Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 13

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 13
Hjalti Hugason SÖGUSIÐFRÆÐI Það undarlega heiti, er þessum pistli hefur verið valið - sögusiðfræði, er hér notað sem samheiti yfir vangaveltur urn ýmis álitamál, sem upp koma varðandi sagnfræðirannsóknir og sögu- ritun. Pað er mat þess, sem hér lætur þanka sína út ganga á þrykk, að rnjög bresti á, að um slík mál hafi verið fjallað í þeim mæli, sem nauðsynlegt er. Kröftug umræða um sögu- siðfræði mundi fremur en nokkur skoðanaskipti önnur valda endurmati og endurnýjun á sviði fræðigreinarinnar. Til jress að svo mætti verða, yrði þó að taka á málum með beinskeyttum hætti og fjalla um sjálfan tilverugrundvöll og tilgang sagnfræðinnar í heild. Hér á eftir verður bryddað upp á fáeinum sögusiðfræðilegum álitamálum. Hugleiðingarnar u um þau munu mótast nokkuð af því, að greinarhöfundur hefur nýlega verið ráðinn ritstjóri fyrir sögu kristni á íslandi í 1000 ár, er Alþingi Islendinga ákvað á síðastliðnu ári að standa að í tilefni af minningarhátíð þeirri um kristnitöku landsmanna, er nú tekur að nálgast. Sögusiðfræði er aðeins lítill hluti af víðtækari umræðu um eðli, gildi og hlutverk vísinda og fræða, er stöðugt þarf að fara fram. Hún verður jrví ekki slitin úr tengslum við vísindasögu og vísindasiðfræði almennt. Margt hefur verið rætt og ritað á undanförnum áratugum um eðli þeirrar þekkingar, er maðurinn býr yfir, sem og eiginleika þekkingaröflunar. Er þar bæði ' átt við jrá jrekkingu, sem sérhver einstaklingur aflar sér ekki hvað * síst á barnsaldri og hina fræðilegu jiekkingu, sem fámenn stétt vísindamanna skapar. í þessu sambandi nægir að nefna hugmyndir svissneska sál- fræðingsins Jean Piaget og bandaríska vísindasagnfræð- ingsins Thomas S. Kuhn. Fyrrnefndi fræöimaðurinn benti á, að öll þekking og þekkingaröflun byggðist annars vegar á athugun á umhverfinu en hins vegar á sálfræðilegum eiginleikum athugandans. Taldi hann síðari j^áttinn skipta sköpum varðandi alla þekk- ingarleit. Þá lagði hann áherslu á, að jrað tæki ætíð langan tíma að afla nýrrar þekkingar. Ætti það bæði viö um börn, sem glímdu við að skapa sér mynd af nánasta umhverfi sínu, og vísindamenn, er ynnu að flóknum rannsóknum. í ljósi j^essa bæri að skoða hina viðurkenndu, vísindalegu j^ekkingu sem „summu" eða heildarniðurstöðu af eljusamri vinnu fjölmargra kynslóða fræðimanna, sem mann fram af manni hefðu lagt til lítinn skerf hver í hinn sameiginlega þekkingarsjóð, sem úr væri að spila. Nýjar og að því, er viröist, byltingakenndar liugmyndir taldi hann jrví ætíð eiga sér langan aðdraganda. Hafi Piaget einkurn haft á- huga fyrir langtímasamhengi í þekkingaröflun og sálfræði- legum forsendum hennar, var Thomas Kuhn uppteknari af byltingunum og stormatíma- bilum vísindasögunnar. Hann taldi, að þar skiptust á tímabil Jean Piaget hægfara þróunar, þegar menn öfluðu stöðugt nákvæmari þekkingar, er félli að viður- kenndum skýringum og fyllti út í þá mynd, sem þegar væri j^ekkt i megindráttum, og skeið stökkbreytinga, þegar við- teknum skýringum, viðmiðum og jafnvel heimsmynd væri hafnað, vegna j^ess að niðurstöður rannsókna tækju að rekast á við jraö, sem áður hefði verið talið gild latína í vísindalegu tilliti. Þessi tímabil taldi hann vera uppskerutíma fræðanna, er ný grundvallar- viðhorf íyddu sér til rúms og forsendur sköpuðust til raunverulegra framfara og endurnýjunar. Þeir, sem hafa tamiö sér að nálgast mál út frá sögulegu sjónarhorni, hljóta að líta svo á, að ekki sé mögulegt að segja til um, hvenær byltingaskeið ganga yfir i vísindasögunni fyrr en eftirá, jregar jafnvægi hefur komist á að nýju og menn taka að meta það, sem áunnist hefur. Tilfinning manna fyrir því, að þeir lifi slíka breytingatíma, getur þó veriö missterk. Ekki virðist heldur óeðlilegt, að ýmislegt, sem nú á sér stað i heimi fræðanna, ýti undir jaað hugboð, að einmitt nú á dögum eigi sér stað eitt Thomas S. Kuhn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.