Ný saga - 01.01.1995, Page 6

Ný saga - 01.01.1995, Page 6
Guðni Thorlacius Jóhannesson Ritgerð þessi vann til verð- launa í ritgerða- samkeppni sem Sögufélag, Sagnfræðinga- félag íslands og Sagnfræði- stofnun efndu til í tilefni hálfrar aldar afmælis íslenska lýðveldlslns Sfldarævintýrið í Hvalfírði 1947-48 íldveiðarnar í Hvalfirði veturinn 1947-48 hafa verið sveipaðar ljóma.* Uppgripin voru mikil - og óvænt. At- burðarásinni verður lýst hér. Fyrst verður tæpt á forsögunni, svo verður fjallað um afla- brögð í Kollafirði veturinn 1946^47 og áætl- anir um stórauknar sildveiðar við landið. Síð- an snýst sagan um „síldarævintýrið í Hval- firði“, en þeim, sem að veiðunum komu, þótti og þykir sú nafngift eiga einkar vel við. Hvenær hófst veiðin? Hvernig aflaðist? Hvar héldu skipin sig einkum? Hversu marg- ir voru á vertíðinni og hvernig var að vera á Hvalfjarðarsíld? Hver varð hagnaðurinn og hvernig skiptist hann? (Varð ekki örugglega hagnaður af veiðunum?) Síðast en ekki síst verður gerð grein fyrir eftirköstunum. Eftir að veiðarnar hófust var róið að því öllunr árum að nýta aflann betur í framtíðinni. En risaköstin í Hvalfirði komu ekki aftur. Ævintýrið var einstakt. Síldarmannagötur og kafbátagirðingar Örnefni benda til að fyrr á öldum hafi síld verið veidd í Hvalfirði. Upp úr Botnsvogi í firðinum eru Síldarmannabrekkur og í þeim eru Sildarmannagötur, forn leið yfir í Skorra- dal. Við voginn gengur grjótnef út á fjörurnar og hefur getum verið leitt að því að menn hafi hlaðið garð þar fram úr, notað hann við ádrátt og hirt fenginn þegar fjaraði. Það rennir stoð- um undir þessa kenningu að í Grafarvogi eru leifar af fornum garði af þessari gerð og er hann kenndur við síldarmenn.1 Einar Bene- diktsson skáld leiddi hugann liklega að þessu rétt fyrir síðustu aldamót og var stórhuga að vanda. Benedikt Sveinsson, vinur hans og að- dáandi, skrifaði frændfólki sínu norður í Ping- eyjarsýslum árið 1898: Einar Benediktsson hefir keypt jarðir nokkrar í Mosfellssveit. í þeirri landareign er vogur einn er Grafarvogur heitir. Geng- ur oft síld í hann og lax og má hæglega girða voginn og loka allt inni.2 Mörg þúsund tunnur af síld, sem veiddist í Faxaflóa, voru saltaðar árið 1919, en það ár, fyrsta árið eftir fyrri heimsstyrjöld, var fram- boð af síld á mörkuðum í útlöndum mun meira en eftirspurnin, þannig að mikið af síld frá íslandi seldist ekki. Þeir, sem söltuðu við Faxaflóa, urðu fyrir „stórkostlegu tapi“, segir í bók Ásgeirs Jakobssonar um Óskar Hall- dórsson sfldarútvegsmann.’ Aftur var mikið veitt í flóanum árið 1935, en vonl var að salta sildina og þurfti að fleygja allt að helnringi aflans þegar að landi var komið. Síldarverk- smiðjur vantaði svo hægt væri að taka síldina í bræðslu og sumir útgerðarmenn sökuðu áhrifamenn í sfldarútvegi um að sjá aðeins sfld fyrir norðan land. Haraldur Böðvarsson á Akranesi hafði þetta eftir Finni Jónssyni al- þingismanni: Þeir sjá engir neitt nema Norðurlandssíld- ina. Mammon góðu áranna hefur farið með þá eins og Magnús sálarháski með tík- ina sína - tekið þá með sér upp á fjall, glennt upp á þeim augun og látið þá horfa sig star- blinda - ekki reyndar í gróðrar- heldur gróðasólina.4 Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður sagði að frá árinu 1935 hefði síld veiðst í víkum við sunnan- og vestanverðan Reykjanesskaga að 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.