Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 78
Nú eru aö vaxa úr
grasi kynslóöir sem
sjónvarpiö hefur
„aliö up p“ og því
finnst sumum aö
besta leiöin til að ná
til þessa fólks sé
meö myndum.
AÐ SEGJA SÖGU í SJÓNVARPI
Hringborðsumræður um sagnfræði og sjónræna miðla
síðasta árgangiNýrmrsögu
var viðtal við danska
sagnfrceðinginn Karsten
Fledelius þar sem hann sakar
sagnfrœðinga um að vanrœkja
hina sjónramu miðla. Orðrétt
sagði hann: „Sagnfrœðingar
bera auðvitað vissa ábyrgð á
ríkjandi viðhorfum til
fortíðarinnar og takistþeim að
vekjafólk til umhugsunar um
miðlunsögu ísjónvarþiogstuðla
að gagnrýnni hugsun þá vœru
þeiraðgegna því hlutverki sem
þeim ber í þeim efnum. Láti
sagnfrœðingar aftur ái móti eins
og ekkert hafi í skorist og
sniðgangisjónvarpið dœma þeir
sjálfa sig úr leik. Þá axla þeir
ekkiþá ábyrgð semþeir bera á
því að fortíðin sé meðhöndluð
af heiðarleika og skynsemi. “
Viðtalið endará ákalli hans til
sagnfrœðinga um aðsofna ekki
á verðinum heldur takast á við
hina nýju miðla, þeir verði „ að
þekkja sinn vitjunartíma vilji
þeir hafa áhrif á það hvemig
upþvaxandi kynslóðir skynja
söguna. “
Þótt hérsé tekið djúþt í árinni
þá er áhrifamáttur sjónvarps
og kvikmynda staðreynd sem
ekki verður horfl fram hjá.
Börn og unglingar lifa og
hrærast í myndum og hið
ritaða mál á í vök að verjast.
Hvemig eiga sagnfræðingar að
bregðast viðþessum aðstæðum?
Eiga þeir að snúa sér afkrafti
að gerð sögulegra sjón-
varpsþátta? Hafa þeir verið
alltof ragir við að starfa með
kvikmyndagerðarfólki? Hvaða
vandamál mæta sagn-
fræðingum við gerð
sjónvarpsefnis? Hafa lifandi
myndir verið vanrœktar sem
heimildir? Ólal slíkar
spurningar hljóta að vakna í
huga allra þeirra sem áhuga
hafa á sögu og miðlun
sagnfræðilegs efnis. Viðfangs-
efnið er brýnt og til að rœða
það nánar fékk Ný saga til liðs
við sig Erlend Sveinsson
kvikmyndagerðarmann og
sagnfræðingana Eggert Þór
Bernharðsson og Helga
Þorláksson en þeir hafa allir
unnið að gerð mynda um
söguleg efni. Fyrst voru þeir
inntir eftir áliti sínu á orðum
Fledeliusar sem tilfærð eru hér
að ofan.
Helgi: Er hættan nokkuð meiri
en verið hefur? hað er í sjálfu sér
ekkert nýtt í sambandi við
myndir. Sagnfræðingarhafa lengi
haft af því áhyggjur að þeir
rannsaka og vinna frumvinnuna.
Svo koma aörir, ganga í þeirra
verk og fleyta rjómann ofan af;
notfæra sér rannsóknirnar og
skrifa aðgengilegan texta fyrir
almenning.
Ummæíi Fledeliusar minna á
umræðu sem var áberandi fyrir
tíu árum eða svo, t.d. í Sögnum.
Pá var mikið rætt um það hvernig
sagnfræðingar ættu að koma sér
á markað. Ekkert var að vísu
rætt um hina sjónrænu miðla en
spurningin er hvort þetta sé ekki
að einhverju leyti sambærilegt.
Eggert: Vandamálin hljóta að
vera ný. Á milli þess að skrifa
texta og^ búa til mynd er langur
vegur. í síðarnefnda tilvikinu
eru komin til skjalanna tæki,
tæknifólk og fleiri atriði sem
við þurfum að kunna einhver
skil á. Menn eru lítið farnir að
hugsa um þetta af alvöru. Hins
vegar er engin tilviljun að svona
umræða skýtur upp kollinum
einmitt núna. í Háskóla íslands
hafa menn haft sívaxandi áhuga
á miðlun sagnfræðilegs efnis og
núna eru margir farnir að gera
sér betur grein fyrir því en áður
hvað hinir sjónrænu miðlar eru
mikilvægir og hvað áhrif þeirra
eru mikil. Nú eru að vaxa úr
grasi kynslóðir sém sjónvarpið
hefur „alið upp“ og því finnst
sumum að besta leiðin til að
ná til þessa fólks sé með
myndum. Þetta er það sem
Fledelius vildi vekja okkur til
umhugsunar um.
Helgi: En getur þáttur
sagfræðinga orðið meiri en að
þeir komi sjálfum sér á framfæri,
Erlertdur Sveinsson
Helgi Þorláksson
Eggert Þór Bernharðsson
76