Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 35
Agnes S. Arnórsdóttir
FRÁ KVENNASÖGU TIL
KERFISBUNDINNA RANNSÓKNA
Asama hátt og Jón
Sigurðsson beitti sögu-
legum rökum í sjálf-
stæðisbaráttunni forðum, hafa
jafnréttissinnar leitað til fortiðar
að haldbærum rökum í baráttu
sinni fyrir jafnrétti kynjanna. Er
það upphaf kvennasögunnar.
En þrátt fyrir að sagan hafi
tilhneigingu til að eiga sér
pólitíska bernsku er ekki þar
með sagt að allt hennar
æviskeið þurfi að bera þess
merki. Brýnt er að láta ekki
pólitíkina ráða yfir fræðilegri
hlutlægni, þótt ljóst sé að
fræðimenn hætta aldrei að vera
börn síns tíma. hess vegna
þurfum við að vera á verði í
völundarhúsi fræðanna.
Flestir kannast við þær tilraun-
ir sem gerðar liafa verið til
að„bæta konum við“hina
almennu sögu. Einhverra hluta
vegna hefur sú aðferð ekki
reynst sem skyldi. Sú saga
kvenna sem sögö hefur verið í
almennum sagnfræðiritum er
oftast í sérstökum köflum
merktum kvenkyninu, og í
fræðilegri umræðu vantar mikið
á að viðfangsefni kvennasögunar
séu tekin með í jxi sögu sem
við köllum ýmist sögu þjóöar
eða mannkyns. Sumir vilja
kannski skýra þetta með hinum
unga aldri kvennasögunnar.
Saga verður ekki endurskrifuð
á einni nóttu og íhaldssemin
gætir dyggilega gömlu góðu
hefðarinnar, en hún var lengi
vel að saga karla var saga
þjóðar eða mannkyns. Öllu
líklegri skýring er þó að aðferöin
sem notuð hefur verið við
kvennasögurannsóknir hefur
bara ekki dugað nógu vel.
Sú kvennasaga sem stunduð
var á bernskuskeiði greinarinnar
var bæ'ði til gagns og gamans.
Um var |3Ó að ræða svipaða
tegund sögu og gömlu
karlasöguna sem ekki heldur
var vel til þess fallin að segja
heildarsögu. Eins og við
könnumst við var karlasagan
lengi saga hins opinbera
stjórnmálalífs j:>ar sem karlar voru
í öllum aðallilutverkum. Sú saga
á eins mikinn rétt á sér og sagan
af konum sem fengust við
uppeldi og matreiðslu. Þessar
sögur um karla og konur verða
fyrst varhugaverðar þegar við
förum að draga rangar ályktanir
af þeim. Rangt er lil dæmis að
segja að öll pólitísk ákvarð-
anataka hafi eingöngu verið í
höndum karla og að bara konur
hafi fengist við uppeldi barna.
Það er svo pólitík að sagan um
húsmæður hefur aldrei hlotið
þann heiður að kallast
þjóðarsaga.
Segja má að almennt sé
býsna mikiö að gerast í kvenna-
sögurannsóknum bæði hvað
varðar aðferðafræði og
Sú kvennasaga
sem stunduð var á
bernskuskeiði
greinarinnar var
bæði til gagns og
gamans. Um var
þó að ræða
svipaða tegund
sögu og gömlu
karlasöguna sem
ekki heldur var vel
til þess fallin að
segja heildarsögu.
kenningasmíð. Þessar rann-
sóknireru jafn forvitnilegar fyrir
þá sem ekki hafa sérstaklega
fengist við að athuga sögu
kvenna, og hina sem eitthvað
hafa fengist við slíkar athuganir.
ÞRÓUN í KVENNA-
SÖGURANNSÓKNUM
Þegar rannsóknir í kvennasögu
hófust, var markmiðið að finna
heimildir um konur og skrifa
kvennasögu, helst inn í hina
almennu sögu. Eftir um það
bil tveggja áratuga rannsóknir
hefur kvennasagan ekki enn
birst í yfirlitsverkum um
sagnfræði. í besta falli er hægt
að finna einstaka kafla um
stöðu kvenna í allra nýjustu
verkum.1
í ljós hefur komið aö hér
er um býsna flókið verkefni
að ræða. Fáir efast um að
konur hafi skipt máli í
sögulegri jtiróun, en heim-
þaö er pólitlk aö húsmæörasaga hefur ekki hlotiö sess þjóöarsögu.
33