Ný saga - 01.01.1995, Síða 11

Ný saga - 01.01.1995, Síða 11
Sfldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 a „Óhætt að auka sfldveiðina stórkostlega“ Kollafjarðarsíldin kætti hvern og einn. En sumarsíldveiðarnar fyrir Norðurlandi voru þó sem fyrr langveigamestar í síldarútgerð ís- lendinga. Mjög vel hafði aflast á stríðsárun- um, flest met verið slegin og nýsköpunar- stjórn Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks og Alþýðuflokks hafði ákveðið að reisa tvær öfl- ugar síldarverksiðjur, aðra á Skagaströnd og hina á Siglufirði; það var SR-46 sem bræddi sfld til reynslu úr Kollafirði. Bjartsýni og stór- hugur ríktu: Pess hafa engin merki sést að síldveiðarnar hér við land hafi höggvið nokkurt skarð í síldarstofninn og er óhætt að auka síldveið- ina stórkostlega frá því sem er. Þetta stóð í skýrslu frá desember 1946 sem Nýbyggingarráð lét gera. Nýsköpunarstjórnin stofnaði ráðið, en það réð miklu um uppbygg- ingu atvinnuveganna í landinu. í skýrslunni sagði jafnframt að enn yrði að auka afköst síldarverksmiðjanna til að geta tekið við allri veiðinni í aflahrotum sem búast mætti við.w Síldarbrestur sumrin 1945 og 1946 kom óþægilega á óvart. Samt sem áður héldu síld- veiðimenn vongóðir til veiða sumarið 1947. Kannski olli veiðibrestur undanfarinna ára því einmitt að menn voru bjartsýnir; það hafði ekki gerst í manna minnum að alvarleg- ur aflabrestur yrði þrjú ár f röð. Samkvæmt skýrslum voru rúmlega 4.000 skipverjar á 264 skipum á síld sumarið 1947. Þetta var met.* Því meiri voru vonbrigðin þess vegna þeg- ar síldin brást fyrir Norðurlandi eitt sumarið enn. Og sjaldan er ein báran stök. Rekneta- veiðar í Faxaflóa um haustið voru „með fá- dæmum lélegar," að sögn fiskimálastjóra. Bátar leituðu síldar um flóann þveran og endilangan en varla sást síldarbranda; „og var útlit með beituöflun því mjög slæmt.“41 Þungt hljóð var í mönnum. En kannski Kollafjarðarsíldin kæmi aftur? Uppgrip í Hvalfirði Vetrarsíldveiðarnar 1947-1948 eru ekki tald- ar hefjast í Hvalfirði eða Kollafirði. Hinn 15. október 1947 veiddist fyrsta síldin í herpinót vestur í Isafjarðardjúpi. Fékkst hún á Hugin II á Leirufirði í Jökulfjörðum. Veiðin stóð fram í nóvember og var mestur hluti aflans fluttur í bræðslu til Siglufjarðar. Suma Önfirð- inga og aðra, sem til þekktu, undraði að Sól- bakkaverksmiðjan við Flateyri var ekki tekin í notkun. Hún var í eigu SR en hafði ekki ver- ið notuð frá árinu 1942 og hafði drabbast nið- ur. Að mati stjórnar SR svaraði ekki kostnaði að koma henni aftur í lag.42 SR keyptu Vestfjarðasíldina á 48 krónur málið á Siglufirði, en sjómenn og útgerðar- menn vestra fengu aldrei lægra verð í sinn hlut en 32 krónur málið. Alls tóku SR á móti 24.208 málum.43 Huginn II mun hafa orðið aflahæstur, en samtals voru 12 bátar á veiðum með herpinót í ísafjarðardjúpi og átta skip í síldarflutningum.44 Upp úr miðjum október, stuttu eftir að veiðarnar hófust í ísafjarðardjúpi, fengu nokkrir smábátar 17 tunnur af sfld um fimm inínútna róður frá Hafnarfirði og síðan fengu nokkrir Akranesbátar ágætis afla í Kolla- firði.45 Það var svo um mánaðamótin október og nóvember að síldarævintýrið í Hvalfirði Mynd 4. Landað úr Bjarna Ólafssyni AK á Akranesi. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.