Ný saga - 01.01.1995, Page 10

Ný saga - 01.01.1995, Page 10
Guðni Thorlacius Jóhannesson Mynd 3. Sveinn Benediktsson, stjórnarformaður Síidarverksmiðja ríkisins, hafði nóg að gera yfir Hval- fjarðarvertíðina: „Það var óskaplega mikið um að vera og hann var driffjöðurin f þessu," sagði Sigurður Jónsson, viðskiptafram- kvæmdastjóri verk- smiðjanna, síðar um Svein. Ljósmyndin mun vera tekin árið 1951. mánaðarins var því ákveðið að taka nýju verksmiðjuna, SR-46, í notkun til reynslu. Frá 3. til 12. mars var sfld brædd í öðru vinnslu- kerfi hennar.28 En í marsbyrjun var afli orðinn mjög treg- ur. F>á voru aðeins sex bátar enn að síldveið- um úti fyrir Reykjavík, allir með herpinót. Hinn 10. mars voru tveir bátar við veiðar og augljóst að veiðihrotan var úti. Því samþykkti stjórn SR að hætta móttöku Kollafjarðarsfld- ar daginn eftir.M Samtals munu 60 skip hafa tekið þátt í þessum veiðum, sum aðeins skamma ln íð. Af þeim notuðu 42 herpinót, hin reknet eða botnvörpu meðan það var leyft. Andvari RE mun hafa orðið aflahæstur með tæp 11.000 mál.:"’Sfldin var miklu smærri en norðansfld, vó að jafnaði 100-130 gr. og var 23-28 sm að stærð. Innan við tíundi hluti hennar fór í fryst- ingu, söltun og aðra verkun. Annars var sfld- in brædd; aðeins 1.025 hektólítrar í Sfldar- verksmiðjunni á Akranesi en 120.065 fyrir norðan. Þá voru 5.346 hektólítrar bræddir hjá Sfldarbræðslunni á Seyðisfirði.31 Ekki er ljóst hversu mörg skip voru notuð til að flytja sfld- ina norður. Davíð Olafsson fiskimálastjóri segir í skýrslu sinni um sjávarútveginn 1947 að „nokkur af hinum stærri mótorskipum og línuveiðagufuskipum" hafi verið í sfldarflutn- ingunum. En heildarmagnið gæti hafa numið tæplega 50 skipsförmum.12 Samkvæmt ársskýrslu SR fengust 733 smá- lestir af sfldarlýsi og 1.788 smálestir af mjöli úr síldinni sem flutt var til Siglufjarðar. Pá segir í skýrslunni: Þrátt fyrir það að mjög hátt verð fékkst fyr- ir afurðir úr Kollafjarðarsíldinni nægði það ekki til þess að greiða allan kostnað við vinnsluna. En með því að reikna ekki neina leigu eða fyrningu af verksmiðjunum né laun fastra starfsmanna, vexti eða sjóða- gjöld, lætur nærri að útgjöld og tekjur af þessari vinnslu standist á.31 Sfldarverksmiðjui' ríkisins högnuðust því ekki á Kollafjarðarsfldinni. Ekki öfluðu öll veiði- skipin vel, hentug veiðarfæri skorti og lönd- unarbið var oft löng. Dýrt var að flytja aflann norður og verð fyrir sfldina lækkaði sem því nam, enda sagði Hannes á horninu í Alþýðu- blaðinu að „allir, sem vinna eitthvað við sfld- ina, þykist stórtapa á henni.“14 Það hefur þó vart verið á rökum reist, þrátt fyrir ofan- greinda erfiðleika. Sveinn Benediktsson, stjórnarformaður SR, sagði að útflutnings- verðmæti síldaraflans úr Kollafirði hefði numið um fimm milljónum króna.15 Gróf áætlun gefur til kynna að það jafngildi um 220 milljónum króna á verðlagi ársins 1995.■"’Því er óhætt að segja að þessar síldveiðar voru óvænt búbót og kannski vissu þær á frekara gott því eins og Hafsteinn Bergþórsson sagði í byrjun febrúar: „Síldveiðin í Kollafirði gæti verið upphaf árlegrar síldarvertíðar."-17 En hvers vegna kom sfldin í Kollafjörð? Morgunblaðið spurði Árna Friðriksson fiski- fræðing að þessu um miðjan janúar 1947. Hann kvaðst telja að „straumar [hefðu] rekið hana þangað.“ Vel mætti vera að hún yrði í firðinum þar til golfstraums færi að gæta að ráði um vorið eða að hún hyrfi í næsta stór- straum. Annars höfðu flestir skoðun á þessu óvænta háttalagi sfldarinnar. Sumir sögðu að hún hefði alltaf verið í Kollafirði, aðrir að þetta væri einstakt; sumir fullyrtu að hvala- vaða hefði rekið síldina upp undir landsteina og aðrir jafnvel að hún sækti í heita vatnið frá hitaveitunni.18 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.