Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 66

Ný saga - 01.01.1991, Blaðsíða 66
Gísli Ágúst Gunnlaugsson Þéttbýlismyndun etur af sér ný viöhorf og nýja menningu. Myndin er frá því skömmu eftir atdamótin. gæta samsvarandi breytinga á húsagerð til sveita. Þar sem æ hærra hlutfall landsmanna tók sér bólfestu í þéttbýli eftir 1870 fjölgaði þeim óðfluga sem bjuggu í þessari nýju gerð húsa. Baðstofan var smám saman að hverfa og þar með átti sú alþýðumenning sem sprottið hafði innan veggja hennar undir högg að sækja. Samhliða þessari þróun töp- uðu húsbændur yfirráðum sínum yfir ljósinu og lesefni heimilismanna. Þessi yfirráð höfðu grundvallast á tilhögun heimilislífs í burstabænum; á því að fólk svaf, vann og skemmti sér í sama herbergi og ljósmetið var tiltölulega dýrt. Á síðasta fjórðungi 19. aldar var ekki einungis grafið undan þessu valdi með breytingum á húsagerð heldur kom einnig til sögunnar nýr lýsingarmáti: Olíulampinn. OLÍULAMPINN Erlendir sagnfræðingar sem skrifað hafa um lestrarvenjur, bóka- og blaðaútgáfu og tengd efni eru á einu máli um að steinolíulampinn hafi haft í för með sér meiri byltingu en flesta grunar nú á tímum. Með tilkomu hans varð ódýrara að lýsa upp húsakynni, verkstæði, gripahús og götur en áður hafði verið.18 í sænskri rannsókn á lestri almennings er því haldið fram að tilkoma olíulampans hafi haft mikil áhrif á lestrarvenjur og örvað útgáfu bóka og tímarita um veraldleg efni.19 Olíulampinn veitti mun jafnari og betri birtu inn í heimili fólks eftir að skyggja tók en unnt var að gera með frumstæðari lýsingaraðferðum. Fyrir daga hans hafði langvarandi lestur að kvöldlagi - jafnvel við gott kertaljós - „remained for most part a threat to the eyesight", eins og breskur sagnfræðingur komst að orði.2" Steinolíulampar tóku að ber- ast hingað til lands um 1870. t fyrstu voru þeir nokkuð dýrir og einungis í eigu sæmilega efnaðra Baöstofan var smám saman aö hverfa og þar með atti sú alþýöumennina sem sprottiö hafoi innan veggja hennar unair högg aö sækja. fjölskyldna. En er frá leið varð útbreiðsla þeirra ör og um aldamótin voru þeir„komnir að heita má inn á hvert heimili". Nærri má geta að olíulampinn var mikið undratæki í augum þeirra sem litu birtu hans fyrsta sinni. Ágætt dæmi um þetta er að finna í minningum Guðrúnar Guðmundsdóttur: Maður var á ferð suður á Síðu, kemur um kvöld á bæ og beiðist gistingar. Þegar hann kemur í baðstofuna, sér hann í fyrsta skipti ljós á stein- olíulampa. í stað þess að heilsa fólkinu, nemur hann staðar við lampann og segir: „Nei, en hvað blessað ljósið skuli ekki springa. Býr sá sami þetta til, sem býr til klukkurnar, eða kemur það utan lands frá Eyjum?“22 Eftir því sem fleiri gátu látið eftir sér að kaupa steinolíu- lampa bötnuðu aðstæður fólks til lestrar. Þetta á ekki síst við um fólk sem bjó í híbýlum sem var skipt niður í fleiri svefnherbergi en tíðkaðist í 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.