Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 40
Agnes S. Arnórsdóttir
að mestu um karla. Þó er
mögulegt að lesa um konur í
þessum heimildum og með því
að bæta þeim við karlasöguna
sjáum við karlana í öðru ljósi og
í meira samhengi. Aðferðin bak
„kynjasögunnar“ minnar var að
lesa saman Sturlungu og Grágás
og bera saman ákvæði um
réttindi og skyldur karla og
kvenna. í ljós kom að þessar
tvær heimildir höfðu langt í frá
sömu sögu að segja. Ég hóf þá
leit að skýringum í sjálfu sam-
félagskerfinu og valdi að athuga
ættina og þróun hennar. Það
mynstur sem sú rannsókn leiddi
af sér hafði ég síðan að leiðarljósi
við túlkun heimildanna um ólíka
stöðu kynjanna. Þróun
ættakerfisins og ætta- og
fjölskyldutengsla gáfu vís-
bendingu um aukna miðstýringu
(engin ný sannindi!) og
afleiðingin varð minnkandi
umsvif og áhrif fjölskyldu- og
ættartengsla í allri stjórnsýslu.
Þetta þýðir að hinu formlega
valdi óx ásmegin á kostnað
óformlegra valdaathafna. Við
endurlestur Grágásar og
Sturlungu varð mér ljóst að
þjóðfélagsþróun 12. og 13. aldar
getur skýrt af hverju konur virð-
ast vera valdaminni samkvæmt
Grágás en Sturlunga sögu. Þó
getur Grágás stundum bent
okkur á hvað konur voru að
bauka. Lagaákvæði um að konur
hafi ekki leyfi til að kaupa vörur
til búsins án samþykkis karla,
bendir til að einhverjar kellur
hafi verið að fást við meiri
innkaup en körlum líkaði.
Bæði Grágás og Sturlunga-
saga eru góðar heimildir um
utan stokks líf íslenskra mið-
aldamanna. Þær eru að öllum
líkindum skráðar af körlum og
spegla því fyrst og fremst heim
karla. Einna helst er sagt frá
konum þegar þær eru í námunda
við aðalsögusviðið - sem er að
mati karla þeirra eigið. Ekki er
víst að svo hafi verið, en úr því
geta þessar heimildir ekki skorið.
Einmitt þess vegna verðum við
að geta í eyður, endurskoða
heimildir, bera saman og reyna
að geta í eyðurnar. Slík leit er og
verður hlutverk sagnfræðinga
hvers txma.
í þriðja hefti Nýrrar sögu
benti franski sagnfræðingurinn
Jacques Le Goff á að þörf væri
á nýjum rannsóknum á valda-
hugtaki miðalda.20 I rann-
sóknum mínum hef ég bent á
að bæði bein og óbein áhrif
kvenna á stjórnmál 12. og 13.
aldar hafi verið töluverð og því
full ástæða til að gefa
miðaldakerlingum gaum í
pólitískri sögu timabilsins.2'
Konur skiptu máli í pólitíkinni
og var meginástæðan ekki
persónulegir eiginleikar þeirra,
þó að sumar þeirra hafi verið
liinir mestu skörungar. Ástæðan
liggur fremur í ætta- og
fjölskyldukerfinu. Framan af
þjóðveldistímanum gátu konur
notið sterkrar pólitískrar stöðu;
þær gátu haft áhrif á þróun
atburða og bæði beint og
óbeint stýrt körlum sínum í
ýmsar áttir. Samfara minnkandi
valddreifingu á 13. öld og
aukinni miðstýringu minnkaði
bein aðild kvenna að
stjórnmálum. Ákvæði Grágásar
um takmörkuð réttindi kvenna
má túlka í þessu ljósi; þar er
að finna tilraun sem er afleiðing
almennar mistýringaráráttu sem
þýddi samþjöppun valdsins í
hendur fárra karla.
Þessi þróun varð til þess að
pólitíkin hvarf meira af yfir-
ráðasvæði kvenna innan stokks,
og að öllum líkindum hefur
Þjóðernissinnuð kartasaga „kom sá og sigraði" í kjölfar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
heimavöllurinn farið að skipta
minna máli í pólitískum
samningum manna á millum.
Konur héldu þó áfram að hafa
pólitíska þýðingu og þær gátu
haft töluverð áhrif meðal annars
við að eggja karlana til dáða. Þá
voru konur settar í nefndir til að
úrskurða bótaupphæðir. Það má
skýra á þann hátt að á þær hafi
verið litið sem hlutlausa aðila
sem stóðu utan við deilumál
karla. Á þann hátt hafi konur
ekki verið skilgreindarsem beinir
þátttakendurí pólitísku lífi.22Um
þetta höfum við fleiri dæmi í
Grágás og má þar nefna
lagaákvæðin um að konur megi
ekki bera voþn né vera goðar.25
Hins vegar finnast fleiri dæmi
Sturlungu um að konur mættu
til þings og skiptu sér af málum
bæði þar og í námunda við
vígvellina.2' Full ástæða er því til
að efast um að miðaldakarlar
segi alla söguna þegar þeir vilja
halda því fram að þeir einir hafi
fengist við pólitík. Spurningin
hér er hvernig hugtakið pólitik
er skilgreint!
Rannsóknir í kvennasögu
sem byggjast á kerfisbundinni
athugun á stöðu kynjanna og
því samfélagi sem þau hrærast
í er mikið meira en saga
kvenna. Það er því full ástæða
til að gefa þessum rannsóknum
gaum, hvort svo sem við
skilgreinum okkur sem karla-,
Einmitt þess
vegna verðum viö
að geta í eyður,
endurskoða
heimildir, bera
saman og reyna
að geta í eyöurnar.
Slik íeit er og
verður hlutverk
sagnfræðinga
hvers tíma.
38