rannsóknin sóttist Lárusi
bæði seint og illa enda ekki á
góðu von: Skúli „snýr öllum
vitnum systematískt" segir hann
í bréfi til bróður síns! 7 Það er
„móti Skúla brandinn bar.
30