Ný saga - 01.01.1991, Side 84

Ný saga - 01.01.1991, Side 84
Hver eru áhrifin á áhorfendur? Leiknar myndir geta veriö mjög mótandi um söguskoöun fólks. Af hverju láta sagnfræöingar ekki í sér heyra þegar fúskiö ræður ríkjum. sagnfræðinga en mér finnst að þetta geti samt sem áður verið leið: kvikmyndagerðarmaður-inn mótar sitt verk en leitar sér þjónustu til sagnfræðinga. Svo eru auðvitað ýmis atriði í útgerðarsögunni sem einungis sérfróðir menn kunna skil á. Ég lít á útgerðarsöguna sem okkar verk. Svo er hitt þegar sagnfræðingurinn segir söguna og fær menn frá okkur til liðs við sig. Þetta eru tvær leiðir. Báðar eiga rétt á sér. Þarna þarf að fara að þróast meira samstarf. Þetta er líka spurning um peninga. Lítil kvikmyndagerðarfyrirtæki hafa sjaldan efni á því að hafa sagnfræðing á launum. Hvers konar ráðgjöf á sagnfrœðingurinn að veita? Erlendur: Maður verður var við það í ákveðnum hópi manna að litið er á sagnfræðinga sem truflun vegna þess að þeir séu allir í smáatriðunum og hafi ekki yfirsýn yfir heildina; þeir eyðileggi með því að benda á smávillur hér og þar og allsstaðar. Helgi: Þetta byggist á mis- skilningi á starfi sagnfræðinga og er kannski þeim sjálfum að kenna. Fólk hefur þá hugmynd um sagnfræðinginn að hann sé nokkurs konar staðreynda- vörður; hann gæti þess að ekki sé farið rangt með ártal og annað þvíumlíkt, að hann stundi „slysavarnir". Hins vegar hafa menn ekki skilning á því að það geti verið mikilvægt að fá sagnfræðing til þess að segja sína skoðun á hinni sögulegu túlkun og segja frá því hvað sé efst á baugi í sagnfræði- rannsóknum og sagnfræðilegri umræðu. Nýleg mynd um Guðmund biskup Arason er mjög skýrt dæmi um full- komlega úrelta sagnfræði eða söguskilning sem á rætur í sjálfstæðisbaráttunni. Engin tilraun var gerð til að skoða söguhetjuna í alþjóðlegu, sögulegu samhengi, að sjá hann sem fulltrúa hinnar alþjóðlegu kirkjuvaldsstefnu o.s.frv. Þetta leyfir sér ekki nokkur sagn- fræðingur en gengur hins vegar ágætlega í fólk. Fólk ruglar saman staðreyndum og skoðunum, sögutúlkun sjálf- stæðisbaráttunnar er orðin að staðreynd. Dýrkun á ein- staklingum er líka mjög áberandi en það er ekkert annað en það sem er rekið dagsdaglega í fjölmiðlum, að íslandssagan sé Davíð Oddsson. Þetta er það sem fólk þekkir og býst við. Erlendur, er þetta glœpur? Erlendur: Ef verkið af hálfu höfundar gerir tilkall til að vera marktækt innlegg í umræðuna um sagnfræðilegt efni og höfundur verður staðinn að því að hafa ekki kynnt sér nýjustu rannsóknir um viðfangsefnið þá finnst manni að minnsta kosti að illa sé farið með fé. Maður talar nú ekki um ef verkið er unnið fyrir almannafé. Segja má að það sé glæpur að búa til kostnaðarsamt verk, sem er ekki áhugavert og jafnvel hall- ærislegt. Á liinn bóginn verður mönnum að leyfast að búa til myndir um sagnfræðileg efni á persónulegan hátt en slík verk verða að hafa eitthvað fram að færa, fersk sjónarhorn, frumleg efnistök. Eggert: Undanfarin ár hafa verið gerðið mjög margir sögulegir þættir. Það virðist vera mikill áhugi á sögulegum myndum en ég held að sjaldnast sé leitað til sagn- fræðinga. Það er jafnvel verið að gera langar myndir um þekkta stjórnmálamenn á þessari öld og fengnir flokksbræður til þess að búa til myndina þar sem að upphafningin ræður ríkjum og dýrkunin á einstaklingum sem verið er að fjalla um. Eða þá að búnar eru til myndir þar sem maður hefur á tilfinningunni að höfundur þurfi að byrja alveg frá grunni, viti afskaplega lítið um efnið fyrirfram og fari þess vegna í J^ekkt rit sem eru mjög aðgengileg, en oft gömul eða yfirborðsleg. Margt í þeim myndum sem við höfum verið að sjá á síðustu árum er mjög úrelt eða gamaldags þar sem byggt er á gömlum bókum og gömlum rannsóknum. Hver eru áhrifin á áhorfendur? Leiknar myndir geta verið mjög mótandi um söguskoðun fólks. Af hverju láta sagnfræðingar ekki í sér heyra þegar fúskið ræður ríkjum? Erlendur: Hrafn Gunnlaugsson hefur gert víkingamyndir og fer sínar eigin leiðir. Hann leggur áherslu á að myndir hans séu skáldskapur. Svo eru þetta kannski áhrifamestu myndirnar um þennan tíma og seytlast samt sem áður inn hjá upprennandi kynslóð sem myndin af víkingaöldinni. Þetta er út af fyrir sig ákveðið vandamál, sem birtist m.a. í því að fantasían kemur á undan „realismanum", hinum raunsæislegu efnistökum, þar sem grundvöllurinn er Sögulegar kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar hafa öruggiega haft áhrif á viöhorf margra til þess tíma, sem þær gerast á. í myndinni I skugga hrafnsins er aö finna „ofboöslegt rugl" um Þjóöveldis- tímann svo notuð séu orð eins þátttakandans í hringborösumræö- unum. Hefur kvikmyndaleikstjórinn ótakmarkaö „skáldaleyfi" þegar hann lætur myndir sfnar gerast í fortíöinni? 82

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.