Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 11
Sfldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48
a
„Óhætt að auka sfldveiðina
stórkostlega“
Kollafjarðarsíldin kætti hvern og einn. En
sumarsíldveiðarnar fyrir Norðurlandi voru þó
sem fyrr langveigamestar í síldarútgerð ís-
lendinga. Mjög vel hafði aflast á stríðsárun-
um, flest met verið slegin og nýsköpunar-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks og
Alþýðuflokks hafði ákveðið að reisa tvær öfl-
ugar síldarverksiðjur, aðra á Skagaströnd og
hina á Siglufirði; það var SR-46 sem bræddi
sfld til reynslu úr Kollafirði. Bjartsýni og stór-
hugur ríktu:
Pess hafa engin merki sést að síldveiðarnar
hér við land hafi höggvið nokkurt skarð í
síldarstofninn og er óhætt að auka síldveið-
ina stórkostlega frá því sem er.
Þetta stóð í skýrslu frá desember 1946 sem
Nýbyggingarráð lét gera. Nýsköpunarstjórnin
stofnaði ráðið, en það réð miklu um uppbygg-
ingu atvinnuveganna í landinu. í skýrslunni
sagði jafnframt að enn yrði að auka afköst
síldarverksmiðjanna til að geta tekið við allri
veiðinni í aflahrotum sem búast mætti við.w
Síldarbrestur sumrin 1945 og 1946 kom
óþægilega á óvart. Samt sem áður héldu síld-
veiðimenn vongóðir til veiða sumarið 1947.
Kannski olli veiðibrestur undanfarinna ára
því einmitt að menn voru bjartsýnir; það
hafði ekki gerst í manna minnum að alvarleg-
ur aflabrestur yrði þrjú ár f röð. Samkvæmt
skýrslum voru rúmlega 4.000 skipverjar á 264
skipum á síld sumarið 1947. Þetta var met.*
Því meiri voru vonbrigðin þess vegna þeg-
ar síldin brást fyrir Norðurlandi eitt sumarið
enn. Og sjaldan er ein báran stök. Rekneta-
veiðar í Faxaflóa um haustið voru „með fá-
dæmum lélegar," að sögn fiskimálastjóra.
Bátar leituðu síldar um flóann þveran og
endilangan en varla sást síldarbranda; „og var
útlit með beituöflun því mjög slæmt.“41
Þungt hljóð var í mönnum. En kannski
Kollafjarðarsíldin kæmi aftur?
Uppgrip í Hvalfirði
Vetrarsíldveiðarnar 1947-1948 eru ekki tald-
ar hefjast í Hvalfirði eða Kollafirði. Hinn 15.
október 1947 veiddist fyrsta síldin í herpinót
vestur í Isafjarðardjúpi. Fékkst hún á Hugin
II á Leirufirði í Jökulfjörðum. Veiðin stóð
fram í nóvember og var mestur hluti aflans
fluttur í bræðslu til Siglufjarðar. Suma Önfirð-
inga og aðra, sem til þekktu, undraði að Sól-
bakkaverksmiðjan við Flateyri var ekki tekin
í notkun. Hún var í eigu SR en hafði ekki ver-
ið notuð frá árinu 1942 og hafði drabbast nið-
ur. Að mati stjórnar SR svaraði ekki kostnaði
að koma henni aftur í lag.42
SR keyptu Vestfjarðasíldina á 48 krónur
málið á Siglufirði, en sjómenn og útgerðar-
menn vestra fengu aldrei lægra verð í sinn
hlut en 32 krónur málið. Alls tóku SR á móti
24.208 málum.43 Huginn II mun hafa orðið
aflahæstur, en samtals voru 12 bátar á veiðum
með herpinót í ísafjarðardjúpi og átta skip í
síldarflutningum.44
Upp úr miðjum október, stuttu eftir að
veiðarnar hófust í ísafjarðardjúpi, fengu
nokkrir smábátar 17 tunnur af sfld um fimm
inínútna róður frá Hafnarfirði og síðan fengu
nokkrir Akranesbátar ágætis afla í Kolla-
firði.45 Það var svo um mánaðamótin október
og nóvember að síldarævintýrið í Hvalfirði
Mynd 4. Landað úr
Bjarna Ólafssyni AK
á Akranesi.
9